„Mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast“ Snorri Másson skrifar 9. nóvember 2022 23:01 Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í þingkosningum þar vestra. Þegar þetta er skrifað sýnir talningin enn sem komið er að repúblikanar hafi yfirhöndina í fulltrúadeildinni, en að hnífjafnt sé í baráttunni um öldungadeildina. Það getur enn farið á báða vegu. Þorvaldur er til viðtals um þetta og annað í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Eins og yfirskriftin ber með sér er komið víða við í þætti dagsins, en viðtalið við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í miðkjörtímabilskosningum þar vestra.Vísir/Einar Þorvaldur fer ófögrum orðum um ástandið í bandarísku samfélagi: „Ég hef fylgst með þessu samfélagi og verið með annan fótinn í yfir 50 ár og mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast þarna. Þarna eru tveir flokkar, annar þeirra hefur sagt lýðræðinu að heita má stríð á hendur og samt virðast þær ætla að ná meirihlutanum í fulltrúadeildinni þótt hann tapi vonandi öldungadeildinni. “ Þar vísar Þorvaldur til repúblikana. „Beiskjan og úlfúðin í bandarísku samfélagi er þannig að margir telja það bara ramba á barmi nýrrar borgarastyrjaldar. Þarna eru bara stálin stinn, fólk talast ekki við, þingflokkarnir talast ekki við nema skiptast á svívirðingum inni á þinginu og þetta er bara nýtt. Þetta hefur aldrei verið svoleiðis. Og þegar forysturíki lýðræðisheimsins er komið í þetta ástand er ástæða fyrir okkur öll til að hugsa okkur um,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að stóra meinsemdin í bandarískum stjórnmálum hafi verið sú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 2010 undir áhrifum frá repúblikönum ákvað að svipta burt öllum hömlum á fjárframlög til stjórnmálaflokka. „Þá tóku peningarnir yfir stjórnmálin og græðgin og forherðingin og síðan hefur ástandið snarversnað. Með öðrum orðum: Trump er ekki ástæðan, hann er afleiðingin,“ segir Þorvaldur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Ísland í dag Tengdar fréttir Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Þegar þetta er skrifað sýnir talningin enn sem komið er að repúblikanar hafi yfirhöndina í fulltrúadeildinni, en að hnífjafnt sé í baráttunni um öldungadeildina. Það getur enn farið á báða vegu. Þorvaldur er til viðtals um þetta og annað í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Eins og yfirskriftin ber með sér er komið víða við í þætti dagsins, en viðtalið við Þorvald hefst á áttundu mínútu. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir marga telja að Bandaríkin rambi beinlínis á barmi nýrrar borgarastyrjaldar, en að engu að síður virðist demókrötum hafa tekist að afstýra stórsigri repúblikana í miðkjörtímabilskosningum þar vestra.Vísir/Einar Þorvaldur fer ófögrum orðum um ástandið í bandarísku samfélagi: „Ég hef fylgst með þessu samfélagi og verið með annan fótinn í yfir 50 ár og mér líður ekki vel yfir því sem er að gerast þarna. Þarna eru tveir flokkar, annar þeirra hefur sagt lýðræðinu að heita má stríð á hendur og samt virðast þær ætla að ná meirihlutanum í fulltrúadeildinni þótt hann tapi vonandi öldungadeildinni. “ Þar vísar Þorvaldur til repúblikana. „Beiskjan og úlfúðin í bandarísku samfélagi er þannig að margir telja það bara ramba á barmi nýrrar borgarastyrjaldar. Þarna eru bara stálin stinn, fólk talast ekki við, þingflokkarnir talast ekki við nema skiptast á svívirðingum inni á þinginu og þetta er bara nýtt. Þetta hefur aldrei verið svoleiðis. Og þegar forysturíki lýðræðisheimsins er komið í þetta ástand er ástæða fyrir okkur öll til að hugsa okkur um,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir að stóra meinsemdin í bandarískum stjórnmálum hafi verið sú þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna árið 2010 undir áhrifum frá repúblikönum ákvað að svipta burt öllum hömlum á fjárframlög til stjórnmálaflokka. „Þá tóku peningarnir yfir stjórnmálin og græðgin og forherðingin og síðan hefur ástandið snarversnað. Með öðrum orðum: Trump er ekki ástæðan, hann er afleiðingin,“ segir Þorvaldur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Ísland í dag Tengdar fréttir Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. 9. nóvember 2022 12:12
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01