Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 14:37 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir betri upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti og Útlendingastofnun. Stöð 2/Sigurjón Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun mættu fyrir allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir ákvörðun um fjöldabrottvísun til Grikklands sem fram fór í síðustu viku. „Ég undrast svolítið hversu litlar upplýsingar stjórnvöld hafa í höndunum, þá tölulegar upplýsingar. Það virðist sem að yfirsýn sé takmörkuð og möguleikar ráðuneytis og stofnana til þess að hafa heildaryfirsýn séu af skornum skammti. Það er auðvitað líka vont upp á okkar samstarf við alþjóðlegar stofnanir og eftirlitsaðila.“ Helga Vala segir fleiri dæmi um þetta. „Ég hitti nefnd frá Evrópuráðinu í gær sem er að fjalla um mansal og þar kom meðal annars fram þetta, skortur á utan um haldi á gögnum og tölulegum upplýsingum. Ég held við megum gera betur í því. Það er auðvitað á grundvelli staðreynda sem við verðum að vinna, ekki einhverri tilfinningu.“ Það er ekki bara verklag við brottvísun sem hefur verið gagnrýnt heldur líka framkvæmdin í sjálfu sér; endursendingar til Grikklands. „Við, auðvitað, höfum verið að benda á það að Evrópuríkin eru sáralítið að endursenda til Grikklands, bara mjög lítið. Það eru innan við hundrað endursendingar á fyrri hluta þessa árs frá öllum Evrópuríkjunum en þess ber að geta að Ísland hefur ekki sent inn sínar tölur yfir endursendingar til Grikklands á þessu ári. Við ætluðum í síðustu viku að senda út í einni ferð 23 þannig að við hefðum auðvitað orðið Evrópumeistarar í endursendingum til Grikklands ef það hefði tekist en vermum þess í stað annað sætið.“ Helga Vala segir nefndin verði að fá dómsmálaráðherra aftur fyrir nefndina til að fá svör við fleiri spurningum. „Við verðum bara áfram í rannsókn.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fulltrúar frá Útlendingastofnun mættu fyrir allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun til að svara fyrir ákvörðun um fjöldabrottvísun til Grikklands sem fram fór í síðustu viku. „Ég undrast svolítið hversu litlar upplýsingar stjórnvöld hafa í höndunum, þá tölulegar upplýsingar. Það virðist sem að yfirsýn sé takmörkuð og möguleikar ráðuneytis og stofnana til þess að hafa heildaryfirsýn séu af skornum skammti. Það er auðvitað líka vont upp á okkar samstarf við alþjóðlegar stofnanir og eftirlitsaðila.“ Helga Vala segir fleiri dæmi um þetta. „Ég hitti nefnd frá Evrópuráðinu í gær sem er að fjalla um mansal og þar kom meðal annars fram þetta, skortur á utan um haldi á gögnum og tölulegum upplýsingum. Ég held við megum gera betur í því. Það er auðvitað á grundvelli staðreynda sem við verðum að vinna, ekki einhverri tilfinningu.“ Það er ekki bara verklag við brottvísun sem hefur verið gagnrýnt heldur líka framkvæmdin í sjálfu sér; endursendingar til Grikklands. „Við, auðvitað, höfum verið að benda á það að Evrópuríkin eru sáralítið að endursenda til Grikklands, bara mjög lítið. Það eru innan við hundrað endursendingar á fyrri hluta þessa árs frá öllum Evrópuríkjunum en þess ber að geta að Ísland hefur ekki sent inn sínar tölur yfir endursendingar til Grikklands á þessu ári. Við ætluðum í síðustu viku að senda út í einni ferð 23 þannig að við hefðum auðvitað orðið Evrópumeistarar í endursendingum til Grikklands ef það hefði tekist en vermum þess í stað annað sætið.“ Helga Vala segir nefndin verði að fá dómsmálaráðherra aftur fyrir nefndina til að fá svör við fleiri spurningum. „Við verðum bara áfram í rannsókn.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13 Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18
Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku. 8. nóvember 2022 12:13
Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. 6. nóvember 2022 20:00