Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2022 14:08 Hríseyjarferjan Sævar við landfestar í Hrísey. Ferjan siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. Vísir/Atli Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í bókun hverfisráðs Hríseyjar frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að vetraráætlun nú geri ráð fyrir sex til átta ferðum daglega en sumaráætlun átta til tíu ferðum, samtals 2.840 ferðir á ári. „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum,“ segir í bókuninni. Úr Hrísey.Vísir/Vilhelm Vilja „+/-20%“ út úr útboðinu Hverfisráðið fer fram á að áætlunin muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur. Er farið fram á að réttur Vegagerðarinnar til að fjölga eða fækka ferðum tuttugu prósent samningstímanum verði tekið úr útboðinu. Hverfisráðið vill meina að ef fækka ætti ferðum enn frekar liggi fyrir að lítill sparnaður fælist í því að fella út ferðir um miðjan dag. „Ef stytta ætti viðveru áhafnar ferjunnar og taka út fyrstu ferð að morgni [klukkan sjö] eða síðustu ferð að kvöldi [klukkan 23] útilokar það möguleika marga íbúa að sækja atvinnu í land. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ „Starfsmenn í Garðabæ“ Í bókuninni er einnig fjallað um þátttöku Hríseyjar í Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, á árunum 2015 til 2019. „Fækkun ferjuferða gerir okkur mun erfiðara fyrir að vinna að uppbyggingu eyjarinnar og er óskiljanlegt ef starfsmenn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Garðabæ geta haft slíkt áhrif, þvert gegn fyrri velvilja ríkisins varðandi uppbyggingu í Hrísey,“ segir í bókuninni, þar sem vísað er til að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar eru nú í Suðurhrauni í Garðabæ. Hrísey er í Eyjafirði.Vísir/Egill Þá er einnig gagnrýnt að í útboðsgögnum sé ferjuáætlunin ekki skilgreind heldur skulu hún unnin af rekstraraðila og samþykkt af Vegagerðinni. Vill hverfisráðið meina að það sé fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða hvaða ferðir séu farnar. Sömuleiðis þá sé ekki tekið skýrt fram í gögnunum að heimahöfn ferjunnar skuli ávallt vera í Hrísey sem sé afar mikilvægt vegna sjúkraflutninga og viðbragðstíma að koma sjúklingum frá eynni. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar segir að samningstíminn nú sé þrjú ár og með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og skal tilboðum skilað rafrænt í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi. Hríseyjarferjan Sævar siglir milli Hríseyjar og Árskógssands, en Andey ehf er núverandi rekstraraðili ferjunnar. Málið var tekið fyrir fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar á fimmtudaginn. Fer bæjarráð þar sem tekið er undir bókun hverfisráðs Hríseyjar og er bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur falið að fylgja málinu eftir. Hrísey Akureyri Byggðamál Samgöngur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í bókun hverfisráðs Hríseyjar frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að vetraráætlun nú geri ráð fyrir sex til átta ferðum daglega en sumaráætlun átta til tíu ferðum, samtals 2.840 ferðir á ári. „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum,“ segir í bókuninni. Úr Hrísey.Vísir/Vilhelm Vilja „+/-20%“ út úr útboðinu Hverfisráðið fer fram á að áætlunin muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur. Er farið fram á að réttur Vegagerðarinnar til að fjölga eða fækka ferðum tuttugu prósent samningstímanum verði tekið úr útboðinu. Hverfisráðið vill meina að ef fækka ætti ferðum enn frekar liggi fyrir að lítill sparnaður fælist í því að fella út ferðir um miðjan dag. „Ef stytta ætti viðveru áhafnar ferjunnar og taka út fyrstu ferð að morgni [klukkan sjö] eða síðustu ferð að kvöldi [klukkan 23] útilokar það möguleika marga íbúa að sækja atvinnu í land. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ „Starfsmenn í Garðabæ“ Í bókuninni er einnig fjallað um þátttöku Hríseyjar í Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, á árunum 2015 til 2019. „Fækkun ferjuferða gerir okkur mun erfiðara fyrir að vinna að uppbyggingu eyjarinnar og er óskiljanlegt ef starfsmenn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Garðabæ geta haft slíkt áhrif, þvert gegn fyrri velvilja ríkisins varðandi uppbyggingu í Hrísey,“ segir í bókuninni, þar sem vísað er til að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar eru nú í Suðurhrauni í Garðabæ. Hrísey er í Eyjafirði.Vísir/Egill Þá er einnig gagnrýnt að í útboðsgögnum sé ferjuáætlunin ekki skilgreind heldur skulu hún unnin af rekstraraðila og samþykkt af Vegagerðinni. Vill hverfisráðið meina að það sé fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða hvaða ferðir séu farnar. Sömuleiðis þá sé ekki tekið skýrt fram í gögnunum að heimahöfn ferjunnar skuli ávallt vera í Hrísey sem sé afar mikilvægt vegna sjúkraflutninga og viðbragðstíma að koma sjúklingum frá eynni. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar segir að samningstíminn nú sé þrjú ár og með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og skal tilboðum skilað rafrænt í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi. Hríseyjarferjan Sævar siglir milli Hríseyjar og Árskógssands, en Andey ehf er núverandi rekstraraðili ferjunnar. Málið var tekið fyrir fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar á fimmtudaginn. Fer bæjarráð þar sem tekið er undir bókun hverfisráðs Hríseyjar og er bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur falið að fylgja málinu eftir.
Hrísey Akureyri Byggðamál Samgöngur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira