Ríkið sýknað á ný af milljónakröfu Sigurðar G. Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 22:19 Sigurður taldi að bæði ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri hafi virt skýringar hans á ráðstöfun söluandvirðis einkahlutafélagsins Dýrfisks ehf. að vettugi án viðhlítandi rannsóknar málsins. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið á ný í lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öðru leyti en um málskostnað og féll hann niður á báðum dómstigum. Sigurður hefur verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISA skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá kemur einnig fram í dóminum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattyfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Málskostnaður féll niður Landsréttur fór yfir ítarlega yfir meðferð skattrannsóknarstjóra og taldi ekki sýnt fram á að ályktanir skattrannsóknarstjóra hafi verið óforsvaranlegar eða rangar um úttektir Sigurðar á fjármunum sem tilheyrðu félaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf. Honum hafi verið gefið færi á að andmæla, eða leggja fram gögn sem til þess voru fallin að styðja andmælin. Sigurður andmælti og lagði fram gögn. Landsréttur taldi hins vegar ekki að gögnin hafi stutt staðhæfingar hans með þeim hætti að skattrannsóknarstjóra hafi borið að afla frekari gagna samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaðan væri því sú að aðrar mótbárur og skýringar Sigurðar fyrir skattyfirvöldum hafi ekki kallað á frekari rannsókn eða gagnaöflun af þeirra hálfu. Gögn málsins bæru ekki annað með sér en að ríkisskattstjóri hafi tekið sjálfstæða afstöðu til atvika að fenginni niðurstöðu skattrannsóknarstjóra. Þar af leiðandi var ekki talinn að annmarki hafi verið á rannsókn skattyfirvalda sem leitt gæti til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Var íslenska ríkið því sýknað í Landsrétti. Málskostnaður féll þó niður á báðum dómstigum en í héraðsdómi hafði Sigurður verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Sigurður hefur verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISA skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá kemur einnig fram í dóminum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattyfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Málskostnaður féll niður Landsréttur fór yfir ítarlega yfir meðferð skattrannsóknarstjóra og taldi ekki sýnt fram á að ályktanir skattrannsóknarstjóra hafi verið óforsvaranlegar eða rangar um úttektir Sigurðar á fjármunum sem tilheyrðu félaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf. Honum hafi verið gefið færi á að andmæla, eða leggja fram gögn sem til þess voru fallin að styðja andmælin. Sigurður andmælti og lagði fram gögn. Landsréttur taldi hins vegar ekki að gögnin hafi stutt staðhæfingar hans með þeim hætti að skattrannsóknarstjóra hafi borið að afla frekari gagna samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaðan væri því sú að aðrar mótbárur og skýringar Sigurðar fyrir skattyfirvöldum hafi ekki kallað á frekari rannsókn eða gagnaöflun af þeirra hálfu. Gögn málsins bæru ekki annað með sér en að ríkisskattstjóri hafi tekið sjálfstæða afstöðu til atvika að fenginni niðurstöðu skattrannsóknarstjóra. Þar af leiðandi var ekki talinn að annmarki hafi verið á rannsókn skattyfirvalda sem leitt gæti til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Var íslenska ríkið því sýknað í Landsrétti. Málskostnaður féll þó niður á báðum dómstigum en í héraðsdómi hafði Sigurður verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira