Miklar skemmdir unnar á leikskólanum Funaborg: „Þetta er eiginlega bara ónýtt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 14:01 Börnin á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi virða fyrir sér skemmdir sem unnar hafa verið á leikskólanum þeirra undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Miklar skemmdir hafa verið unnar síðustu vikur á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi. Í október var kveikt í ruslagámi sem hafði miklar afleiðingar á starf skólans. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og eru skemmdirnar að öllum líkindum varanlegar. Leikskólastýra segist ráðalaus. Í byrjun október var kveikt í ruslagámi við leikskólann með þeim afleiðingum að rúða sprakk og mikill reykur komst inn í húsið. Þetta gerðist aðfaranótt föstudags og var leikskólinn lokaður daginn eftir. Einnig var lokað á mánudeginum eftir þar sem starfsdagur var færður til vegna málsins. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og ljóst að tjónið er mikið. „Þetta er splunkunýtt hús,“ segir Agnes Jónsdóttir, leikskólastýra Funaborgar. „Við opnuðum þessa deild í febrúar. Húsið er ofboðslega fallegt með hráum við utan á. Spreyið fer svo langt inn í viðinn að það er ekki hægt að þrífa það af, ekki hægt að pússa í burtu. Við höfum heyrt að það eina sem hægt er að gera sé að mála upp á nýtt sem við viljum alls ekki. Þetta er eiginlega bara ónýtt.“ „Það hlupu allir upp til handa og fóta“ Agnes segir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklir fjármunir og mannafli fari í útköll og lagfæringar vegna slíkra mála. „Daginn eftir brunann var kallað út þrjátíu manna hreinsunarlið, tryggingar mættu á svæðið og starfsmenn frá skóla-og frístundarsviði Reykjavíkurborgar. Viðgerðarhópur mætti á svæðið til að laga húsið að utan og innan,“ segir hún. Ljóst er að tjónið er mikið.Vísir/Vilhelm „Það þurfti að kalla til málara, pípara, rafvirkja og fleiri. Það þurfti að þrífa hvern einasta sentimetra og vorum fyrst núna, mánuði seinna, að fá dót úr hreinsun. Við þurftum að innsigla þrjú svæði í heila viku og endurskipuleggja alla starfsemina.“ Agnes tekur fram að skóla- og frístundaráð borgarinnar hafi brugðist mjög vel við. „Batteríið sem fór í gang morguninn eftir brunann var stórkostlegt. Það hlupu allir upp til handa og fóta.“ Öllum brugðið vegna málsins Þá segir Agnes foreldra hafa sýnt mikinn skilning en þeim sé brugðið vegna málsins. „Foreldrarnir hafa verið dásamlegir, en það eru allir sjokkeraðir yfir þessu. Börnin líka, þau vita af þessu og tala mikið um þetta. Þau ræða mikið um veggjakrotið líka, enda erum við alltaf með það fyrir augum.“ Enn má sjá ummerki eftir íkveikju við leikskólann í byrjun október.Vísir/Vilhelm Enginn er grunaður um skemmdarverkin. Agnes telur þó víst að ekki sé um börn að ræða. „Það var kveikt í klukkan hálf tvö um nótt. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki er um nein smábörn að ræða.“ Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Í byrjun október var kveikt í ruslagámi við leikskólann með þeim afleiðingum að rúða sprakk og mikill reykur komst inn í húsið. Þetta gerðist aðfaranótt föstudags og var leikskólinn lokaður daginn eftir. Einnig var lokað á mánudeginum eftir þar sem starfsdagur var færður til vegna málsins. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og ljóst að tjónið er mikið. „Þetta er splunkunýtt hús,“ segir Agnes Jónsdóttir, leikskólastýra Funaborgar. „Við opnuðum þessa deild í febrúar. Húsið er ofboðslega fallegt með hráum við utan á. Spreyið fer svo langt inn í viðinn að það er ekki hægt að þrífa það af, ekki hægt að pússa í burtu. Við höfum heyrt að það eina sem hægt er að gera sé að mála upp á nýtt sem við viljum alls ekki. Þetta er eiginlega bara ónýtt.“ „Það hlupu allir upp til handa og fóta“ Agnes segir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklir fjármunir og mannafli fari í útköll og lagfæringar vegna slíkra mála. „Daginn eftir brunann var kallað út þrjátíu manna hreinsunarlið, tryggingar mættu á svæðið og starfsmenn frá skóla-og frístundarsviði Reykjavíkurborgar. Viðgerðarhópur mætti á svæðið til að laga húsið að utan og innan,“ segir hún. Ljóst er að tjónið er mikið.Vísir/Vilhelm „Það þurfti að kalla til málara, pípara, rafvirkja og fleiri. Það þurfti að þrífa hvern einasta sentimetra og vorum fyrst núna, mánuði seinna, að fá dót úr hreinsun. Við þurftum að innsigla þrjú svæði í heila viku og endurskipuleggja alla starfsemina.“ Agnes tekur fram að skóla- og frístundaráð borgarinnar hafi brugðist mjög vel við. „Batteríið sem fór í gang morguninn eftir brunann var stórkostlegt. Það hlupu allir upp til handa og fóta.“ Öllum brugðið vegna málsins Þá segir Agnes foreldra hafa sýnt mikinn skilning en þeim sé brugðið vegna málsins. „Foreldrarnir hafa verið dásamlegir, en það eru allir sjokkeraðir yfir þessu. Börnin líka, þau vita af þessu og tala mikið um þetta. Þau ræða mikið um veggjakrotið líka, enda erum við alltaf með það fyrir augum.“ Enn má sjá ummerki eftir íkveikju við leikskólann í byrjun október.Vísir/Vilhelm Enginn er grunaður um skemmdarverkin. Agnes telur þó víst að ekki sé um börn að ræða. „Það var kveikt í klukkan hálf tvö um nótt. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki er um nein smábörn að ræða.“
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira