Er barnið mitt gerandi í einelti? Sindri Viborg skrifar 7. nóvember 2022 07:31 Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar