Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2022 21:30 Ráðhúsið við Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. Í borgarstjórn á þriðjudaginn lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fram tillögu um gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Þar má finna verðlagshækkanir sem taka gildi um áramótin. Fram kemur í tillögunni að þær séu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2023. Tillagan var samþykkt og mun því flest þjónusta hækka í verði á næsta ári. Það mun til dæmis kosta meira fyrir borgarbúa að henda rusli. Árgjaldið á 240 lítra tunnu hækkar um 6.500 krónur og mun á næsta ári kosta 40.700. Skólamáltíðir dýrari Fimm daga vistun á frístundaheimili hækkar um tæpar 800 krónur og mun kosta 16.537 krónur. Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Og leikskólagjöldin, þau hækka um 4,9 prósent. Árskort í sund fyrir fullorðið fólk mun hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Þá verður ekki gott að gleyma handklæðinu þegar komið er á sundstað á næsta ári því leiga á því hækkar og mun kosta 720 krónur. Dýrara að skoða selina Góður dagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður dýrari eftir áramót. Aðgangur fyrir börn yngri en tólf ára hækkar um tæp 34 prósent og mun kosta 1.050. Aðgangur fyrir fullorðna hækkar um rúm 46 prósent og mun kosta 1.500. „Ég er mjög ósátt við þetta. Við lögðum það til á þriðjudaginn í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að frysta sérstaklega þær gjaldskrárhækkanir sem snúa að sumar- og vetrarstarfi frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir ekki langt frá síðustu verðhækkunum, þær hafi verið öðru hvoru megin við sumarið. „Það er eins og við vitum ekki gott ástand í samfélaginu núna. Það er um 8,8 prósent verðbólga og þetta fer auðvitað bara beint út í verðlagið og kemur sem allra verst niður á þeim sem minnst mega sín.“ Borgarstjórn Reykjavík Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Í borgarstjórn á þriðjudaginn lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fram tillögu um gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Þar má finna verðlagshækkanir sem taka gildi um áramótin. Fram kemur í tillögunni að þær séu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2023. Tillagan var samþykkt og mun því flest þjónusta hækka í verði á næsta ári. Það mun til dæmis kosta meira fyrir borgarbúa að henda rusli. Árgjaldið á 240 lítra tunnu hækkar um 6.500 krónur og mun á næsta ári kosta 40.700. Skólamáltíðir dýrari Fimm daga vistun á frístundaheimili hækkar um tæpar 800 krónur og mun kosta 16.537 krónur. Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Og leikskólagjöldin, þau hækka um 4,9 prósent. Árskort í sund fyrir fullorðið fólk mun hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Þá verður ekki gott að gleyma handklæðinu þegar komið er á sundstað á næsta ári því leiga á því hækkar og mun kosta 720 krónur. Dýrara að skoða selina Góður dagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður dýrari eftir áramót. Aðgangur fyrir börn yngri en tólf ára hækkar um tæp 34 prósent og mun kosta 1.050. Aðgangur fyrir fullorðna hækkar um rúm 46 prósent og mun kosta 1.500. „Ég er mjög ósátt við þetta. Við lögðum það til á þriðjudaginn í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að frysta sérstaklega þær gjaldskrárhækkanir sem snúa að sumar- og vetrarstarfi frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir ekki langt frá síðustu verðhækkunum, þær hafi verið öðru hvoru megin við sumarið. „Það er eins og við vitum ekki gott ástand í samfélaginu núna. Það er um 8,8 prósent verðbólga og þetta fer auðvitað bara beint út í verðlagið og kemur sem allra verst niður á þeim sem minnst mega sín.“
Borgarstjórn Reykjavík Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira