Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2022 16:14 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. Í ávarpi sem Selenskí sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann að alþjóðasamfélagið þyrfti að þvinga Pútín til raunverulegra viðræðna, samkvæmt frétt Reuters. Þær viðræður þyrftu að snúast um brotthvarf rússneskra hermanna frá Úkraínu, tryggingu fyrir því að Rússar myndu ekki gera aðra innrás, stríðsbætur sem Rússar þyrftu að greiða og það að refsa þeim sem framið hafa stríðsglæpi í Úkraínu. Selenskí sagði að honum þætti þetta eðlilegar kröfur. Frá því Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í september hefur Selenskí sagt að hann muni ekki ræða við Rússa fyrr en Pútín verði komið frá völdum. Síðan þá hafa úkraínskir embættismenn tekið undir það. Báðu um mildari tón Washington Post sagði nýverið frá því að meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefðu beðið ráðamenn í Úkraínu um að milda orðræðu þeirra varðandi mögulegar viðræður við Rússa um að binda enda á stríðið. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir telja Pútín hafa áhuga á viðræðum um annað en uppgjöf Úkraínumanna að svo stöddu. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir áðurnefnda innlimun Rússa. Upplýsingaráðuneyti Úkraínu birti í dag tíst þar sem slegið er á svipða strengi og Selenskí. Skilyrði hans eru tíunduð og í kjölfarið segir að viðræður við Pútín séu í raun ekki mögulegar þar sem hann sé sjálfur stríðsglæpamaður. Ukraine could only agree to negotiate with Russia if: Ukraine's territorial integrity is restored; loss and damage caused are compensated; war criminals are punished; there are security guarantees.This is impossible with Putin, who is a war criminal himself.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 8, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Í ávarpi sem Selenskí sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann að alþjóðasamfélagið þyrfti að þvinga Pútín til raunverulegra viðræðna, samkvæmt frétt Reuters. Þær viðræður þyrftu að snúast um brotthvarf rússneskra hermanna frá Úkraínu, tryggingu fyrir því að Rússar myndu ekki gera aðra innrás, stríðsbætur sem Rússar þyrftu að greiða og það að refsa þeim sem framið hafa stríðsglæpi í Úkraínu. Selenskí sagði að honum þætti þetta eðlilegar kröfur. Frá því Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í september hefur Selenskí sagt að hann muni ekki ræða við Rússa fyrr en Pútín verði komið frá völdum. Síðan þá hafa úkraínskir embættismenn tekið undir það. Báðu um mildari tón Washington Post sagði nýverið frá því að meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefðu beðið ráðamenn í Úkraínu um að milda orðræðu þeirra varðandi mögulegar viðræður við Rússa um að binda enda á stríðið. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir telja Pútín hafa áhuga á viðræðum um annað en uppgjöf Úkraínumanna að svo stöddu. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir áðurnefnda innlimun Rússa. Upplýsingaráðuneyti Úkraínu birti í dag tíst þar sem slegið er á svipða strengi og Selenskí. Skilyrði hans eru tíunduð og í kjölfarið segir að viðræður við Pútín séu í raun ekki mögulegar þar sem hann sé sjálfur stríðsglæpamaður. Ukraine could only agree to negotiate with Russia if: Ukraine's territorial integrity is restored; loss and damage caused are compensated; war criminals are punished; there are security guarantees.This is impossible with Putin, who is a war criminal himself.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 8, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24
Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15