Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 20:00 Sigrún Ásta Gunnarsdóttir, vinkona þeirra Yasameen og Zahra Hussein. Skjáskot Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag. Það var baráttuandi og talsverð reiði í þeim nokkur hundruð manns sem voru saman komin á Austurvelli í dag. Mörgum var heitt í hamsi og púað var á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórn hennar. Þetta eru önnur mótmælin sem haldin eru eftir að fimmtán hælisleitendur voru fluttir til Grikklands í skjóli nætur á miðvikudag. „Þjóðin ætti að vera hér öll. Þetta er svívirða að það sé ekki búið að taka þannig á þessum málum þannig að þetta gerist aftur. Og þetta gerist iðulega. Við erum búin að fá okkur fullsödd af þessu. Bara, hættið þessu!“ sagði Þorsteinn Magnússon, mótmælandi, í samtali við fréttastofu á Austurvelli í dag. „Ég þekki persónulega fólk sem átti að vísa úr landi fyrir tíu árum, og lengra, og eru frábærir þegnar í dag. Af hverju má ekki gefa þessu fólki séns?“ spurði annar mótmælandi, Ágústa Harðardóttir. Eina í stöðunni að sækja manninn Mál írösku systkinanna Hussein, Yasameen og Zöhru Hussein, og fjölskyldu þeirra var í forgrunni. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, efast um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið virtur í máli Husseins. „Og við bara skiljum þetta ekki. Í okkar huga er það eina sem hægt er að gera að sækja manninn. Svo það sé hægt að veita honum réttláta meðferð fyrir dómstólum,“ segir Anna Lára. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir vinkona systranna var á meðal þeirra sem hélt tilfinningaþrungna ræðu á mótmælunum í dag. Hún lýsir algjöru áfalli á fimmtudagsmorgun þegar hún frétti af brottvísuninni. „Ég fór bara í algjört „panic“, öskrandi. Og brunaði upp í skóla. Mjög þakklát að hafa ekki lent í bílslysi,“ segir Sigrún, sem hefur verið í stopulu sambandi við vinkonur sínar í Grikklandi nú yfir helgina. „Það er bara allt ömurlegt, þær eru bara meiddar eftir handjárnin. Þær bara geta ekki lifað svona lífi.“ Ertu vongóð um að geta eitthvað hjálpað þeim? „Ég hef trú. Ég get ekki lifað án trúr,“ segir Sigrún. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Það var baráttuandi og talsverð reiði í þeim nokkur hundruð manns sem voru saman komin á Austurvelli í dag. Mörgum var heitt í hamsi og púað var á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórn hennar. Þetta eru önnur mótmælin sem haldin eru eftir að fimmtán hælisleitendur voru fluttir til Grikklands í skjóli nætur á miðvikudag. „Þjóðin ætti að vera hér öll. Þetta er svívirða að það sé ekki búið að taka þannig á þessum málum þannig að þetta gerist aftur. Og þetta gerist iðulega. Við erum búin að fá okkur fullsödd af þessu. Bara, hættið þessu!“ sagði Þorsteinn Magnússon, mótmælandi, í samtali við fréttastofu á Austurvelli í dag. „Ég þekki persónulega fólk sem átti að vísa úr landi fyrir tíu árum, og lengra, og eru frábærir þegnar í dag. Af hverju má ekki gefa þessu fólki séns?“ spurði annar mótmælandi, Ágústa Harðardóttir. Eina í stöðunni að sækja manninn Mál írösku systkinanna Hussein, Yasameen og Zöhru Hussein, og fjölskyldu þeirra var í forgrunni. Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, efast um að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið virtur í máli Husseins. „Og við bara skiljum þetta ekki. Í okkar huga er það eina sem hægt er að gera að sækja manninn. Svo það sé hægt að veita honum réttláta meðferð fyrir dómstólum,“ segir Anna Lára. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir vinkona systranna var á meðal þeirra sem hélt tilfinningaþrungna ræðu á mótmælunum í dag. Hún lýsir algjöru áfalli á fimmtudagsmorgun þegar hún frétti af brottvísuninni. „Ég fór bara í algjört „panic“, öskrandi. Og brunaði upp í skóla. Mjög þakklát að hafa ekki lent í bílslysi,“ segir Sigrún, sem hefur verið í stopulu sambandi við vinkonur sínar í Grikklandi nú yfir helgina. „Það er bara allt ömurlegt, þær eru bara meiddar eftir handjárnin. Þær bara geta ekki lifað svona lífi.“ Ertu vongóð um að geta eitthvað hjálpað þeim? „Ég hef trú. Ég get ekki lifað án trúr,“ segir Sigrún.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20
Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. 6. nóvember 2022 08:14
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33