Skautahöllin í bandarískum búningi fyrir True Detective Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 22:13 Skautahöllin var í bandarískum búningi. HBO Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni True Detective eru komnar á fullt hér á landi. HBO, framleiðandi þáttanna, hefur birt mynd úr Skautahöllinni í Reykjavík, þar sem sjá má hana í bandarískum búningi. Tilkynnt var í sumar að tökur á fjórðu þáttaröð hinna feykivinsælu þátta yrði tekin upp hér á landi. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni sem tekið hefur verið upp hér á landi. Áætlaður framleiðslukostnaður er áætlaður níu milljarðar. Það er Jodie Foster sem leikur aðalhlutverkið og hefur hún verið stödd hér á landi við tökur, sem hófust nýverið. Þannig greindi fréttastofa frá því á dögunum að Vogar á Vatnsleysuströnd hafi verið breytt í Alaska-ríki fyrir tökur á þáttaröðinni. Alaska er sögusvið þáttanna og fær Ísland hlutverk Alaska í þáttunum. HBO hefur á undanförnum dögum verið að veita örlitla innsýn í tökurnar. Fyrirtækið birti örlítið handritsbrot úr fyrsta þættinum á Twitter í vikunni. Þar kemur fram að sögusviðið er desember-mánuður í Ennis í Alaska, 150 mílum norðan við heimskautsbauginn. A long winter night falls in Ennis, Alaska. Production has begun on #TrueDetective #NightCountry. Take an exclusive look at the first episode script for True Detective: Night Country, coming to @hbomax. #HBO50 pic.twitter.com/t0kQ0trYDe— HBO (@HBO) November 8, 2022 Þá hefur HBO einnig birt mynd, sem sjá má efst í fréttinni, sem bersýnilega er tekin úr Skautahöllinni í Reykjavík, þann 20. október síðastliðinn. Fréttastofa greindi frá því á dögunum til stæði að taka upp fyrir True Detective í Skautahöllinni, sem var lokuð frá 10. til 20. október síðastliðinn. Greindi fréttastofa frá því að þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Það kemur heim og saman við myndina sem HBO hefur birt, þar sem einmitt sést glitta í jólaljós og bandaríska fánann. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Tökur á True Detective á Íslandi Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Skautaíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Vogum á Vatnleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. 27. október 2022 18:21 Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tilkynnt var í sumar að tökur á fjórðu þáttaröð hinna feykivinsælu þátta yrði tekin upp hér á landi. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni sem tekið hefur verið upp hér á landi. Áætlaður framleiðslukostnaður er áætlaður níu milljarðar. Það er Jodie Foster sem leikur aðalhlutverkið og hefur hún verið stödd hér á landi við tökur, sem hófust nýverið. Þannig greindi fréttastofa frá því á dögunum að Vogar á Vatnsleysuströnd hafi verið breytt í Alaska-ríki fyrir tökur á þáttaröðinni. Alaska er sögusvið þáttanna og fær Ísland hlutverk Alaska í þáttunum. HBO hefur á undanförnum dögum verið að veita örlitla innsýn í tökurnar. Fyrirtækið birti örlítið handritsbrot úr fyrsta þættinum á Twitter í vikunni. Þar kemur fram að sögusviðið er desember-mánuður í Ennis í Alaska, 150 mílum norðan við heimskautsbauginn. A long winter night falls in Ennis, Alaska. Production has begun on #TrueDetective #NightCountry. Take an exclusive look at the first episode script for True Detective: Night Country, coming to @hbomax. #HBO50 pic.twitter.com/t0kQ0trYDe— HBO (@HBO) November 8, 2022 Þá hefur HBO einnig birt mynd, sem sjá má efst í fréttinni, sem bersýnilega er tekin úr Skautahöllinni í Reykjavík, þann 20. október síðastliðinn. Fréttastofa greindi frá því á dögunum til stæði að taka upp fyrir True Detective í Skautahöllinni, sem var lokuð frá 10. til 20. október síðastliðinn. Greindi fréttastofa frá því að þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Það kemur heim og saman við myndina sem HBO hefur birt, þar sem einmitt sést glitta í jólaljós og bandaríska fánann. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið.
Tökur á True Detective á Íslandi Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Skautaíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Vogum á Vatnleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. 27. október 2022 18:21 Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26 True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41 Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Vogum á Vatnleysuströnd breytt í Alaska fyrir tökur á True Detective Mikið líf hefur verið í Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu tvo daga þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective hafa farið fram. Tökurnar kröfðust mikils undirbúnings en meðal annars þurfti að setja upp skilti sem vara við dýralífi Alaska. 27. október 2022 18:21
Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. 14. október 2022 15:26
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11. september 2022 18:41
Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. 27. maí 2022 15:00