Orðlaus yfir mögnuðum tilþrifum Benedikts Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 17:46 Benedikt Gunnar Óskarsson hefur náð að heilla áhorfendur með spilamennsku sinni í Evrópudeildinni. Vísir/Diego Valsmenn urðu á dögunum fyrsta íslenska liðið í sögunni til að vinna tvo Evrópuleiki í röð þegar liðið vann þriggja marka sigur gegn Benidorm á útivelli. Áður hafði liðið unnið fjögurra marka sigur gegn ungverska liðinu Ferencváros og leikmenn Vals eru farnir að vekja athygli fyrir utan landsteinana. Meðal þeirra sem hafa heillað áhorfendur með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum eru bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir. Arnór hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum g Benedikt tíu, en þeir hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik Valsliðsins á tímabilinu. Þrátt fyrir það að nú sé rúm vika síðan Valsmenn unnu þriggja marka sigur gegn Benidorm eru þau sem halda úti Twitter-reikningi Evrópudeildarinnar enn að klóra sér í hausnum yfir frábærum tilþrifum Benedikts. Þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður voru Valsmenn með eins marks forskot í stöðunni 5-6. Eins og Valsliðið er orðið frægt fyrir keyrði það hratt upp völlinn og Benedikt nýtti sér yfirtöluna vinstra megin á vellinum, prjónaði sig í gegnum vörnina og snéri boltanum svo snyrtilega framhjá Roberto Rodríguez Lario í marki heimamanna. „Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur eftir orðlaus,“ var ritað á Twitter-síðu Evrópudeildarinnar og myndband af markinu látið fylgja með. Færsluna og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Benedikt Gunnar Oskarsson 🇮🇸🔝 leaving us speechless! #ehfel pic.twitter.com/pOJagWQMce— EHF European League (@ehfel_official) November 10, 2022 Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg í Origo-höllinni að Hlíðarenda næstkomandi þriðjudag. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg, en liðið er taplaust eftir tvo leiki, líkt og Valsmenn. Handbolti Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa heillað áhorfendur með spilamennsku sinni í þessum tveimur leikjum eru bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir. Arnór hefur skorað 14 mörk í þessum tveimur leikjum g Benedikt tíu, en þeir hafa verið potturinn og pannan í sóknarleik Valsliðsins á tímabilinu. Þrátt fyrir það að nú sé rúm vika síðan Valsmenn unnu þriggja marka sigur gegn Benidorm eru þau sem halda úti Twitter-reikningi Evrópudeildarinnar enn að klóra sér í hausnum yfir frábærum tilþrifum Benedikts. Þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður voru Valsmenn með eins marks forskot í stöðunni 5-6. Eins og Valsliðið er orðið frægt fyrir keyrði það hratt upp völlinn og Benedikt nýtti sér yfirtöluna vinstra megin á vellinum, prjónaði sig í gegnum vörnina og snéri boltanum svo snyrtilega framhjá Roberto Rodríguez Lario í marki heimamanna. „Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur eftir orðlaus,“ var ritað á Twitter-síðu Evrópudeildarinnar og myndband af markinu látið fylgja með. Færsluna og myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Benedikt Gunnar Oskarsson 🇮🇸🔝 leaving us speechless! #ehfel pic.twitter.com/pOJagWQMce— EHF European League (@ehfel_official) November 10, 2022 Næsti leikur Vals í Evrópudeildinni er gegn þýska stórliðinu Flensburg í Origo-höllinni að Hlíðarenda næstkomandi þriðjudag. Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg, en liðið er taplaust eftir tvo leiki, líkt og Valsmenn.
Handbolti Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira