Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Snorri Másson skrifar 7. nóvember 2022 13:12 Helgi Valberg Jensson er yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. Ríkislögreglustjóri leitar enn 13 flóttamanna sem til stóð að senda úr landi síðasta miðvikudag, en fundust ekki við undirbúning brottflutningsins. Aðgerðin, þar sem fimmtán voru fluttir úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd og sú gagnrýni hefur meðal annars beinst beint að embætti ríkislögreglustjóra. „Umræðan er hörð og gagnrýnin er mikil. Við skiljum það. Þetta er eitt af erfiðustu verkefnum lögreglu. En ég held að umræðan þurfi að kjarna sig og kannski að fólk eigi að einblína á réttu atriðin eða það er okkar mat,“ segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Hvað myndi gerast ef einhver lögreglumaður myndi neita að fylgja þessum fyrirmælum frá hinu opinbera? „Allir opinberir starfsmenn, þeim ber að að sinna sínum störfum og verkefnum, þannig að ef fólk hafnar því þá getur það alveg verið refsivert eða varðað áminningu,“ segir Helgi Valberg. Ekki hefur komið til þess í þessu máli að lögreglumenn neiti að fylgja fyrirmælum. 41 lögreglumaður flaug með flóttamennina út til Grikklands og allir fóru þeir aftur heim til Íslands eftir verkefnið að sögn Helga. Helgi segir að það hafi sannast að lögregla þurfi að eiga bíl fyrir hjólastóla, hann vísar því á bug að stúlkurnar sem fjallað hefur verið um í fréttum hafi verið sóttar af lögreglu í skólann; þær hafi komið sjálfar í búsetuúrræði fjölskyldunnar. Þá staðfestir Helgi að það hafi ekki verið ríkislögreglustjóri sem gaf fyrirmæli um að Isavia hindraði störf fjölmiðla, það sé til rannsóknar hver gaf þau fyrirmæli. „Vil ekki kalla þetta flóttamannabúðir“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur tjáð áhuga sinn á lokuðum búðum fyrir hælisleitendur sem til stendur að senda úr landi. Helgi Valberg tekur undir að þörf sé á betri aðstöðu fyrir þennan hóp. „Ég vil nú ekki kalla þetta flóttamannabúðir og fólk má ekki rugla því saman. En það er náttúrulega alveg ljóst að ef fólk er ekki samvinnuþýtt og vill ekki láta flytja sig úr landi, sem er eðlilegt að fólk vilji ekki, þá höfum við, til þess að tryggja að fólk sé 100% á svæðinu þegar við erum að fara í flutninginn sjálfan, þá er eina úrræði okkar að setja fólk í gæsluvarðhald eða handtaka og fara með í fangaklefa. Það þarf að mínu mati að endurskoða og hérna þarf að koma upp aðstöðu þegar við erum í svona aðstæðum,“ segir Helgi Valberg. Helgi bætir því við búðirnar, sem mætti kalla „úrræði vegna undirbúnings á brottflutningi“, væru til þess fallnar að fólkið væri rólegra og að því liði betur meðan á ferlinu stendur. Lögreglan Lögreglumál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri leitar enn 13 flóttamanna sem til stóð að senda úr landi síðasta miðvikudag, en fundust ekki við undirbúning brottflutningsins. Aðgerðin, þar sem fimmtán voru fluttir úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd og sú gagnrýni hefur meðal annars beinst beint að embætti ríkislögreglustjóra. „Umræðan er hörð og gagnrýnin er mikil. Við skiljum það. Þetta er eitt af erfiðustu verkefnum lögreglu. En ég held að umræðan þurfi að kjarna sig og kannski að fólk eigi að einblína á réttu atriðin eða það er okkar mat,“ segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Hvað myndi gerast ef einhver lögreglumaður myndi neita að fylgja þessum fyrirmælum frá hinu opinbera? „Allir opinberir starfsmenn, þeim ber að að sinna sínum störfum og verkefnum, þannig að ef fólk hafnar því þá getur það alveg verið refsivert eða varðað áminningu,“ segir Helgi Valberg. Ekki hefur komið til þess í þessu máli að lögreglumenn neiti að fylgja fyrirmælum. 41 lögreglumaður flaug með flóttamennina út til Grikklands og allir fóru þeir aftur heim til Íslands eftir verkefnið að sögn Helga. Helgi segir að það hafi sannast að lögregla þurfi að eiga bíl fyrir hjólastóla, hann vísar því á bug að stúlkurnar sem fjallað hefur verið um í fréttum hafi verið sóttar af lögreglu í skólann; þær hafi komið sjálfar í búsetuúrræði fjölskyldunnar. Þá staðfestir Helgi að það hafi ekki verið ríkislögreglustjóri sem gaf fyrirmæli um að Isavia hindraði störf fjölmiðla, það sé til rannsóknar hver gaf þau fyrirmæli. „Vil ekki kalla þetta flóttamannabúðir“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur tjáð áhuga sinn á lokuðum búðum fyrir hælisleitendur sem til stendur að senda úr landi. Helgi Valberg tekur undir að þörf sé á betri aðstöðu fyrir þennan hóp. „Ég vil nú ekki kalla þetta flóttamannabúðir og fólk má ekki rugla því saman. En það er náttúrulega alveg ljóst að ef fólk er ekki samvinnuþýtt og vill ekki láta flytja sig úr landi, sem er eðlilegt að fólk vilji ekki, þá höfum við, til þess að tryggja að fólk sé 100% á svæðinu þegar við erum að fara í flutninginn sjálfan, þá er eina úrræði okkar að setja fólk í gæsluvarðhald eða handtaka og fara með í fangaklefa. Það þarf að mínu mati að endurskoða og hérna þarf að koma upp aðstöðu þegar við erum í svona aðstæðum,“ segir Helgi Valberg. Helgi bætir því við búðirnar, sem mætti kalla „úrræði vegna undirbúnings á brottflutningi“, væru til þess fallnar að fólkið væri rólegra og að því liði betur meðan á ferlinu stendur.
Lögreglan Lögreglumál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56