Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. nóvember 2022 16:00 Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð. Carsten Koall/Getty Images Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024. Þýskaland Kannabis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira