Erlent

Biðjast af­sökunar á aug­lýsingu tengdri Kristals­nóttinni

Bjarki Sigurðsson skrifar
KFC í Þýskalandi segir að skilaboðin megi rekja til villu í kerfi þeirra.
KFC í Þýskalandi segir að skilaboðin megi rekja til villu í kerfi þeirra. Getty/Rolf Vennenbernd

Skyndibitakeðjan KFC hefur beðist afsökunar á auglýsingaherferð sinni í Þýskalandi. Þar var fólk hvatt til þess að fagna því með ostum og kjúklingi frá KFC að 84 ár væru liðin frá Kristalsnóttinni.

Kristalsnóttin átti sér stað aðfaranótt 10. nóvember árið 1938 þegar nasistar og almennir borgarar Þýskalands myrtu gyðinga í borgum og bæjum Þýskalands, ásamt því að brjóta glugga verslana í eigu gyðinga.

Í auglýsingu KFC sem send var á notendur í Þýskalandi í gær var fólk hvatt til að fá sér kjúkling og ost frá fyrirtækinu til að fagna tímamótunum. 

Klukkutíma eftir að auglýsingin var birt kom tilkynning frá KFC þar sem kom fram að upprunalegu skilaboðin hafi farið út til viðskiptavina vegna villu í kerfi þeirra. 

„Okkur þykir þetta mjög leitt. Við munum skoða okkar innri ferla eins og skot til þess að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Afsakið þessa villu,“ sagði í skilaboðunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×