Mourinho kom Roma í umspil Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 22:26 Nicola Zaniolo fagnar marki sínu í kvöld en Roma fer í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vísir/Getty Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma tryggðu sér sæti í umspili um áframhald í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með því að leggja Ludogorets að velli í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. Þá vann West Ham sinn riðil með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni. Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Sjá meira
Leikur Roma og Ludogorets var úrslitaleikur um áframhaldandi veru í Evrópudeildinni en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið í kvöld þegar Rick Lima skoraði í lok fyrri hálfleiks. Roma svaraði hins vegar með þremur mörkum í síðari hálfleik. Lorenzo Pellegrini skoraði úr tveimur vítaspyrnum með tæplega tíu mínútna millibili og Nicolo Zaniolo skoraði þriðja mark Rómverja þegar skammt var eftir. Roma nær því öðru sæti riðilsins á eftir Real Betis sem vann HJK Helsinki 3-0 í kvöld. Þeir fara því í umspil þar sem þeir mæta liði sem lenti í þriðja sæti í riðli í Meistaradeildinni þar sem barist verður um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Úr leik Real Betis og HJK Helsinki.Vísir/Getty Í B-riðli tryggði Fenerbache sér efsta sætið eftir sigur á Dynamo Kiev. Stade Rennais endar í öðru sæti og AEK Larnaca í því þriðja en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi í kvöld. Í D-riðli var Union Saint-Gilloise búið að tryggja sér sigurinn en Union Berlin náði öðru sæti eftir 1-0 sigur á toppliðinu í kvöld. SC Braga lagði Malmö FF í hinum leik riðilsins og endar í þriðja sæti en Malmö fer stigalaust í gegnum riðilinn. Fullt hús stiga hjá West Ham í Sambandsdeildinni West Ham vann öruggan 3-0 sigur á FCSB á útivelli í kvöld. Lærisveinar David Moyes fara því með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina og eru komnir í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Pablo Fornals skoraði tvö mörk fyrir West Ham í kvöld. Í hinum leik riðilsins vann Anderlecht 2-0 sigur á Silkeborg og fór því uppfyrir danska liðið og upp í annað sæti riðilsins. Pablo Fornals fagnar öðru marka sinna í kvöld.Vísir/Getty Lech Poznan tryggði sér sæti í umspili Sambandsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Villareal í kvöld. Villareal vann riðilinn nokkuð örugglega með þrettán stig, fjórum stigum á undan Lech Poznan. Mikil spenna var í D-riðli. Franska liðið Nice tryggði sér að lokum efsta sætið eftir 2-2 jafntefli gegn FC Köln. Köln endar í þriðja sætinu, aðeins stigi á eftir Nice og er því úr leik. Partizan Belgrade tekur annað sæti riðlsins, með jafn mörg stig og Nice, eftir 1-1 jafntefli gegn FC Slovacko í kvöld.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Sjá meira
Arsenal tryggði sér efsta sætið Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven. 3. nóvember 2022 21:57