Óheppileg tímasetning? Kristófer Már Maronsson skrifar 3. nóvember 2022 09:01 Að öllu jöfnu höfum við sjálfstæðismenn tækifæri til þess að koma saman á tveggja ára fresti til þess að leggja kjörnum fulltrúum okkar línurnar á landsfundi. Á landsfundi gefst flokksmönnum, óháð efnahag og stöðu í samfélaginu, tækifæri til að álykta um málefni og kjósa forystu svo fátt eitt sé nefnt. Nú höfum við ekki komið saman í fjögur ár og er landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn í annað skipti um helgina frá árinu 2015. Ég vil leggja nokkur orð, og tölur, í belg um það hvers vegna ég tel rétt að við sjálfstæðismenn kjósum okkur nýjan formann á landsfundi í ár. Óheppileg tímasetning? Umræða um að tímasetningin sé ekki rétt til þess að breyta um formann hefur farið mikinn, sjónarmiðin eru að betra sé að gera það stuttu fyrir kosningar. Sú umræða þykir mér á villigötum. Ef tímasetningin er röng, hvers vegna höldum við þá ekki bara landsfund rétt fyrir kosningar? Það er vegna þess að það er nauðsynlegt að leggja kjörnum fulltrúum línurnar reglulega og að flokksmenn fái að koma á framfæri áhyggjum sínum og hugmyndum. Jafnframt er nauðsynlegt að enginn venjist því að sitja í forystu flokksins, forystan þarf ávallt að vera á tánum og tilbúin að sætta sig við örlög sín ef að sjálfstæðismenn telja flokknum betur stýrt af öðrum. Þá er rétt að benda á að það hefur ekki verið landsfundur stuttu fyrir kosningar síðan 2015, eini landsfundurinn síðan þá var 2018 - ári eftir myndun núverandi fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Enginn veit hvenær næsti landsfundur eftir þennan verður, þó að vonir manna standi til að hann verði ári fyrir næstu kosningar. Það er því aldrei röng tímasetning að skipta um formann ef það er til bóta fyrir flokkinn. Það er raunar nauðsynlegt að skipta um formann ef helstu rökin gegn því eru að langt sé til kosninga - því það er aldrei langt til kosninga. Málefni og fólk Við getum flest verið sammála um það að málefni skipta höfuðmáli í pólitík, líkt og frammistaða íþróttamanna innan vallar - en það er alls ekki eina breytan. Persónur skipta líka máli og þá sérstaklega leiðtogar. Í brúnni hjá okkur sjálfstæðismönnum síðustu 13 ár hefur verið einn af öflugustu stjórnmálamönnum samtímans, sé horft til málefnanna eingöngu. En það er eins í pólitíkinni og íþróttunum að það skiptir ekki bara máli hversu góð við erum innan vallar, hegðun og framkoma utan vallar skiptir einnig máli. Í raun er pólitíkin jafnvel grimmari en íþróttirnar hvað það varðar, því væntingar um hegðun utan vallar geta haft mikil áhrif á hvort að fólk er tilbúið að kjósa flokka eða ekki. Þannig hefur umræðan um Bjarna Benediktsson oft verið óvægin og ósanngjörn, en ekki hefur tekist með óyggjandi hætti að koma öllum í skilning um það. Það er miður, en jafnframt staðreynd sem sjálfstæðismenn verða að horfast í augu við - því umræðan um Sjálfstæðisflokkinn litast oft af formanninum. Nýir tímar og nýir kjósendur Tímarnir breytast og mennirnir með, en sjálfstæðisstefnan breytist ekki - því sjálfstæðisstefnan er ekki hugmyndafræði heldur lífsviðhorf. Hún er og verður áfram sú stefna sem mun henta landi og þjóð best, því hún byggir á samvinnu allra landsmanna - stétt með stétt. Ef að nýir kjósendur eru ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, þá er flokknum að mistakast að breiða út boðskapinn eða trúa ekki að flokkurinn sé að framfylgja sjálfstæðisstefnunni. Þar ber forystan mikla ábyrgð. Lítum nú á tölur. Maskína gerði í lok apríl könnun á trausti til ráðherra og má þar finna tölur um báða formannsframbjóðendur. Tölurnar eru vægast sagt sláandi. 30.7% svarenda bera mikið traust til Guðlaugs Þórs en einungis 18.3% til Bjarna Ben. Þegar skoðaðar eru tölur um lítið traust, sem skipta jafnframt máli, kemur í ljós að 70.7% bera lítið traust til Bjarna Ben - en 35.8% bera lítið traust til Guðlaugs. Í hópi nýrra kjósenda, á aldursbilinu 18-29 ára, breikkar bilið enn frekar. Af þessum tölum er alveg augljóst að mikill meirihluti kjósenda vantreystir núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og mun því líklega ekki kjósa flokkinn - óháð kjördæmi. Hvað með þá sem þrá að koma aftur heim? Í fjórum flokkum utan Sjálfstæðisflokksins, má finna margt fólk sem aðhyllist sjálfstæðisstefnuna, hefur jafnvel kosið Sjálfstæðisflokkinn áður og vill kjósa flokkinn aftur en treystir sér ekki til þess. Við sem höfum staðið í kosningabaráttu fyrir flokkinn undanfarin ár höfum flest átt þessi samtöl. Því er áhugavert að skoða hver munurinn er á trausti fólks úr öðrum flokkum til formannsframbjóðenda. Af þeim sem sögðust ætla að kjósa þessa flokka þegar könnunin var gerð í apríl sl. er munurinn afgerandi. Fram hefur komið hræðsluáróður frá stuðningsmönnum Bjarna um að Gulli ætli sér að taka upp stefnumál þessara flokka til þess að auka fylgi flokksins á ný. Ég held að ekkert sé fjarri sannleikanum, í samtölum mínum við sjálfstæðismenn í leyfi hefur það fyrst og fremst verið leiðtoginn sem er nefndur fyrir því að fólk dregur sig í hlé. Þar að auki getur formaðurinn einn ekki ákveðið hver séu stefnumál flokksins, það er fólkið í flokknum sem ákveður það á landsfundi og í málefnavinnu í aðdraganda kosninga. Fjölmennur hópur fólks þarf í kjölfarið að samþykkja málefnasamning ríkisstjórnar áður en flokkurinn tekur þátt í ríkisstjórn. Hægt er að halda lengi áfram að draga fram tölur og vert er að taka fram að skoðanakannanir eru ekki heilagur sannleikur, en þær gefa ágæta mynd úr fjarska. Við sjáum t.d. úr fjarska hvort að veður sé gott eða vont, þó við getum ekki alveg sett puttann á hitastig eða vindhraða. Ef kosið væri á næstu tveimur árum? Tölurnar eru afgerandi, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun um traust til ráðherra er Guðlaugur Þór sá ráðherra flokksins sem nýtur mests trausts og fast á hæla hans fylgir varaformaðurinn Þórdís Kolbrún, þau eru harðduglegir stjórnmálamenn og ötulir talsmenn sjálfstæðisstefnunnar. Ég vil sjá þau leiða flokkinn, strax eftir helgi - það er tilgangslaust að bíða í tvö ár. Ef þú efast um tímasetningu formannsskipta, þá vil ég spyrja þig einfaldrar spurningar. Ef ríkisstjórnin springur fyrir næsta landsfund, hvern myndir þú vilja sjá leiða flokkinn inn í óvæntar kosningar? Höfundur er sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að öllu jöfnu höfum við sjálfstæðismenn tækifæri til þess að koma saman á tveggja ára fresti til þess að leggja kjörnum fulltrúum okkar línurnar á landsfundi. Á landsfundi gefst flokksmönnum, óháð efnahag og stöðu í samfélaginu, tækifæri til að álykta um málefni og kjósa forystu svo fátt eitt sé nefnt. Nú höfum við ekki komið saman í fjögur ár og er landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn í annað skipti um helgina frá árinu 2015. Ég vil leggja nokkur orð, og tölur, í belg um það hvers vegna ég tel rétt að við sjálfstæðismenn kjósum okkur nýjan formann á landsfundi í ár. Óheppileg tímasetning? Umræða um að tímasetningin sé ekki rétt til þess að breyta um formann hefur farið mikinn, sjónarmiðin eru að betra sé að gera það stuttu fyrir kosningar. Sú umræða þykir mér á villigötum. Ef tímasetningin er röng, hvers vegna höldum við þá ekki bara landsfund rétt fyrir kosningar? Það er vegna þess að það er nauðsynlegt að leggja kjörnum fulltrúum línurnar reglulega og að flokksmenn fái að koma á framfæri áhyggjum sínum og hugmyndum. Jafnframt er nauðsynlegt að enginn venjist því að sitja í forystu flokksins, forystan þarf ávallt að vera á tánum og tilbúin að sætta sig við örlög sín ef að sjálfstæðismenn telja flokknum betur stýrt af öðrum. Þá er rétt að benda á að það hefur ekki verið landsfundur stuttu fyrir kosningar síðan 2015, eini landsfundurinn síðan þá var 2018 - ári eftir myndun núverandi fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Enginn veit hvenær næsti landsfundur eftir þennan verður, þó að vonir manna standi til að hann verði ári fyrir næstu kosningar. Það er því aldrei röng tímasetning að skipta um formann ef það er til bóta fyrir flokkinn. Það er raunar nauðsynlegt að skipta um formann ef helstu rökin gegn því eru að langt sé til kosninga - því það er aldrei langt til kosninga. Málefni og fólk Við getum flest verið sammála um það að málefni skipta höfuðmáli í pólitík, líkt og frammistaða íþróttamanna innan vallar - en það er alls ekki eina breytan. Persónur skipta líka máli og þá sérstaklega leiðtogar. Í brúnni hjá okkur sjálfstæðismönnum síðustu 13 ár hefur verið einn af öflugustu stjórnmálamönnum samtímans, sé horft til málefnanna eingöngu. En það er eins í pólitíkinni og íþróttunum að það skiptir ekki bara máli hversu góð við erum innan vallar, hegðun og framkoma utan vallar skiptir einnig máli. Í raun er pólitíkin jafnvel grimmari en íþróttirnar hvað það varðar, því væntingar um hegðun utan vallar geta haft mikil áhrif á hvort að fólk er tilbúið að kjósa flokka eða ekki. Þannig hefur umræðan um Bjarna Benediktsson oft verið óvægin og ósanngjörn, en ekki hefur tekist með óyggjandi hætti að koma öllum í skilning um það. Það er miður, en jafnframt staðreynd sem sjálfstæðismenn verða að horfast í augu við - því umræðan um Sjálfstæðisflokkinn litast oft af formanninum. Nýir tímar og nýir kjósendur Tímarnir breytast og mennirnir með, en sjálfstæðisstefnan breytist ekki - því sjálfstæðisstefnan er ekki hugmyndafræði heldur lífsviðhorf. Hún er og verður áfram sú stefna sem mun henta landi og þjóð best, því hún byggir á samvinnu allra landsmanna - stétt með stétt. Ef að nýir kjósendur eru ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, þá er flokknum að mistakast að breiða út boðskapinn eða trúa ekki að flokkurinn sé að framfylgja sjálfstæðisstefnunni. Þar ber forystan mikla ábyrgð. Lítum nú á tölur. Maskína gerði í lok apríl könnun á trausti til ráðherra og má þar finna tölur um báða formannsframbjóðendur. Tölurnar eru vægast sagt sláandi. 30.7% svarenda bera mikið traust til Guðlaugs Þórs en einungis 18.3% til Bjarna Ben. Þegar skoðaðar eru tölur um lítið traust, sem skipta jafnframt máli, kemur í ljós að 70.7% bera lítið traust til Bjarna Ben - en 35.8% bera lítið traust til Guðlaugs. Í hópi nýrra kjósenda, á aldursbilinu 18-29 ára, breikkar bilið enn frekar. Af þessum tölum er alveg augljóst að mikill meirihluti kjósenda vantreystir núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og mun því líklega ekki kjósa flokkinn - óháð kjördæmi. Hvað með þá sem þrá að koma aftur heim? Í fjórum flokkum utan Sjálfstæðisflokksins, má finna margt fólk sem aðhyllist sjálfstæðisstefnuna, hefur jafnvel kosið Sjálfstæðisflokkinn áður og vill kjósa flokkinn aftur en treystir sér ekki til þess. Við sem höfum staðið í kosningabaráttu fyrir flokkinn undanfarin ár höfum flest átt þessi samtöl. Því er áhugavert að skoða hver munurinn er á trausti fólks úr öðrum flokkum til formannsframbjóðenda. Af þeim sem sögðust ætla að kjósa þessa flokka þegar könnunin var gerð í apríl sl. er munurinn afgerandi. Fram hefur komið hræðsluáróður frá stuðningsmönnum Bjarna um að Gulli ætli sér að taka upp stefnumál þessara flokka til þess að auka fylgi flokksins á ný. Ég held að ekkert sé fjarri sannleikanum, í samtölum mínum við sjálfstæðismenn í leyfi hefur það fyrst og fremst verið leiðtoginn sem er nefndur fyrir því að fólk dregur sig í hlé. Þar að auki getur formaðurinn einn ekki ákveðið hver séu stefnumál flokksins, það er fólkið í flokknum sem ákveður það á landsfundi og í málefnavinnu í aðdraganda kosninga. Fjölmennur hópur fólks þarf í kjölfarið að samþykkja málefnasamning ríkisstjórnar áður en flokkurinn tekur þátt í ríkisstjórn. Hægt er að halda lengi áfram að draga fram tölur og vert er að taka fram að skoðanakannanir eru ekki heilagur sannleikur, en þær gefa ágæta mynd úr fjarska. Við sjáum t.d. úr fjarska hvort að veður sé gott eða vont, þó við getum ekki alveg sett puttann á hitastig eða vindhraða. Ef kosið væri á næstu tveimur árum? Tölurnar eru afgerandi, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun um traust til ráðherra er Guðlaugur Þór sá ráðherra flokksins sem nýtur mests trausts og fast á hæla hans fylgir varaformaðurinn Þórdís Kolbrún, þau eru harðduglegir stjórnmálamenn og ötulir talsmenn sjálfstæðisstefnunnar. Ég vil sjá þau leiða flokkinn, strax eftir helgi - það er tilgangslaust að bíða í tvö ár. Ef þú efast um tímasetningu formannsskipta, þá vil ég spyrja þig einfaldrar spurningar. Ef ríkisstjórnin springur fyrir næsta landsfund, hvern myndir þú vilja sjá leiða flokkinn inn í óvæntar kosningar? Höfundur er sjálfstæðismaður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun