Virðing fyrir fötluðu fólki Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 17:00 Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Allt þetta gaf fötluðu fólki tilefni til bjartsýni varðandi tækifæri þess til að eignast eigið heimili og njóta þeirra mannréttinda og margvíslegu tækifæra sem því fylgja. Samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra sl. vor eru 163 fatlaðir einstaklingar á biðlista í Reykjavík eftir húsnæði og 60 til viðbótar eru í herbergjasambýlum. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra" og að „óheimilt sé að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi." Þá segir í bráðabirgðaákvæði í lögunum að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skuli bjóðast aðrir búsetukostir. Margt fólk með þroskahömlun eða skyldar fatlanir hefur beðið eftir íbúð, sem það á lagalegan rétt á, mjög lengi. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða yfir áratug og jafnvel lengur eftir að eignast eigið heimili. Með þessari óforsvaranlegu og ólöglegu framkvæmd er vegið mjög alvarlega að margvíslegum mikilvægum mannréttindum, s.s. réttinum til sjálfstæðs og eðlilegs lífs, og réttinum til að eiga einkalíf og fjölskyldulíf. Það er alls ekki að ástæðulausu að í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Á þessum nokkrum vikum sem liðnar eru frá þessum fundi hjá Reykjavíkurborg um húsnæðismál fatlaðs fólks virðist hafa orðið algjör viðsnúningur á stöðunni og af orðum borgarstjóra má nú ráða að borgaryfirvöld telji að kostnaður af þjónustu við fatlað fólk ógni beinlínis fjárhagslegri sjálfbærni Reykjavíkurborgar. Þjónusta við fatlað fólk er, sem fyrr sagði, lögbundinn réttur þess og það er forkastanlegt að heyra borgarstjóra segja: „það sem er í uppnámi er frekari uppbygging til dæmis á búsetuúrræðum í þágu fatlaðs fólks og ýmis slík þjónusta“. Umræðan og fréttir síðustu daga eru meiðandi og niðurlægjandi fyrir allt fatlað fólk og fordæma Landssamtökin Þroskahjálp þessa orðræðu sem ber ömurlegan keim af fordómum og fyrirlitningu sem svokallaðir hreppsómagar og annað fátækt fólk mátti þola af hálfu valdamanna á fyrri tíð. Staðan í húsnæðismálum fatlaðs fólks og nú umræðan um hana og kostnaðinn af því að gefa fötluðu fólki lámarkstækifæri til að njóta mannréttinda og lífsgæða sem flestir telja sjálfsögð, hefur alvarleg áhrif á líf fatlaðs fólks og er sérstaklega kvíðvænlegt fyrir það að heyra að það geti átt von á því að þjónusta við það verði skert. Þetta er fátækasti hópurinn í íslensku samfélagi, sem nýtur miklu minni lífsgæða og tækifæra en aðrir þjóðfélagsþegnar. Landsamtökin Þroskahjálp skora á stjórnvöld sveitarfélaga og ríkis að fjalla um málefni og réttindi fatlaðs fólks, aðstæður þess og þarfir af virðingu og skilningi en ekki þannig að orð þeirra séu til þess fallin að vega að sjálfsmynd og ímynd fatlaðs fólks og stuðla að fordómum og virðingarleysi gagnvart því. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun