Er verið að hafa okkur að fíflum? Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 4. nóvember 2022 08:00 Í dag kynnir borgarstjórn Reykjavíkur fyrirætlanir sínar um svokallaða lífsgæðaborg. Á fundinum verður farið yfir þann fjölda íbúða sem eru í byggingu í Reykjavík og húsnæðsistefnuna almennt. Fullyrt er að aldrei hafi verið byggt eins mikið af íbúðum í Reykjavík. Það er hinsvegar ekki nema tvö ár síðan að aldrei höfðu verið eins fáar íbúðir í byggingu í Reykjavík fyrir utan árin eftir hrun. Fyrirsögn húsnæðisáætlunar Reykjavíkur er “Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði”. Dregið úr uppbyggingu á milli ára um sjötíu prósent. Á árunum 2019-2020 bættust aðeins 500 íbúðir við húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, eða einungis fimmtíu prósent af ársþörfinni. Árið áður, 2018 voru byggðar 1.740 íbúðir og því var dregið úr byggingamagni um rúmlega sjötíu prósent á milli ára. Það var gert vegna þess að offramboð á dýrum lúxusíbúð hafði myndast í miðbænum. Sú ákvörðun borgarstjórnar um að draga svo harkalega úr uppbyggingu kom þvert á varnaðarorð ríkisins og fjölmargra stofnana um ríkjandi húsnæðisskorts sem ríkir enn. Meira en í fyrra, en langt frá að vera nóg. Í fyrra voru 1.564 íbúðir fullkláraðar og á fyrstu 10 mánuðum árisins eru þær orðnar 674 talsins. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er talað um að allt að 26.000 íbúðir séu í farvatninu á hinum ýmsu skipulags- og byggingastigum. Þar er einnig mikið gert úr því að aldrei hafi verið byggt eins mikið í Reykjavík og nú. Það er rétt, en Reykjavík hefur heldur aldrei verið eins stór, hún stækkar og fólksfjölgun eykst. Það eitt kallar á aukna uppbyggingu og mælikvarðinn á árangur ætti að vera aðeins einn, þ.e. hvort yfirvöldum tekst að uppfylla skyldur sínar og útvega húsnæði fyrir alla íbúa sína. Fleiri íbúðir á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík. Það skortir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavík ber þar stærstu skyldurnar, sem langstærsta sveitarfélagið og sem höfuðborg landsins. Þá hjálpar það ekki að Reykjavík skuli ekki setja neinar hömlur á starfssemi skamtímaleiguíbúða í borginni, en þær eru fleiri í Reykjavík en víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Í Reykjavík eru t.d. 13 sinnum fleiri íbúðir á skammtímaleigumarkaði miðað við heildarfjölda íbúða en í Stokkhólmi og 150 sinnum fleiri en í Berlín. Fyrir hvern er verið að byggja? Samkvæmt Fasteignaskrá Þjóðskrár hafa verið byggðar 2.526 íbúðir á landinu í ár. Af þeim hafa færri en helmingur ratað til einstaklinga með eina íbúð. Meira en fimmtíu prósent íbúðanna því hafa endað í höndum fyrirtækja eða eignafólks sem á fasteignir fyrir. Það er mjög sérkennilegt að vera að básúna með stórkostleg áform í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis ef einungis minnihluti þess húsnæðis fer til einstaklinga sem eru að reyna að koma sér upp heimili en meirihlutinn fer til leigufélaga og eignafólks. Við vitum svo öll hvernig tilkoma leigufélaga og braskara hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir verðmyndun á leigumarkaði og húsnæðismarkaði almennt og haft stórskaðleg áhrif á samfélagið allt. Sagan af „Hagkvæmu húsnæði” sem er dýrara en annað. Árið 2014 voru áform um svokölluðu hagkvæm húsnæði fyrst kynnt af þáverandi meirihluta í Reykjavík. Það voru svokölluð Reykjavíkurhús, einföld og ódýr í uppbyggingu og áttu að verða einskonar nútímaútgáfa af verkamannabústöðunum. Árin 2017 og 2018 var verkefnið sett á laggirnar með hugmyndasamkeppni og í mars 2019 voru kynntar fjölmargar tillögur um “um ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Eitt þessara verkefni er verkefnið HOOS frá fyrirtæki sem heitir Frambúð. Fyrir fyrirtækinu fer Pétur Marteinsson fjárfestir. Verkefnið hefur hlotið brautargengi hjá borginni og í maí síðastliðnum var samþykkt í borgarráði að úthluta þeim lóð og veita þeim leyfi til að byggja 140 íbúðir í Skerjafirði. Samkvæmt erindi Frambúðar, sem var samþykkt þá eru föst fermetraverð á þessu hagkvæma húsnæði. Við skulum skoða þau og samhengi þeirra: Árið 2014 þegar fyrst var rætt um þessa tegund húsnæðis þá var fermetraverð á 60 fermetra íbúð í Reykavík 335.000 kr og lágmarkslaun í landinu voru um 223.000 kr/mán. Mánaðartekjur sérhæfðs starfsmanns í verslun, á taxtalaunum dugði því fyrir sextíu og sex prósent af fermetraverðinu. Í dag eru lágmarkslaun 368.000 kr og fermetraverð á 60 fermetra íbúð á markaði er 737.000 kr. Í dag duga lágmarkslaun fyrir um fjörutíu og níu prósent af fermetraverðinu. Það er því ljóst að það hefur dregið verulega á milli launa og markaðsverðs á húsnæði. En hvernig skyldi hátta til með hið hagkvæma húsnæði. Hugtakið “Hagkvæmni” þýðir samkvæmt orðabók Árna Magnússonar “fjárhagslegur ávinningur” og því skyldi maður ætla að hið “unga fólk og fyrstu kaupendur” fengu hlutdeild í þeim ávinningi. Ef hlutfall milli launa og fermetraverðs á markaði var sextíu og sex prósent árið 2014, skyldi maður líka ætla að launin dyggðu í stærra hlutfalli fyrir hinu hagkvæma húsnæði, að það væri að minnsta kosti á lægra verði en markaðsverðið. Það fermetraverð sem hinsvegar er útlistað í samþykkt borgarráðs fyrir 60 fermetra íbúð er 779.210 kr, eða sjö prósent hærra en núverandi markaðsverð. Núna duga mánaðarlaun þeirra lægst launuðu eingöngu fyrir fjörutíu og sjö prósent af fermetraverði “hagkvæms húsnæðis”, en árið 2014 dugði þau fyrir sextíu og sex prósent af markaðsverði. Borgarráð hefur þannig samþykkt tillögur um “Hagkvæmt húsnæði” sem hefur hækkað fjörutíu og tvö prósent umfram lægstu laun, þ.e. samþykkt verkefni með hærra fermetraverð en á frjálsum markaði, undir þeim formerkjum að það sé “ódýrt fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur”. Ég veit ekki hvað þið eruð að hugsa gott fólk, en ef þið hafið það á tilfinningunni að verið sé að reyna að hafa ykkur að fíflum með þessari framkvæmd og umsýslu meirihlutans í Reykjavík þá er það væntanlega einmitt þannig. Það hefur komið í ljós síðustu misseri, og ekki síst síðustu daga að það er lítið að marka áætlunagerð meirihlutans, og við höfum heldur ekki hugmynd um það fyrir hvern hann er að vinna. Höfundur er formaður sSamtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Í dag kynnir borgarstjórn Reykjavíkur fyrirætlanir sínar um svokallaða lífsgæðaborg. Á fundinum verður farið yfir þann fjölda íbúða sem eru í byggingu í Reykjavík og húsnæðsistefnuna almennt. Fullyrt er að aldrei hafi verið byggt eins mikið af íbúðum í Reykjavík. Það er hinsvegar ekki nema tvö ár síðan að aldrei höfðu verið eins fáar íbúðir í byggingu í Reykjavík fyrir utan árin eftir hrun. Fyrirsögn húsnæðisáætlunar Reykjavíkur er “Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði”. Dregið úr uppbyggingu á milli ára um sjötíu prósent. Á árunum 2019-2020 bættust aðeins 500 íbúðir við húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, eða einungis fimmtíu prósent af ársþörfinni. Árið áður, 2018 voru byggðar 1.740 íbúðir og því var dregið úr byggingamagni um rúmlega sjötíu prósent á milli ára. Það var gert vegna þess að offramboð á dýrum lúxusíbúð hafði myndast í miðbænum. Sú ákvörðun borgarstjórnar um að draga svo harkalega úr uppbyggingu kom þvert á varnaðarorð ríkisins og fjölmargra stofnana um ríkjandi húsnæðisskorts sem ríkir enn. Meira en í fyrra, en langt frá að vera nóg. Í fyrra voru 1.564 íbúðir fullkláraðar og á fyrstu 10 mánuðum árisins eru þær orðnar 674 talsins. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er talað um að allt að 26.000 íbúðir séu í farvatninu á hinum ýmsu skipulags- og byggingastigum. Þar er einnig mikið gert úr því að aldrei hafi verið byggt eins mikið í Reykjavík og nú. Það er rétt, en Reykjavík hefur heldur aldrei verið eins stór, hún stækkar og fólksfjölgun eykst. Það eitt kallar á aukna uppbyggingu og mælikvarðinn á árangur ætti að vera aðeins einn, þ.e. hvort yfirvöldum tekst að uppfylla skyldur sínar og útvega húsnæði fyrir alla íbúa sína. Fleiri íbúðir á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík. Það skortir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavík ber þar stærstu skyldurnar, sem langstærsta sveitarfélagið og sem höfuðborg landsins. Þá hjálpar það ekki að Reykjavík skuli ekki setja neinar hömlur á starfssemi skamtímaleiguíbúða í borginni, en þær eru fleiri í Reykjavík en víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Í Reykjavík eru t.d. 13 sinnum fleiri íbúðir á skammtímaleigumarkaði miðað við heildarfjölda íbúða en í Stokkhólmi og 150 sinnum fleiri en í Berlín. Fyrir hvern er verið að byggja? Samkvæmt Fasteignaskrá Þjóðskrár hafa verið byggðar 2.526 íbúðir á landinu í ár. Af þeim hafa færri en helmingur ratað til einstaklinga með eina íbúð. Meira en fimmtíu prósent íbúðanna því hafa endað í höndum fyrirtækja eða eignafólks sem á fasteignir fyrir. Það er mjög sérkennilegt að vera að básúna með stórkostleg áform í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis ef einungis minnihluti þess húsnæðis fer til einstaklinga sem eru að reyna að koma sér upp heimili en meirihlutinn fer til leigufélaga og eignafólks. Við vitum svo öll hvernig tilkoma leigufélaga og braskara hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir verðmyndun á leigumarkaði og húsnæðismarkaði almennt og haft stórskaðleg áhrif á samfélagið allt. Sagan af „Hagkvæmu húsnæði” sem er dýrara en annað. Árið 2014 voru áform um svokölluðu hagkvæm húsnæði fyrst kynnt af þáverandi meirihluta í Reykjavík. Það voru svokölluð Reykjavíkurhús, einföld og ódýr í uppbyggingu og áttu að verða einskonar nútímaútgáfa af verkamannabústöðunum. Árin 2017 og 2018 var verkefnið sett á laggirnar með hugmyndasamkeppni og í mars 2019 voru kynntar fjölmargar tillögur um “um ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Eitt þessara verkefni er verkefnið HOOS frá fyrirtæki sem heitir Frambúð. Fyrir fyrirtækinu fer Pétur Marteinsson fjárfestir. Verkefnið hefur hlotið brautargengi hjá borginni og í maí síðastliðnum var samþykkt í borgarráði að úthluta þeim lóð og veita þeim leyfi til að byggja 140 íbúðir í Skerjafirði. Samkvæmt erindi Frambúðar, sem var samþykkt þá eru föst fermetraverð á þessu hagkvæma húsnæði. Við skulum skoða þau og samhengi þeirra: Árið 2014 þegar fyrst var rætt um þessa tegund húsnæðis þá var fermetraverð á 60 fermetra íbúð í Reykavík 335.000 kr og lágmarkslaun í landinu voru um 223.000 kr/mán. Mánaðartekjur sérhæfðs starfsmanns í verslun, á taxtalaunum dugði því fyrir sextíu og sex prósent af fermetraverðinu. Í dag eru lágmarkslaun 368.000 kr og fermetraverð á 60 fermetra íbúð á markaði er 737.000 kr. Í dag duga lágmarkslaun fyrir um fjörutíu og níu prósent af fermetraverðinu. Það er því ljóst að það hefur dregið verulega á milli launa og markaðsverðs á húsnæði. En hvernig skyldi hátta til með hið hagkvæma húsnæði. Hugtakið “Hagkvæmni” þýðir samkvæmt orðabók Árna Magnússonar “fjárhagslegur ávinningur” og því skyldi maður ætla að hið “unga fólk og fyrstu kaupendur” fengu hlutdeild í þeim ávinningi. Ef hlutfall milli launa og fermetraverðs á markaði var sextíu og sex prósent árið 2014, skyldi maður líka ætla að launin dyggðu í stærra hlutfalli fyrir hinu hagkvæma húsnæði, að það væri að minnsta kosti á lægra verði en markaðsverðið. Það fermetraverð sem hinsvegar er útlistað í samþykkt borgarráðs fyrir 60 fermetra íbúð er 779.210 kr, eða sjö prósent hærra en núverandi markaðsverð. Núna duga mánaðarlaun þeirra lægst launuðu eingöngu fyrir fjörutíu og sjö prósent af fermetraverði “hagkvæms húsnæðis”, en árið 2014 dugði þau fyrir sextíu og sex prósent af markaðsverði. Borgarráð hefur þannig samþykkt tillögur um “Hagkvæmt húsnæði” sem hefur hækkað fjörutíu og tvö prósent umfram lægstu laun, þ.e. samþykkt verkefni með hærra fermetraverð en á frjálsum markaði, undir þeim formerkjum að það sé “ódýrt fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur”. Ég veit ekki hvað þið eruð að hugsa gott fólk, en ef þið hafið það á tilfinningunni að verið sé að reyna að hafa ykkur að fíflum með þessari framkvæmd og umsýslu meirihlutans í Reykjavík þá er það væntanlega einmitt þannig. Það hefur komið í ljós síðustu misseri, og ekki síst síðustu daga að það er lítið að marka áætlunagerð meirihlutans, og við höfum heldur ekki hugmynd um það fyrir hvern hann er að vinna. Höfundur er formaður sSamtaka leigjenda á Íslandi.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun