„Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 08:00 Margrét Lára fagnar einu þeirra 79 marka sem hún skoraði fyrir íslenska A-landsliðið. Mynd/Daníel „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira