Starfsmenn Twitter fá tilkynningu um örlög sín nú í morgunsárið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2022 07:05 Auglýsendur eru sagðir halda að sér höndum hvað varðar birtingar á miðlinum, nú þegar mikil óvissa er uppi um hvaða stefnu Musk tekur. Getty/NurPhoto/Nikolas Kokovlis Athafnamaðurinn og frumkvöðullinn Elon Musk, sem eignaðist Twitter á dögunum og skipaði sjálfan sig forstjóra, er sagður munu hefja umfangsmiklar uppsagnir meðal starfsmanna í dag. Fregnir um málið byggja á tölvupósti sem fyrirtækið sendi starfsmönnum í gær, þar sem þeim var greint frá því að tilkynnt yrði um uppsagnirnar í tölvupósti. Voru þeir hvattir til að skoða póstinn sinn nú í morgunsárið og leita að efnislínunni „Staða þín hjá Twitter“. Allir starfsmenn fyrirtækisins eru sagðir munu fá póst, bæði þeir sem missa vinnuna og þeir sem eru öruggir í bili. Musk talaði um það áður en kaupin á fyrirtækinu gengu í gegn að hann hefði í hyggju að fækka starfsmönnum, sem telja um það bil 7.500. Fregnir herma að allt að helmingi starfsfólksins verði sagt upp. Í tölvupóstinum í gær var starfsmönnum einnig tjáð að skrifstofur fyrirtækisins yrðu lokaðar í dag og aðgangskort gerð óvirk, „til að tryggja öryggi allra starfsmanna“ og öryggi kerfa fyrirtækisins og persónuupplýsinga notenda. Washington Post hefur eftir heimildarmanni innan fyrirtækisins að uppsagnirnar verði þvert á deildir. Sérfræðingar og aðgerðasinnar hafa hins vegar varað við því að dregið verði úr eftirliti fyrirtækisins með ólöglegu efni og hatursorðræðu, sem grasserar á samfélagsmiðlinum. Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Fregnir um málið byggja á tölvupósti sem fyrirtækið sendi starfsmönnum í gær, þar sem þeim var greint frá því að tilkynnt yrði um uppsagnirnar í tölvupósti. Voru þeir hvattir til að skoða póstinn sinn nú í morgunsárið og leita að efnislínunni „Staða þín hjá Twitter“. Allir starfsmenn fyrirtækisins eru sagðir munu fá póst, bæði þeir sem missa vinnuna og þeir sem eru öruggir í bili. Musk talaði um það áður en kaupin á fyrirtækinu gengu í gegn að hann hefði í hyggju að fækka starfsmönnum, sem telja um það bil 7.500. Fregnir herma að allt að helmingi starfsfólksins verði sagt upp. Í tölvupóstinum í gær var starfsmönnum einnig tjáð að skrifstofur fyrirtækisins yrðu lokaðar í dag og aðgangskort gerð óvirk, „til að tryggja öryggi allra starfsmanna“ og öryggi kerfa fyrirtækisins og persónuupplýsinga notenda. Washington Post hefur eftir heimildarmanni innan fyrirtækisins að uppsagnirnar verði þvert á deildir. Sérfræðingar og aðgerðasinnar hafa hins vegar varað við því að dregið verði úr eftirliti fyrirtækisins með ólöglegu efni og hatursorðræðu, sem grasserar á samfélagsmiðlinum.
Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira