Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 13:49 Mestöll raforka í Sviss er framleidd með vatnsafli eða kjarnorku. Því leita stjórnvöld þar óhefðbundinna leiða til þess að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08