Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2022 15:57 Frímann Emill Ingimundarson hefur tjáð hjúkrunarfólki að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vilji hann ekki að endurlífgun verði reynd. Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. Matthías Ægisson, hálfbróðir og nánasti aðstandandi Frímanns Egils, fékk símtal frá hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum á mánudag. Hann deildi reynslu þeirra bræðranna í færslu á Facebook í gær. „Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ hefur Matthías eftir hjúkrunarfræðingnum. Frímann myndi aldrei standast hæfnismat. Matthías segir þessi orð hafa níst hjarta hans. Síaukin flogaköst, endurteknar ferðir með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köst eða með verk fyrir hjarta. Það skipti ekki máli. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“ Hefur misst alla lífslöngun Matthías segist ekki beina reiði sinni að hjúkrunarfræðingnum. „Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82 ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið,“ segir Matthías. Matthías hafi bent hjúkrunarfræðingnum á að Frímann beri ekki tilfinningar sínar á torg. „Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun,“ segir Matthías. Hann segist ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telji dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott. Auk þess að gera því í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður. Matthías segist hafa horft á eftir tveimur bræðrum sem báðir fengu krabbamein. Lést nokkrum dögum eftir samþykki „Annar fékk að lokum inni á hjúkrunarheimili, hinn ekki fyrr en nefnd sem kom saman tvisvar í mánuði úti á landi hafði hist á fundi og náðarsamlega samþykkt að hann fengi að verja síðustu dögum ævinnar á hjúkrunarheimili sem var nokkurn veginn beint á móti húsinu sem hann bjó í ásamt nokkrum vistmönnum. Það tók nokkrar vikur að fá samþykkið og bróðir minn kvaddi stuttu síðar,“ segir Matthías. Raunar aðeins nokkrum dögum síðar. Matthías hefur miklar áhyggjur af bróður sínum sem hefur dvalið á hjartadeild undanfarið. „Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild,“ segir Matthías. Líklega verði 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum, lyfjasamsetning endurskoðuð og „heilsuhrausti“ bróðir hans svo sendur heim því hann sé svo hraustur og flottur og beri sig vel. „Það hefur þurft að endurlífga heilsuhrausta bróður minn en nú hefur hann látið hjúkrunarfólk vita að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vill hann ekki lengur að endurlífgun verði reynd. Ég lái honum það ekki.“ Fréttastofa náði stuttlega tali af Matthíasi í dag. Þá var hann að aðstoða bróður sinn Frímann við útskrift af Landspítalanum. Frásögn Matthíasar hefur vakið mikla athygli og er í mikilli dreifingu á Facebook. Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Matthías Ægisson, hálfbróðir og nánasti aðstandandi Frímanns Egils, fékk símtal frá hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum á mánudag. Hann deildi reynslu þeirra bræðranna í færslu á Facebook í gær. „Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ hefur Matthías eftir hjúkrunarfræðingnum. Frímann myndi aldrei standast hæfnismat. Matthías segir þessi orð hafa níst hjarta hans. Síaukin flogaköst, endurteknar ferðir með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köst eða með verk fyrir hjarta. Það skipti ekki máli. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“ Hefur misst alla lífslöngun Matthías segist ekki beina reiði sinni að hjúkrunarfræðingnum. „Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82 ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið,“ segir Matthías. Matthías hafi bent hjúkrunarfræðingnum á að Frímann beri ekki tilfinningar sínar á torg. „Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun,“ segir Matthías. Hann segist ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telji dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott. Auk þess að gera því í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður. Matthías segist hafa horft á eftir tveimur bræðrum sem báðir fengu krabbamein. Lést nokkrum dögum eftir samþykki „Annar fékk að lokum inni á hjúkrunarheimili, hinn ekki fyrr en nefnd sem kom saman tvisvar í mánuði úti á landi hafði hist á fundi og náðarsamlega samþykkt að hann fengi að verja síðustu dögum ævinnar á hjúkrunarheimili sem var nokkurn veginn beint á móti húsinu sem hann bjó í ásamt nokkrum vistmönnum. Það tók nokkrar vikur að fá samþykkið og bróðir minn kvaddi stuttu síðar,“ segir Matthías. Raunar aðeins nokkrum dögum síðar. Matthías hefur miklar áhyggjur af bróður sínum sem hefur dvalið á hjartadeild undanfarið. „Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild,“ segir Matthías. Líklega verði 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum, lyfjasamsetning endurskoðuð og „heilsuhrausti“ bróðir hans svo sendur heim því hann sé svo hraustur og flottur og beri sig vel. „Það hefur þurft að endurlífga heilsuhrausta bróður minn en nú hefur hann látið hjúkrunarfólk vita að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vill hann ekki lengur að endurlífgun verði reynd. Ég lái honum það ekki.“ Fréttastofa náði stuttlega tali af Matthíasi í dag. Þá var hann að aðstoða bróður sinn Frímann við útskrift af Landspítalanum. Frásögn Matthíasar hefur vakið mikla athygli og er í mikilli dreifingu á Facebook.
Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira