Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2022 14:08 Hríseyjarferjan Sævar við landfestar í Hrísey. Ferjan siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. Vísir/Atli Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í bókun hverfisráðs Hríseyjar frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að vetraráætlun nú geri ráð fyrir sex til átta ferðum daglega en sumaráætlun átta til tíu ferðum, samtals 2.840 ferðir á ári. „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum,“ segir í bókuninni. Úr Hrísey.Vísir/Vilhelm Vilja „+/-20%“ út úr útboðinu Hverfisráðið fer fram á að áætlunin muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur. Er farið fram á að réttur Vegagerðarinnar til að fjölga eða fækka ferðum tuttugu prósent samningstímanum verði tekið úr útboðinu. Hverfisráðið vill meina að ef fækka ætti ferðum enn frekar liggi fyrir að lítill sparnaður fælist í því að fella út ferðir um miðjan dag. „Ef stytta ætti viðveru áhafnar ferjunnar og taka út fyrstu ferð að morgni [klukkan sjö] eða síðustu ferð að kvöldi [klukkan 23] útilokar það möguleika marga íbúa að sækja atvinnu í land. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ „Starfsmenn í Garðabæ“ Í bókuninni er einnig fjallað um þátttöku Hríseyjar í Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, á árunum 2015 til 2019. „Fækkun ferjuferða gerir okkur mun erfiðara fyrir að vinna að uppbyggingu eyjarinnar og er óskiljanlegt ef starfsmenn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Garðabæ geta haft slíkt áhrif, þvert gegn fyrri velvilja ríkisins varðandi uppbyggingu í Hrísey,“ segir í bókuninni, þar sem vísað er til að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar eru nú í Suðurhrauni í Garðabæ. Hrísey er í Eyjafirði.Vísir/Egill Þá er einnig gagnrýnt að í útboðsgögnum sé ferjuáætlunin ekki skilgreind heldur skulu hún unnin af rekstraraðila og samþykkt af Vegagerðinni. Vill hverfisráðið meina að það sé fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða hvaða ferðir séu farnar. Sömuleiðis þá sé ekki tekið skýrt fram í gögnunum að heimahöfn ferjunnar skuli ávallt vera í Hrísey sem sé afar mikilvægt vegna sjúkraflutninga og viðbragðstíma að koma sjúklingum frá eynni. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar segir að samningstíminn nú sé þrjú ár og með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og skal tilboðum skilað rafrænt í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi. Hríseyjarferjan Sævar siglir milli Hríseyjar og Árskógssands, en Andey ehf er núverandi rekstraraðili ferjunnar. Málið var tekið fyrir fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar á fimmtudaginn. Fer bæjarráð þar sem tekið er undir bókun hverfisráðs Hríseyjar og er bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur falið að fylgja málinu eftir. Hrísey Akureyri Byggðamál Samgöngur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í bókun hverfisráðs Hríseyjar frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að vetraráætlun nú geri ráð fyrir sex til átta ferðum daglega en sumaráætlun átta til tíu ferðum, samtals 2.840 ferðir á ári. „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum,“ segir í bókuninni. Úr Hrísey.Vísir/Vilhelm Vilja „+/-20%“ út úr útboðinu Hverfisráðið fer fram á að áætlunin muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur. Er farið fram á að réttur Vegagerðarinnar til að fjölga eða fækka ferðum tuttugu prósent samningstímanum verði tekið úr útboðinu. Hverfisráðið vill meina að ef fækka ætti ferðum enn frekar liggi fyrir að lítill sparnaður fælist í því að fella út ferðir um miðjan dag. „Ef stytta ætti viðveru áhafnar ferjunnar og taka út fyrstu ferð að morgni [klukkan sjö] eða síðustu ferð að kvöldi [klukkan 23] útilokar það möguleika marga íbúa að sækja atvinnu í land. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ „Starfsmenn í Garðabæ“ Í bókuninni er einnig fjallað um þátttöku Hríseyjar í Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, á árunum 2015 til 2019. „Fækkun ferjuferða gerir okkur mun erfiðara fyrir að vinna að uppbyggingu eyjarinnar og er óskiljanlegt ef starfsmenn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Garðabæ geta haft slíkt áhrif, þvert gegn fyrri velvilja ríkisins varðandi uppbyggingu í Hrísey,“ segir í bókuninni, þar sem vísað er til að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar eru nú í Suðurhrauni í Garðabæ. Hrísey er í Eyjafirði.Vísir/Egill Þá er einnig gagnrýnt að í útboðsgögnum sé ferjuáætlunin ekki skilgreind heldur skulu hún unnin af rekstraraðila og samþykkt af Vegagerðinni. Vill hverfisráðið meina að það sé fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða hvaða ferðir séu farnar. Sömuleiðis þá sé ekki tekið skýrt fram í gögnunum að heimahöfn ferjunnar skuli ávallt vera í Hrísey sem sé afar mikilvægt vegna sjúkraflutninga og viðbragðstíma að koma sjúklingum frá eynni. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar segir að samningstíminn nú sé þrjú ár og með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og skal tilboðum skilað rafrænt í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi. Hríseyjarferjan Sævar siglir milli Hríseyjar og Árskógssands, en Andey ehf er núverandi rekstraraðili ferjunnar. Málið var tekið fyrir fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar á fimmtudaginn. Fer bæjarráð þar sem tekið er undir bókun hverfisráðs Hríseyjar og er bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur falið að fylgja málinu eftir.
Hrísey Akureyri Byggðamál Samgöngur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira