Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 20:22 Rannsóknarlögreglumaður tók skýrslu af Guðjóni Valdimarssyni á heimili hans í september, þar sem hann var spurður út í meint vopnaviðskipti við menn sem tengjast hinu meinta hryðjuverkamáli sem upp kom í sama mánuði. Vísir/Vilhelm Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. Þetta er á meðal þess sem fram kom í skýrslutöku yfir Guðjóni á heimili hans í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli. Stundin greindi frá efni skýrslunnar í dag, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum. Fram hefur komið að nafn Guðjóns kom upp í skýrslutökum við rannsókn lögreglu. Var það ástæða þess að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, dóttir Guðjóns, sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í september vegna mögulegs vanhæfis. Við skýrslutökuna var framburður tveggja manna sem grunaðir eru um meinta skipulagningu hryðjuverka borinn undir Guðjón. Nánar tiltekið að hálfsjálfvirkt skotvopn, Colt-rifill, sem þeir höfðu í fórum sínum og sem lögregla haldlagði hefðu verið fengin frá Guðjóni. Einnig að Guðjón hefði keypt þrívíddarprentað skotvopn af einum þeirra. Guðjón neitaði þessu bæði ítrekað og staðfastlega við skýrslutökuna. Þvertók fyrir að hafa lánað Colt-riffil Skýrslan var tekin af Guðjóni á heimili hans þann 28. september síðastliðinn, um viku eftir að málið kom upp. Á sama tíma var einnig ráðist í húsleit þar sem á fjórða tug óskráðra skotvopna voru sögð hafa fundist. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, dóttir Guðjóns Valdimarssonar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í skýrslunni að lögreglumaðurinn sem hafði umsjón með henni bar framburð þeirra sem lögregla handtók vegna gruns um meinta skipulagningu hryðjuverka, undir Guðjón. Þar eru þeir sagðir hafa haldið því fram við skýrslutökur að Guðjón hefði keypt þrívíddarprentaða byssu af einum þeirra fyrir fjögur hundruð þúsund krónur. Annar þeirra sagði að Colt-riffill sem fannst við húsleit vegna málsins væri í láni frá Guðjóni. Þessu þverneitaði Guðjón ítrekað í skýrslutökunni. „Aldrei lánað Colt riffil, aldrei, ekki hvaða kaliber sem er, aldrei lánað hann. Ég er með form hérna sem ég nota ef ég lána mönnum byssu og þeir mega eingöngu fá sem hafa tilskilin réttindi og kalíber í sama eða minna. Ég kann reglurnar,“ sagði Guðjón. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í september í tengslum við meint hryðjuverkamál.Vísir/Vilhelm Sagðist rannsóknarlögreglumaðurinn ekki efast um að Guðjón kynni reglurnar. „Já, þannig að ég hef aldrei lánað Colt-riffil, aldrei nokkurn tímann,“ ítrekaði Guðjón og bauðst skömmu síðar til að undirgangast lygapróf. „Já. Ef þú vilt þá skal ég fara í þarna ef þið hafið einhvers konar þarna lyga, lygapróf þá er það bara sjálfsagt. Ég hef aldrei gert þetta,“ er haft eftir Guðjóni í skýrslunni. Þar segir hann einnig að framburður mannanna væri lygi. Sagðist hann til að mynda ekki hafa lánað skotvopn í tíu eða tuttugu ár. Sagðist aðeins hafa séð þrívíddarprentuð skotvopn í sjónvarpinu Í skýrslutökunni sagðist Guðjón ekkert kannast við nöfn þeirra manna sem lögreglan handtók í aðgerðum sínum vegna málsins í september. Var borið undir Guðjón hvort að hann, líkt og framburður sem lögregla hafði fengið við rannsókn málsins, hafi keypt þrívíddarprentað skotvopn sem komið væri frá einum af þeim sem handtekinn var vegna málsins. „Ókei, já já, ég veit ekki hvað ég get sagt við þessu nema bara að þetta er ekki sagt. Ég hef aldrei átt þrívíddarprentað skotvopn. Ég hef aldrei séð það nema bara á myndum, í sjónvarpinu og aldrei handleikið það. Er þetta nógu skýrt?,“ spurði Guðjón rannsóknarlögreglumanninn sem svaraði játandi. Síðar í skýrslutökunni vísaði Guðjón raunar til þess að það væri afar heimskulegt fyrir mann í hans stöðu, sem faðir ríkislögreglustjóra og vopnasali, að kaupa slíkar byssur. „Hversu gáfulegt heldur þú að það sé fyrir mig sem að, vopnasala og faðir ríkislögreglustjóra, að kaupa þrívíddaprent, þrívíddprentaða byssu og hafa hana hér eða hvar sem væri sem hún gæti fundist á mínum vegum. Hversu gáfulegt fyndist þér það vera? Þið eruð raunverulega að segja að ég sé fáviti. Það bara hlýtur að vera. Vegna þess að það dytti engum heilvita manni í hug að gera þetta. Bara það er bara útilokað. Ég sko, ég kaupi aldrei byssur nema ég viti hvaðan hún er komin og ég hef samt lent í vandræðum,“ er haft eftir Guðjóni í skýrslunni. Brást misvel við spurningum Nokkuð hefur verið fjallað um Guðjón að undanförnu eftir að fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV greindi frá því í síðustu viku að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Rannsókn lögreglu á málinu hefur verið gagnrýnd. Af lestri skýrslunnar að dæma mun Guðjón hafa brugðist misvel við spurningum lögreglu. Veitti hann lögreglu leyfi til að afrita tölvu og síma í hans eigu en spurði á að sama skapi fulltrúa hennar hvort þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans. Sagðist hann viss um að ef lögreglan vissi um tengslin hefðu hún aldrei mætt á heimili hans. „Já, nei, nei, ég er ekki að tala við vitlausan mann, það er alveg ljóst að ég er ekki að því en hvað þetta varðar, það getur vel verið, en sko þetta á ekki heima hér. Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað, nema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni. Það er eina sem ég get séð út úr þessu, því ég hef ekkert að fela og þið hafið fengið að skoða allt hér. Þið eruð reyndar ekki búnir að leita á mér,“ sagði Guðjón en af lestri skýrslunnar má dæma að lögreglan hafi fengið að skoða húsnæði Guðjóns bæði hátt og lágt. Lauk skýrslutökunni með því að Guðjón hafnaði öllu því sem borið hafði verið á hann. Rannsóknarlögreglumaður: „En er eitthvað frekar varðandi skýrsluna Guðjón svo ég geti slökkt á henni ef allt er komið?“ Guðjón: „Kjaftæði að öllu leyti“ Rannsóknarlögreglumaður:„Að öllu leyti?“ Guðjón: „Öllu leyti“ Lögreglumál Lögreglan Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Skotvopn Tengdar fréttir Sagður hafa verið yfirheyrður á heimili sínu í tveimur aðskildum málum Héraðssaksóknari segir að skýrsla hafi verið tekin af föður ríkislögreglustjóra, í tengslum við hryðjuverkamálið svokallaða, daginn áður en héraðssaksóknara var falin rannsókn málsins. 7. nóvember 2022 13:01 Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25 Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kom í skýrslutöku yfir Guðjóni á heimili hans í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli. Stundin greindi frá efni skýrslunnar í dag, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum. Fram hefur komið að nafn Guðjóns kom upp í skýrslutökum við rannsókn lögreglu. Var það ástæða þess að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, dóttir Guðjóns, sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í september vegna mögulegs vanhæfis. Við skýrslutökuna var framburður tveggja manna sem grunaðir eru um meinta skipulagningu hryðjuverka borinn undir Guðjón. Nánar tiltekið að hálfsjálfvirkt skotvopn, Colt-rifill, sem þeir höfðu í fórum sínum og sem lögregla haldlagði hefðu verið fengin frá Guðjóni. Einnig að Guðjón hefði keypt þrívíddarprentað skotvopn af einum þeirra. Guðjón neitaði þessu bæði ítrekað og staðfastlega við skýrslutökuna. Þvertók fyrir að hafa lánað Colt-riffil Skýrslan var tekin af Guðjóni á heimili hans þann 28. september síðastliðinn, um viku eftir að málið kom upp. Á sama tíma var einnig ráðist í húsleit þar sem á fjórða tug óskráðra skotvopna voru sögð hafa fundist. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, dóttir Guðjóns Valdimarssonar.Vísir/Vilhelm Fram kemur í skýrslunni að lögreglumaðurinn sem hafði umsjón með henni bar framburð þeirra sem lögregla handtók vegna gruns um meinta skipulagningu hryðjuverka, undir Guðjón. Þar eru þeir sagðir hafa haldið því fram við skýrslutökur að Guðjón hefði keypt þrívíddarprentaða byssu af einum þeirra fyrir fjögur hundruð þúsund krónur. Annar þeirra sagði að Colt-riffill sem fannst við húsleit vegna málsins væri í láni frá Guðjóni. Þessu þverneitaði Guðjón ítrekað í skýrslutökunni. „Aldrei lánað Colt riffil, aldrei, ekki hvaða kaliber sem er, aldrei lánað hann. Ég er með form hérna sem ég nota ef ég lána mönnum byssu og þeir mega eingöngu fá sem hafa tilskilin réttindi og kalíber í sama eða minna. Ég kann reglurnar,“ sagði Guðjón. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í september í tengslum við meint hryðjuverkamál.Vísir/Vilhelm Sagðist rannsóknarlögreglumaðurinn ekki efast um að Guðjón kynni reglurnar. „Já, þannig að ég hef aldrei lánað Colt-riffil, aldrei nokkurn tímann,“ ítrekaði Guðjón og bauðst skömmu síðar til að undirgangast lygapróf. „Já. Ef þú vilt þá skal ég fara í þarna ef þið hafið einhvers konar þarna lyga, lygapróf þá er það bara sjálfsagt. Ég hef aldrei gert þetta,“ er haft eftir Guðjóni í skýrslunni. Þar segir hann einnig að framburður mannanna væri lygi. Sagðist hann til að mynda ekki hafa lánað skotvopn í tíu eða tuttugu ár. Sagðist aðeins hafa séð þrívíddarprentuð skotvopn í sjónvarpinu Í skýrslutökunni sagðist Guðjón ekkert kannast við nöfn þeirra manna sem lögreglan handtók í aðgerðum sínum vegna málsins í september. Var borið undir Guðjón hvort að hann, líkt og framburður sem lögregla hafði fengið við rannsókn málsins, hafi keypt þrívíddarprentað skotvopn sem komið væri frá einum af þeim sem handtekinn var vegna málsins. „Ókei, já já, ég veit ekki hvað ég get sagt við þessu nema bara að þetta er ekki sagt. Ég hef aldrei átt þrívíddarprentað skotvopn. Ég hef aldrei séð það nema bara á myndum, í sjónvarpinu og aldrei handleikið það. Er þetta nógu skýrt?,“ spurði Guðjón rannsóknarlögreglumanninn sem svaraði játandi. Síðar í skýrslutökunni vísaði Guðjón raunar til þess að það væri afar heimskulegt fyrir mann í hans stöðu, sem faðir ríkislögreglustjóra og vopnasali, að kaupa slíkar byssur. „Hversu gáfulegt heldur þú að það sé fyrir mig sem að, vopnasala og faðir ríkislögreglustjóra, að kaupa þrívíddaprent, þrívíddprentaða byssu og hafa hana hér eða hvar sem væri sem hún gæti fundist á mínum vegum. Hversu gáfulegt fyndist þér það vera? Þið eruð raunverulega að segja að ég sé fáviti. Það bara hlýtur að vera. Vegna þess að það dytti engum heilvita manni í hug að gera þetta. Bara það er bara útilokað. Ég sko, ég kaupi aldrei byssur nema ég viti hvaðan hún er komin og ég hef samt lent í vandræðum,“ er haft eftir Guðjóni í skýrslunni. Brást misvel við spurningum Nokkuð hefur verið fjallað um Guðjón að undanförnu eftir að fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV greindi frá því í síðustu viku að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Rannsókn lögreglu á málinu hefur verið gagnrýnd. Af lestri skýrslunnar að dæma mun Guðjón hafa brugðist misvel við spurningum lögreglu. Veitti hann lögreglu leyfi til að afrita tölvu og síma í hans eigu en spurði á að sama skapi fulltrúa hennar hvort þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans. Sagðist hann viss um að ef lögreglan vissi um tengslin hefðu hún aldrei mætt á heimili hans. „Já, nei, nei, ég er ekki að tala við vitlausan mann, það er alveg ljóst að ég er ekki að því en hvað þetta varðar, það getur vel verið, en sko þetta á ekki heima hér. Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað, nema það sé bara einhver hefndarráðstöfun gagnvart dóttur minni. Það er eina sem ég get séð út úr þessu, því ég hef ekkert að fela og þið hafið fengið að skoða allt hér. Þið eruð reyndar ekki búnir að leita á mér,“ sagði Guðjón en af lestri skýrslunnar má dæma að lögreglan hafi fengið að skoða húsnæði Guðjóns bæði hátt og lágt. Lauk skýrslutökunni með því að Guðjón hafnaði öllu því sem borið hafði verið á hann. Rannsóknarlögreglumaður: „En er eitthvað frekar varðandi skýrsluna Guðjón svo ég geti slökkt á henni ef allt er komið?“ Guðjón: „Kjaftæði að öllu leyti“ Rannsóknarlögreglumaður:„Að öllu leyti?“ Guðjón: „Öllu leyti“
Lögreglumál Lögreglan Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Skotvopn Tengdar fréttir Sagður hafa verið yfirheyrður á heimili sínu í tveimur aðskildum málum Héraðssaksóknari segir að skýrsla hafi verið tekin af föður ríkislögreglustjóra, í tengslum við hryðjuverkamálið svokallaða, daginn áður en héraðssaksóknara var falin rannsókn málsins. 7. nóvember 2022 13:01 Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25 Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Sagður hafa verið yfirheyrður á heimili sínu í tveimur aðskildum málum Héraðssaksóknari segir að skýrsla hafi verið tekin af föður ríkislögreglustjóra, í tengslum við hryðjuverkamálið svokallaða, daginn áður en héraðssaksóknara var falin rannsókn málsins. 7. nóvember 2022 13:01
Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25
Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51