Villikettir vilja lóð án endurgjalds: Segjast hafa sparað Hafnarfjarðarbæ tugi milljóna Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2022 14:33 Villikettir vilja reisa húsnæði við Kaplaskeið, í hesthúsahverfinu við Kaldárselsveg í útjaðri Hafnarfjarðar. Myndin er úr safni. Getty Sjálfboðaliðasamtökin Villikettir hafa óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær úthluti lóð við Kaplaskeið án endurgjalds þar sem samtökin gætu reist húsnæði til að sinna villi- og vergangsköttum. Formaður segir í bréfi til sveitarstjórnar að samkvæmt útreikningum hafi samtökin með vinnu sinni sennilega sparað bæjarfélaginu milli 70 og 80 milljónum króna á síðustu átta árum. Beiðni Villikatta var lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar í gær. Í fundargerð segir ekkert um afstöðu bæjarstjórnarfulltrúa til hennar, en að bæjarráð hafi óskað eftir nánari kynningu á starfsemi samtakanna. Kaplaskeið er lítil gata við hesthúsahverfi við Kaldárselsveg. Hafnfirðingar virkir í starfinu Í bréfi Arndísar Bjargar Sigurgeirsdóttur, formanns Villikatta, segir að vonir félagsins standi til þess að Hafnarfjarðarbær láti félaginu slíka lóð í té án endurgjalds og sömuleiðis án þess að innheimt verði gatnagerðargjöld eða önnur gjöld. „Samtökin hafa átt gæfuríkt og gott samstarf við bæinn og bæjarbúa síðastliðin átta ár. Margir af okkar sjálfboðaliðum eru einmitt Hafnfirðingar og öflugasti hluti okkar starfs er einmitt í Hafnarfirði. Bón okkar kann að virðast djörf við fyrstu sýn en er, ef betur er gáð, sanngjörn og skiljanleg í ljósi þess að samræmt útreikningum samtakanna hafa þau sennilega sparað bæjarfélaginu 70-80 milljónir króna á þeim átta árum sem þau hafa starfað í sveitarfélaginu,“ segir í bréfi Arndísar. Á þriðja þúsund katta Arndís segir að á síðustu átta árum hafi 2.139 kettir farið í gegnum samtökin. Sjálfboðaliðar samtakanna hafi komið köttunum til dýralækna sem geldi þá, ormahreinsi, læknisskoði, geri að sárum þeirra og veiti þeim aðra nauðsynlega læknisþjónustu. „Einnig hafa sjálfboðaliðarnir tekið þessa sömu ketti í fóstur á meðan þeir jafna sig og svo annað hvort skilað þeim á sama stað ef um villikisur er að ræða eða komið þeim á heimili. Um er að ræða villiketti og vergangskisur sem hafa týnst, verið yfirgefnar af eigendum eða heimiliskettir hverra eigendur hafa látist, farið á elliheimili eða aðstæður þannig að eigendur geta ekki haft kettina lengur.“ Ríkar skyldur sveitarfélaga Í bréfinu rekur Arndís sömuleiðis skyldur og þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga þegar kemur að týndum og slösuðum dýrum, burtséð frá því hvort um ræði gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. „Það er skylda sveitarfélaga að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds og taka við dýrum í erfiðum aðstæðum sem hefur verið svo að segja alveg á okkar höndum síðastliðin átta ár. Samtökin hafa komið ótal týndum kisum heim til sín aftur. Við erum þegar komin með 300 fermetra stálgrindarhús sem bíður þess að geta þjónað kisum sem þessum.“ Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Vilja sameina starfsemina á einn stað Í bréfinu segir ennfremur að Hafnfirðingar hafi sýnt villiköttum einstakt atlæti í gegnum tíðina; nært þá, veitt þeim skjól og bæli, sem hafi haldið í þeim lífi öll þessi ár. „Hafnarfjarðarbær getur verið stoltur frumkvöðull í að styðja við samtökin Villiketti og að leyfa þessum köttum að lifa áfram í sínu umhverfi í samræmi við sitt náttúrulega atgervi, í stað þess að aflífa þá eins og mörg sveitarfélög gera ennþá. Fyrir þetta einstaka framtak kunnum við bænum miklar þakkir. Fari svo, að sveitarfélagið taki vel í þessa bón okkar um lóð væri það draumastaða fyrir samtökin að geta haft allt eftirfarandi á sama stað: lager og geymslu, sóttkví, herbergi fyrir lausa ketti og ketti í heimilisleit, aðstöðu fyrir dýralækni til að skoða þà, aðstöðu fyrir kettlinga og þvottahús,“ segir Arndís. Hafnarfjörður Kettir Dýr Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Beiðni Villikatta var lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar í gær. Í fundargerð segir ekkert um afstöðu bæjarstjórnarfulltrúa til hennar, en að bæjarráð hafi óskað eftir nánari kynningu á starfsemi samtakanna. Kaplaskeið er lítil gata við hesthúsahverfi við Kaldárselsveg. Hafnfirðingar virkir í starfinu Í bréfi Arndísar Bjargar Sigurgeirsdóttur, formanns Villikatta, segir að vonir félagsins standi til þess að Hafnarfjarðarbær láti félaginu slíka lóð í té án endurgjalds og sömuleiðis án þess að innheimt verði gatnagerðargjöld eða önnur gjöld. „Samtökin hafa átt gæfuríkt og gott samstarf við bæinn og bæjarbúa síðastliðin átta ár. Margir af okkar sjálfboðaliðum eru einmitt Hafnfirðingar og öflugasti hluti okkar starfs er einmitt í Hafnarfirði. Bón okkar kann að virðast djörf við fyrstu sýn en er, ef betur er gáð, sanngjörn og skiljanleg í ljósi þess að samræmt útreikningum samtakanna hafa þau sennilega sparað bæjarfélaginu 70-80 milljónir króna á þeim átta árum sem þau hafa starfað í sveitarfélaginu,“ segir í bréfi Arndísar. Á þriðja þúsund katta Arndís segir að á síðustu átta árum hafi 2.139 kettir farið í gegnum samtökin. Sjálfboðaliðar samtakanna hafi komið köttunum til dýralækna sem geldi þá, ormahreinsi, læknisskoði, geri að sárum þeirra og veiti þeim aðra nauðsynlega læknisþjónustu. „Einnig hafa sjálfboðaliðarnir tekið þessa sömu ketti í fóstur á meðan þeir jafna sig og svo annað hvort skilað þeim á sama stað ef um villikisur er að ræða eða komið þeim á heimili. Um er að ræða villiketti og vergangskisur sem hafa týnst, verið yfirgefnar af eigendum eða heimiliskettir hverra eigendur hafa látist, farið á elliheimili eða aðstæður þannig að eigendur geta ekki haft kettina lengur.“ Ríkar skyldur sveitarfélaga Í bréfinu rekur Arndís sömuleiðis skyldur og þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga þegar kemur að týndum og slösuðum dýrum, burtséð frá því hvort um ræði gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. „Það er skylda sveitarfélaga að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds og taka við dýrum í erfiðum aðstæðum sem hefur verið svo að segja alveg á okkar höndum síðastliðin átta ár. Samtökin hafa komið ótal týndum kisum heim til sín aftur. Við erum þegar komin með 300 fermetra stálgrindarhús sem bíður þess að geta þjónað kisum sem þessum.“ Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Vilja sameina starfsemina á einn stað Í bréfinu segir ennfremur að Hafnfirðingar hafi sýnt villiköttum einstakt atlæti í gegnum tíðina; nært þá, veitt þeim skjól og bæli, sem hafi haldið í þeim lífi öll þessi ár. „Hafnarfjarðarbær getur verið stoltur frumkvöðull í að styðja við samtökin Villiketti og að leyfa þessum köttum að lifa áfram í sínu umhverfi í samræmi við sitt náttúrulega atgervi, í stað þess að aflífa þá eins og mörg sveitarfélög gera ennþá. Fyrir þetta einstaka framtak kunnum við bænum miklar þakkir. Fari svo, að sveitarfélagið taki vel í þessa bón okkar um lóð væri það draumastaða fyrir samtökin að geta haft allt eftirfarandi á sama stað: lager og geymslu, sóttkví, herbergi fyrir lausa ketti og ketti í heimilisleit, aðstöðu fyrir dýralækni til að skoða þà, aðstöðu fyrir kettlinga og þvottahús,“ segir Arndís.
Hafnarfjörður Kettir Dýr Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira