Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega Snorri Másson skrifar 11. nóvember 2022 08:51 Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi. Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir
Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira