Björn hættir sem ritstjóri DV Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 10:46 Björn Þorfinnsson hefur starfað sem ritstjóri DV undanfarið eitt og hálft ár. Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs. Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41