Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Snorri Másson skrifar 7. nóvember 2022 13:12 Helgi Valberg Jensson er yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. Ríkislögreglustjóri leitar enn 13 flóttamanna sem til stóð að senda úr landi síðasta miðvikudag, en fundust ekki við undirbúning brottflutningsins. Aðgerðin, þar sem fimmtán voru fluttir úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd og sú gagnrýni hefur meðal annars beinst beint að embætti ríkislögreglustjóra. „Umræðan er hörð og gagnrýnin er mikil. Við skiljum það. Þetta er eitt af erfiðustu verkefnum lögreglu. En ég held að umræðan þurfi að kjarna sig og kannski að fólk eigi að einblína á réttu atriðin eða það er okkar mat,“ segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Hvað myndi gerast ef einhver lögreglumaður myndi neita að fylgja þessum fyrirmælum frá hinu opinbera? „Allir opinberir starfsmenn, þeim ber að að sinna sínum störfum og verkefnum, þannig að ef fólk hafnar því þá getur það alveg verið refsivert eða varðað áminningu,“ segir Helgi Valberg. Ekki hefur komið til þess í þessu máli að lögreglumenn neiti að fylgja fyrirmælum. 41 lögreglumaður flaug með flóttamennina út til Grikklands og allir fóru þeir aftur heim til Íslands eftir verkefnið að sögn Helga. Helgi segir að það hafi sannast að lögregla þurfi að eiga bíl fyrir hjólastóla, hann vísar því á bug að stúlkurnar sem fjallað hefur verið um í fréttum hafi verið sóttar af lögreglu í skólann; þær hafi komið sjálfar í búsetuúrræði fjölskyldunnar. Þá staðfestir Helgi að það hafi ekki verið ríkislögreglustjóri sem gaf fyrirmæli um að Isavia hindraði störf fjölmiðla, það sé til rannsóknar hver gaf þau fyrirmæli. „Vil ekki kalla þetta flóttamannabúðir“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur tjáð áhuga sinn á lokuðum búðum fyrir hælisleitendur sem til stendur að senda úr landi. Helgi Valberg tekur undir að þörf sé á betri aðstöðu fyrir þennan hóp. „Ég vil nú ekki kalla þetta flóttamannabúðir og fólk má ekki rugla því saman. En það er náttúrulega alveg ljóst að ef fólk er ekki samvinnuþýtt og vill ekki láta flytja sig úr landi, sem er eðlilegt að fólk vilji ekki, þá höfum við, til þess að tryggja að fólk sé 100% á svæðinu þegar við erum að fara í flutninginn sjálfan, þá er eina úrræði okkar að setja fólk í gæsluvarðhald eða handtaka og fara með í fangaklefa. Það þarf að mínu mati að endurskoða og hérna þarf að koma upp aðstöðu þegar við erum í svona aðstæðum,“ segir Helgi Valberg. Helgi bætir því við búðirnar, sem mætti kalla „úrræði vegna undirbúnings á brottflutningi“, væru til þess fallnar að fólkið væri rólegra og að því liði betur meðan á ferlinu stendur. Lögreglan Lögreglumál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ríkislögreglustjóri leitar enn 13 flóttamanna sem til stóð að senda úr landi síðasta miðvikudag, en fundust ekki við undirbúning brottflutningsins. Aðgerðin, þar sem fimmtán voru fluttir úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd og sú gagnrýni hefur meðal annars beinst beint að embætti ríkislögreglustjóra. „Umræðan er hörð og gagnrýnin er mikil. Við skiljum það. Þetta er eitt af erfiðustu verkefnum lögreglu. En ég held að umræðan þurfi að kjarna sig og kannski að fólk eigi að einblína á réttu atriðin eða það er okkar mat,“ segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Hvað myndi gerast ef einhver lögreglumaður myndi neita að fylgja þessum fyrirmælum frá hinu opinbera? „Allir opinberir starfsmenn, þeim ber að að sinna sínum störfum og verkefnum, þannig að ef fólk hafnar því þá getur það alveg verið refsivert eða varðað áminningu,“ segir Helgi Valberg. Ekki hefur komið til þess í þessu máli að lögreglumenn neiti að fylgja fyrirmælum. 41 lögreglumaður flaug með flóttamennina út til Grikklands og allir fóru þeir aftur heim til Íslands eftir verkefnið að sögn Helga. Helgi segir að það hafi sannast að lögregla þurfi að eiga bíl fyrir hjólastóla, hann vísar því á bug að stúlkurnar sem fjallað hefur verið um í fréttum hafi verið sóttar af lögreglu í skólann; þær hafi komið sjálfar í búsetuúrræði fjölskyldunnar. Þá staðfestir Helgi að það hafi ekki verið ríkislögreglustjóri sem gaf fyrirmæli um að Isavia hindraði störf fjölmiðla, það sé til rannsóknar hver gaf þau fyrirmæli. „Vil ekki kalla þetta flóttamannabúðir“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur tjáð áhuga sinn á lokuðum búðum fyrir hælisleitendur sem til stendur að senda úr landi. Helgi Valberg tekur undir að þörf sé á betri aðstöðu fyrir þennan hóp. „Ég vil nú ekki kalla þetta flóttamannabúðir og fólk má ekki rugla því saman. En það er náttúrulega alveg ljóst að ef fólk er ekki samvinnuþýtt og vill ekki láta flytja sig úr landi, sem er eðlilegt að fólk vilji ekki, þá höfum við, til þess að tryggja að fólk sé 100% á svæðinu þegar við erum að fara í flutninginn sjálfan, þá er eina úrræði okkar að setja fólk í gæsluvarðhald eða handtaka og fara með í fangaklefa. Það þarf að mínu mati að endurskoða og hérna þarf að koma upp aðstöðu þegar við erum í svona aðstæðum,“ segir Helgi Valberg. Helgi bætir því við búðirnar, sem mætti kalla „úrræði vegna undirbúnings á brottflutningi“, væru til þess fallnar að fólkið væri rólegra og að því liði betur meðan á ferlinu stendur.
Lögreglan Lögreglumál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?