Bein útsending: Rær í fimmtíu tíma til stuðnings Píeta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 15:16 Einar Hansberg Aðsend Einar Hansberg ætlar að vekja athygli á mikilvægu starfi Píeta-samtakanna á Íslandi með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á Concept2-tæki, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma. Vísir sýnir beint frá æfingunni. Viðburðurinn fer fram í húsakynnum Afreks við Skógarhlíð og hefst klukkan 16:00. Horfa má á beina útsendingu frá æfingunni hér að neðan. Píeta-samtökin vinna mikilvægt starf í að færa umræðunaum sjálfsvíg upp á yfirborðið og eru leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum hér á landi. „Þetta er málefni sem snertir okkur öll og ætti ekki að liggja í þagnargildi. Ég reyni að nýta þessi verkefni mín til að vekja fólk til umhugsunar í þágu einhvers góðs málefnis hverju sinni,“ segir Einar sem hefur áður lagt góðum málefnum lið með álíka hætti; lyft meira en 520 tonnum samanlagt í réttstöðulyftu á einum sólarhring, róið 500 kílómetra og synt samfleytt í tvo sólarhringa. Til minningar um móðurbróður „Markmiðið með þessu verkefni er að fá okkur öll til þess að hugsa hlýtt til þeirra sem þjást í eigin hugsunum og varpa ljósi á þau úrræði sem í boði eru. Kveikjan að þessu var sú að fyrir réttu ári síðan lést móðurbróðir minn af slysförum en hann var mér afar náinn og kær og mig langaði til að gera eitthvað til að heiðra minningu hans. Hann var 56 ára gamall þegar hann dó þann 10.11. og ég yfirfæri þær tölur á þetta verkefni; þ.e. 56, 10 og 11. Ég ákvað að leggja Píeta-samtökunum lið að þessu sinni, meðal annars vegna þess að þegar ég var að undirbúa verkefnið hafði samband við mig einstaklingur sem hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum fyrir fjórum árum. Það var á sama tíma og ég var í róðrarverkefninu sem var í streymi á netinu; viðkomandi sá þá útsendingu og ákvað að mæta á staðinn og róa með mér af fullum krafti og í framhaldi af því að leita sér hjálpar. Í dag er þessi einstaklingur á mjög góðum stað í lífinu og telur að róðurinn á sínum tíma eigi stóran þátt í því,“ segir Einar. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Viðburðurinn fer fram í húsakynnum Afreks við Skógarhlíð og hefst klukkan 16:00. Horfa má á beina útsendingu frá æfingunni hér að neðan. Píeta-samtökin vinna mikilvægt starf í að færa umræðunaum sjálfsvíg upp á yfirborðið og eru leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum hér á landi. „Þetta er málefni sem snertir okkur öll og ætti ekki að liggja í þagnargildi. Ég reyni að nýta þessi verkefni mín til að vekja fólk til umhugsunar í þágu einhvers góðs málefnis hverju sinni,“ segir Einar sem hefur áður lagt góðum málefnum lið með álíka hætti; lyft meira en 520 tonnum samanlagt í réttstöðulyftu á einum sólarhring, róið 500 kílómetra og synt samfleytt í tvo sólarhringa. Til minningar um móðurbróður „Markmiðið með þessu verkefni er að fá okkur öll til þess að hugsa hlýtt til þeirra sem þjást í eigin hugsunum og varpa ljósi á þau úrræði sem í boði eru. Kveikjan að þessu var sú að fyrir réttu ári síðan lést móðurbróðir minn af slysförum en hann var mér afar náinn og kær og mig langaði til að gera eitthvað til að heiðra minningu hans. Hann var 56 ára gamall þegar hann dó þann 10.11. og ég yfirfæri þær tölur á þetta verkefni; þ.e. 56, 10 og 11. Ég ákvað að leggja Píeta-samtökunum lið að þessu sinni, meðal annars vegna þess að þegar ég var að undirbúa verkefnið hafði samband við mig einstaklingur sem hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum fyrir fjórum árum. Það var á sama tíma og ég var í róðrarverkefninu sem var í streymi á netinu; viðkomandi sá þá útsendingu og ákvað að mæta á staðinn og róa með mér af fullum krafti og í framhaldi af því að leita sér hjálpar. Í dag er þessi einstaklingur á mjög góðum stað í lífinu og telur að róðurinn á sínum tíma eigi stóran þátt í því,“ segir Einar.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira