Miklar skemmdir unnar á leikskólanum Funaborg: „Þetta er eiginlega bara ónýtt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 14:01 Börnin á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi virða fyrir sér skemmdir sem unnar hafa verið á leikskólanum þeirra undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Miklar skemmdir hafa verið unnar síðustu vikur á leikskólanum Funaborg í Grafarvogi. Í október var kveikt í ruslagámi sem hafði miklar afleiðingar á starf skólans. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og eru skemmdirnar að öllum líkindum varanlegar. Leikskólastýra segist ráðalaus. Í byrjun október var kveikt í ruslagámi við leikskólann með þeim afleiðingum að rúða sprakk og mikill reykur komst inn í húsið. Þetta gerðist aðfaranótt föstudags og var leikskólinn lokaður daginn eftir. Einnig var lokað á mánudeginum eftir þar sem starfsdagur var færður til vegna málsins. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og ljóst að tjónið er mikið. „Þetta er splunkunýtt hús,“ segir Agnes Jónsdóttir, leikskólastýra Funaborgar. „Við opnuðum þessa deild í febrúar. Húsið er ofboðslega fallegt með hráum við utan á. Spreyið fer svo langt inn í viðinn að það er ekki hægt að þrífa það af, ekki hægt að pússa í burtu. Við höfum heyrt að það eina sem hægt er að gera sé að mála upp á nýtt sem við viljum alls ekki. Þetta er eiginlega bara ónýtt.“ „Það hlupu allir upp til handa og fóta“ Agnes segir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklir fjármunir og mannafli fari í útköll og lagfæringar vegna slíkra mála. „Daginn eftir brunann var kallað út þrjátíu manna hreinsunarlið, tryggingar mættu á svæðið og starfsmenn frá skóla-og frístundarsviði Reykjavíkurborgar. Viðgerðarhópur mætti á svæðið til að laga húsið að utan og innan,“ segir hún. Ljóst er að tjónið er mikið.Vísir/Vilhelm „Það þurfti að kalla til málara, pípara, rafvirkja og fleiri. Það þurfti að þrífa hvern einasta sentimetra og vorum fyrst núna, mánuði seinna, að fá dót úr hreinsun. Við þurftum að innsigla þrjú svæði í heila viku og endurskipuleggja alla starfsemina.“ Agnes tekur fram að skóla- og frístundaráð borgarinnar hafi brugðist mjög vel við. „Batteríið sem fór í gang morguninn eftir brunann var stórkostlegt. Það hlupu allir upp til handa og fóta.“ Öllum brugðið vegna málsins Þá segir Agnes foreldra hafa sýnt mikinn skilning en þeim sé brugðið vegna málsins. „Foreldrarnir hafa verið dásamlegir, en það eru allir sjokkeraðir yfir þessu. Börnin líka, þau vita af þessu og tala mikið um þetta. Þau ræða mikið um veggjakrotið líka, enda erum við alltaf með það fyrir augum.“ Enn má sjá ummerki eftir íkveikju við leikskólann í byrjun október.Vísir/Vilhelm Enginn er grunaður um skemmdarverkin. Agnes telur þó víst að ekki sé um börn að ræða. „Það var kveikt í klukkan hálf tvö um nótt. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki er um nein smábörn að ræða.“ Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Í byrjun október var kveikt í ruslagámi við leikskólann með þeim afleiðingum að rúða sprakk og mikill reykur komst inn í húsið. Þetta gerðist aðfaranótt föstudags og var leikskólinn lokaður daginn eftir. Einnig var lokað á mánudeginum eftir þar sem starfsdagur var færður til vegna málsins. Um síðustu helgi var nýlegt skógarhús spreyjað að utan og ljóst að tjónið er mikið. „Þetta er splunkunýtt hús,“ segir Agnes Jónsdóttir, leikskólastýra Funaborgar. „Við opnuðum þessa deild í febrúar. Húsið er ofboðslega fallegt með hráum við utan á. Spreyið fer svo langt inn í viðinn að það er ekki hægt að þrífa það af, ekki hægt að pússa í burtu. Við höfum heyrt að það eina sem hægt er að gera sé að mála upp á nýtt sem við viljum alls ekki. Þetta er eiginlega bara ónýtt.“ „Það hlupu allir upp til handa og fóta“ Agnes segir mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um hversu miklir fjármunir og mannafli fari í útköll og lagfæringar vegna slíkra mála. „Daginn eftir brunann var kallað út þrjátíu manna hreinsunarlið, tryggingar mættu á svæðið og starfsmenn frá skóla-og frístundarsviði Reykjavíkurborgar. Viðgerðarhópur mætti á svæðið til að laga húsið að utan og innan,“ segir hún. Ljóst er að tjónið er mikið.Vísir/Vilhelm „Það þurfti að kalla til málara, pípara, rafvirkja og fleiri. Það þurfti að þrífa hvern einasta sentimetra og vorum fyrst núna, mánuði seinna, að fá dót úr hreinsun. Við þurftum að innsigla þrjú svæði í heila viku og endurskipuleggja alla starfsemina.“ Agnes tekur fram að skóla- og frístundaráð borgarinnar hafi brugðist mjög vel við. „Batteríið sem fór í gang morguninn eftir brunann var stórkostlegt. Það hlupu allir upp til handa og fóta.“ Öllum brugðið vegna málsins Þá segir Agnes foreldra hafa sýnt mikinn skilning en þeim sé brugðið vegna málsins. „Foreldrarnir hafa verið dásamlegir, en það eru allir sjokkeraðir yfir þessu. Börnin líka, þau vita af þessu og tala mikið um þetta. Þau ræða mikið um veggjakrotið líka, enda erum við alltaf með það fyrir augum.“ Enn má sjá ummerki eftir íkveikju við leikskólann í byrjun október.Vísir/Vilhelm Enginn er grunaður um skemmdarverkin. Agnes telur þó víst að ekki sé um börn að ræða. „Það var kveikt í klukkan hálf tvö um nótt. Það er að minnsta kosti ljóst að ekki er um nein smábörn að ræða.“
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira