Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Ellen Geirsdóttir Håkansson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 3. nóvember 2022 20:05 Hér má sjá Brynjólf ásamt fjölskyldu sinni. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. Brynjólfur H. Björnsson, eigandi Brynju segir tilfinninguna eftir lokunina ansi skrítna eftir áratugi í bransanum. Það hafi þó ríkt gleði i búðinni í dag. „Þetta var mjög skemmtilegur dagur, mikil traffík og fólkið náttúrulega kveður okkur og þakkar fyrir tímana alla og samveruna. Að geta farið hingað út í Brynju og náð sér í einhverja nauðsynlega hluti, það verði viðbrigði,“ segir Brynjólfur. Hann segist ekki vita hvað taki við í rýminu en hjá honum sé næst á dagskrá að taka til í búðinni og skila af sér húsinu. Það verk klárist eflaust ekki fyrr en eftir áramót. Brynjólfur segir húsið friðað að utan, því megi ekki breyta en sama gildi ekki um húsið innanvert. Eftir 103 ára starf var síðasta varan sem seld var í Brynju Suzuki lyklakippa en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar. „Þá hefur síðasta salan átt sér stað,“ sagði Brynjólfur að lokum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag, á síðasta opnunardegi verslunarinnar. Í dag sinnti starfi sínu með prýði eins og alla aðra daga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eigendur skildu eftir fallega kveðju til borgarbúa í gluggum verslunarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Viðskiptavinir sáu Brynjólf á bakvið kassann í síðasta sinn í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Iðnaðarvöruverslunin Brynja kveður nú Laugaveginn eftir 103 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Brynjólfur H. Björnsson, eigandi Brynju segir tilfinninguna eftir lokunina ansi skrítna eftir áratugi í bransanum. Það hafi þó ríkt gleði i búðinni í dag. „Þetta var mjög skemmtilegur dagur, mikil traffík og fólkið náttúrulega kveður okkur og þakkar fyrir tímana alla og samveruna. Að geta farið hingað út í Brynju og náð sér í einhverja nauðsynlega hluti, það verði viðbrigði,“ segir Brynjólfur. Hann segist ekki vita hvað taki við í rýminu en hjá honum sé næst á dagskrá að taka til í búðinni og skila af sér húsinu. Það verk klárist eflaust ekki fyrr en eftir áramót. Brynjólfur segir húsið friðað að utan, því megi ekki breyta en sama gildi ekki um húsið innanvert. Eftir 103 ára starf var síðasta varan sem seld var í Brynju Suzuki lyklakippa en fréttamaður okkar, Óttar Kolbeinsson Proppé var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar. „Þá hefur síðasta salan átt sér stað,“ sagði Brynjólfur að lokum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag, á síðasta opnunardegi verslunarinnar. Í dag sinnti starfi sínu með prýði eins og alla aðra daga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eigendur skildu eftir fallega kveðju til borgarbúa í gluggum verslunarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Viðskiptavinir sáu Brynjólf á bakvið kassann í síðasta sinn í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Iðnaðarvöruverslunin Brynja kveður nú Laugaveginn eftir 103 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson
Reykjavík Verslun Tímamót Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira