Segir áreitni Árbæinga slíka að hann hafi ekki þorað til Reykjavíkur Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2022 12:00 Davíð Guðmundsson óskar eftir afsökunarbeiðni frá FC Árbæ. Dómarinn Davíð Guðmundsson segist hafa orðið fyrir svo miklu aðkasti af hálfu fulltrúa FC Árbæjar, eftir að hafa dæmt leik liðsins gegn Skallagrími í sumar, að hann hafi ekki þorað að ferðast til Reykjavíkur og átt erfitt með einbeitingu í vinnu. Í bréfi sem Davíð sendi á fjölmiðla, og stílað er á FC Árbæ, viðurkennir hann að hafa gert mistök með því að taka að sér að dæma leik Skallagríms og FC Árbæjar í sumar, enn skráður í Skallagrím eftir að hafa æft með liðinu í nokkur ár og spilað með því nokkra leiki. Það hafi þó að hans mati dregið ósanngjarnan dilk á eftir sér. Forráðamenn FC Árbæjar töldu Davíð vanhæfan og leituðu til KSÍ vegna málsins, og í viðtali við Vísi sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður liðsins, að dómgæslan í leiknum hefði verið sú skrýtnasta sem hann hefði kynnst. Niðurstaða KSÍ var sú að úrslit leiksins, 4-2 sigur Skallagríms, myndu standa. Þau úrslit breyttu því þó ekki að Árbær komst á endanum upp í 3. deild, á sinni fyrstu leiktíð eftir stofnun félagsins. Samkvæmt bréfi Davíðs til fjölmiðla varð hann hins vegar ítrekað fyrir áreitni af hálfu Árbæinga eftir leikinn. Davíð nefnir að vinabeiðnir hafi borist á Instagram-reikning hans frá FC Árbæ og fólki sem tengdist félaginu, og bendir á að í aðdraganda heimaleiks Árbæjar við Skallagrím hafi verið birtar myndir af honum í Skallagríms-treyju á Instagram-reikningi Árbæinga. Á Instagram-síðu FC Árbæjar voru ítrekað birtar myndir af Davíð Guðmundssyni og hann jafnvel merktur inn á myndir í Instagram Story. Davíð sendi þetta skjáskot á fjölmiðla en myndirnar hafa verið fjarlægðar af Instagram.Skjáskot/@fcarbaer Segist ekki hafa farið til Reykjavíkur vegna hræðslu „Ekki skeði þetta einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum, birtu þeir myndir á reikning sínum til að þeirra sögn "promóta" leikinn,“ skrifar Davíð. Þá hafi Árbæingar í Instagram-story birt niðrandi orð til Skallagríms og Davíðs, og merkt hann í slíkum færslum. „Vegna þessara myndbirtinga hef ég orðið fyrir áróðri [sic] fólks sem ég ekki þekki er ég hef verið á opinberum stöðum, meðal annars verið sagt mig vera svindlara og svikara. Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu en áróður eftir áróður varð til þess að ég ferðaðist ekki til Reykjavíkur í nokkra mánuði vegna hræðslu um að verða fyrir einhverjum áreiti almennings og átti ég erfitt með einbeitingu er ég var við vinnu,“ skrifar Davíð. Lætur í sér heyra fyrir aðra dómara og vill afsökunarbeiðni Davíð segir tvo leikmenn Skallagríms einnig hafa orðið fyrir áreiti og kveðst hafa leitað til KSÍ. Þar hafi hann fengið þau svör að best væri að hafa samband við Árbæinga og biðja um að myndir af honum væru fjarlægðar, sem hafi verið gert. „Ég skrifa þetta því að enginn og ég meina enginn á að þurfa að fá svona áreiti á sig, þannig að ég vill standa upp fyrir þá dómara og aðra sem lent í svona hafa og segja frá er félög, leikmenn eða aðrir níðast á ykkur og ykkar persónulega lífi. Látum í okkur heyra því fyrir svona hegðun líð ég ekki og mun ég ávallt standa upp og segja frá. En það sem að mig langar hér með að óska eftir er að FC Árbær komi með opinbera afsökunarbeiðni og útskýri mál sitt til hins ýtrasta. Fyrir mér sýna þeir sitt rétta andlit hvort sem þeir koma með afsökunarbeiðnina eða ekki,“ skrifar Davíð en bréf hans má sjá í heild hér að neðan. Bréf Davíðs til FC Árbæjar Komið þið sæl, eins og margir vita þá fyrr í sumar dæmdi ég leik Skallagríms og FC Árbær. Í fréttum eftir leikinn þá var birt að ég væri skráður í Skallagrím og hafði æft með klúbbnum í þó mörg ár. Ég gengst við því að þess vitandi átti ég alls ekki að vera neinn partur af þessum leik nema áhorfandi. En það sem að því fylgdi er ástæða þess að ég skrifa þetta. Nokkrum dögum og vikum eftir leikinn þá byrjaði að hrynja inn á Instagram reikning minn "vinabeiðnir" frá FC Árbæ sem að ég tók ekki mikið til mín. En einnig þá fékk ég "vinabeiðnir" frá fólki sem að tengdist klúbbnum eða tengdust leikmönnum FC Árbæs á einhvern hátt. Fylgjandi þessu er að stutt var í seinni leik FC Árbæs og Skallagríms þá koma inn á Instagram reikningin þeirra myndbirtingar af mér í treyju merktur Skallagrím og leikmönnum Árbæs. Ekki skeði þetta einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum, birtu þeir myndir á reikning sínum til að þeirra sögn "promóta" leikinn. Meðfylgjandi myndir sína þetta. Einnig birta þeir á "story" hjá sér niðrandi orð til Skallagríms og mín. Þeir hafa birt allt þetta án leyfis frá mér. Vegna þessa myndbirtinga hef ég orðið fyrir áróðri fólks sem ég ekki þekki er ég hef verið á opinberum stöðum, meðal annars verið sagt mig vera svindlara og svikara. Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu en áróður eftir áróður varð til þess að ég ferðaðist ekki til Reykjavíkur í nokkra mánuði vegna hræðslu um að verða fyrir einhverjum áreiti almennings og átti ég erfitt með einbeitingu er ég var við vinnu. En ég var ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á þeim heldur heyrði ég að það urðu 2 strákar sem spila með Skallagrím fyrir slæmum áróðri frá FC Árbæ, þeir gerðu Skallagrím að athlægi með því að birta mig undir þeirra merkjum sem og setja inn niðrandi orð í þeirra garð á Instagram story og frétti ég að í seinni leik FC Árbæ - Skallagríms í Árbæ þá hafa verið niðrandi orð og blótsyrði kallað inná völlinn sem voru beind að leikmönnum Skallagríms úr áhorfendapöllunum. Hef ég haft samband við KSÍ sem eru nú með málið á sínu borði og munu höndla málið innan sambandsins. KSÍ sendir póst til FC Árbæ og óska eftir svörum. Í óbeinum orðum sem ég fékk þá átti ég einfaldlega að hafa samband við klúbbinn og óska eftir fjarlægingu mynda sem þeir notuðu af mér í leyfisleysi, þó það hefði verið gert hefði það ekki tekið frá þann áróður og athlægi sem ég hafði orðið þegar fyrir. Myndirnar sem þeir birtu af mér hafa nú verið fjarlægðar af Instagram reikning klúbbsins sem og myndir sem vistuð voru í story hjá þeim. Mér hefur verið bent á að það sem ég hef orðið fyrir að hálfu FC Árbær er einhvað sem varir við brotum á lögum alþýðunnar gagnvart minni persónuvernd. Ég skrifa þetta því að enginn og ég meina enginn á að þurfa að fá svona áreiti á sig, þannig að ég vill standa upp fyrir þá dómara og aðra sem lent í svona hafa og segja frá er félög, leikmenn eða aðrir níðast á ykkur og ykkar persónulega lífi. Látum í okkur heyra því fyrir svona hegðun líð ég ekki og mun ég ávallt standa upp og segja frá. En það sem að mig langar hér með að óska eftir er að FC Árbær komi með opinbera afsökunarbeiðni og útskýri mál sitt til hins ýtrasta. Fyrir mér sýna þeir sitt rétta andlit hvort sem þeir koma með afsökunarbeiðnina eða ekki. Davíð Guðmundsson Fótbolti Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Í bréfi sem Davíð sendi á fjölmiðla, og stílað er á FC Árbæ, viðurkennir hann að hafa gert mistök með því að taka að sér að dæma leik Skallagríms og FC Árbæjar í sumar, enn skráður í Skallagrím eftir að hafa æft með liðinu í nokkur ár og spilað með því nokkra leiki. Það hafi þó að hans mati dregið ósanngjarnan dilk á eftir sér. Forráðamenn FC Árbæjar töldu Davíð vanhæfan og leituðu til KSÍ vegna málsins, og í viðtali við Vísi sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður liðsins, að dómgæslan í leiknum hefði verið sú skrýtnasta sem hann hefði kynnst. Niðurstaða KSÍ var sú að úrslit leiksins, 4-2 sigur Skallagríms, myndu standa. Þau úrslit breyttu því þó ekki að Árbær komst á endanum upp í 3. deild, á sinni fyrstu leiktíð eftir stofnun félagsins. Samkvæmt bréfi Davíðs til fjölmiðla varð hann hins vegar ítrekað fyrir áreitni af hálfu Árbæinga eftir leikinn. Davíð nefnir að vinabeiðnir hafi borist á Instagram-reikning hans frá FC Árbæ og fólki sem tengdist félaginu, og bendir á að í aðdraganda heimaleiks Árbæjar við Skallagrím hafi verið birtar myndir af honum í Skallagríms-treyju á Instagram-reikningi Árbæinga. Á Instagram-síðu FC Árbæjar voru ítrekað birtar myndir af Davíð Guðmundssyni og hann jafnvel merktur inn á myndir í Instagram Story. Davíð sendi þetta skjáskot á fjölmiðla en myndirnar hafa verið fjarlægðar af Instagram.Skjáskot/@fcarbaer Segist ekki hafa farið til Reykjavíkur vegna hræðslu „Ekki skeði þetta einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum, birtu þeir myndir á reikning sínum til að þeirra sögn "promóta" leikinn,“ skrifar Davíð. Þá hafi Árbæingar í Instagram-story birt niðrandi orð til Skallagríms og Davíðs, og merkt hann í slíkum færslum. „Vegna þessara myndbirtinga hef ég orðið fyrir áróðri [sic] fólks sem ég ekki þekki er ég hef verið á opinberum stöðum, meðal annars verið sagt mig vera svindlara og svikara. Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu en áróður eftir áróður varð til þess að ég ferðaðist ekki til Reykjavíkur í nokkra mánuði vegna hræðslu um að verða fyrir einhverjum áreiti almennings og átti ég erfitt með einbeitingu er ég var við vinnu,“ skrifar Davíð. Lætur í sér heyra fyrir aðra dómara og vill afsökunarbeiðni Davíð segir tvo leikmenn Skallagríms einnig hafa orðið fyrir áreiti og kveðst hafa leitað til KSÍ. Þar hafi hann fengið þau svör að best væri að hafa samband við Árbæinga og biðja um að myndir af honum væru fjarlægðar, sem hafi verið gert. „Ég skrifa þetta því að enginn og ég meina enginn á að þurfa að fá svona áreiti á sig, þannig að ég vill standa upp fyrir þá dómara og aðra sem lent í svona hafa og segja frá er félög, leikmenn eða aðrir níðast á ykkur og ykkar persónulega lífi. Látum í okkur heyra því fyrir svona hegðun líð ég ekki og mun ég ávallt standa upp og segja frá. En það sem að mig langar hér með að óska eftir er að FC Árbær komi með opinbera afsökunarbeiðni og útskýri mál sitt til hins ýtrasta. Fyrir mér sýna þeir sitt rétta andlit hvort sem þeir koma með afsökunarbeiðnina eða ekki,“ skrifar Davíð en bréf hans má sjá í heild hér að neðan. Bréf Davíðs til FC Árbæjar Komið þið sæl, eins og margir vita þá fyrr í sumar dæmdi ég leik Skallagríms og FC Árbær. Í fréttum eftir leikinn þá var birt að ég væri skráður í Skallagrím og hafði æft með klúbbnum í þó mörg ár. Ég gengst við því að þess vitandi átti ég alls ekki að vera neinn partur af þessum leik nema áhorfandi. En það sem að því fylgdi er ástæða þess að ég skrifa þetta. Nokkrum dögum og vikum eftir leikinn þá byrjaði að hrynja inn á Instagram reikning minn "vinabeiðnir" frá FC Árbæ sem að ég tók ekki mikið til mín. En einnig þá fékk ég "vinabeiðnir" frá fólki sem að tengdist klúbbnum eða tengdust leikmönnum FC Árbæs á einhvern hátt. Fylgjandi þessu er að stutt var í seinni leik FC Árbæs og Skallagríms þá koma inn á Instagram reikningin þeirra myndbirtingar af mér í treyju merktur Skallagrím og leikmönnum Árbæs. Ekki skeði þetta einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum, birtu þeir myndir á reikning sínum til að þeirra sögn "promóta" leikinn. Meðfylgjandi myndir sína þetta. Einnig birta þeir á "story" hjá sér niðrandi orð til Skallagríms og mín. Þeir hafa birt allt þetta án leyfis frá mér. Vegna þessa myndbirtinga hef ég orðið fyrir áróðri fólks sem ég ekki þekki er ég hef verið á opinberum stöðum, meðal annars verið sagt mig vera svindlara og svikara. Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu en áróður eftir áróður varð til þess að ég ferðaðist ekki til Reykjavíkur í nokkra mánuði vegna hræðslu um að verða fyrir einhverjum áreiti almennings og átti ég erfitt með einbeitingu er ég var við vinnu. En ég var ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á þeim heldur heyrði ég að það urðu 2 strákar sem spila með Skallagrím fyrir slæmum áróðri frá FC Árbæ, þeir gerðu Skallagrím að athlægi með því að birta mig undir þeirra merkjum sem og setja inn niðrandi orð í þeirra garð á Instagram story og frétti ég að í seinni leik FC Árbæ - Skallagríms í Árbæ þá hafa verið niðrandi orð og blótsyrði kallað inná völlinn sem voru beind að leikmönnum Skallagríms úr áhorfendapöllunum. Hef ég haft samband við KSÍ sem eru nú með málið á sínu borði og munu höndla málið innan sambandsins. KSÍ sendir póst til FC Árbæ og óska eftir svörum. Í óbeinum orðum sem ég fékk þá átti ég einfaldlega að hafa samband við klúbbinn og óska eftir fjarlægingu mynda sem þeir notuðu af mér í leyfisleysi, þó það hefði verið gert hefði það ekki tekið frá þann áróður og athlægi sem ég hafði orðið þegar fyrir. Myndirnar sem þeir birtu af mér hafa nú verið fjarlægðar af Instagram reikning klúbbsins sem og myndir sem vistuð voru í story hjá þeim. Mér hefur verið bent á að það sem ég hef orðið fyrir að hálfu FC Árbær er einhvað sem varir við brotum á lögum alþýðunnar gagnvart minni persónuvernd. Ég skrifa þetta því að enginn og ég meina enginn á að þurfa að fá svona áreiti á sig, þannig að ég vill standa upp fyrir þá dómara og aðra sem lent í svona hafa og segja frá er félög, leikmenn eða aðrir níðast á ykkur og ykkar persónulega lífi. Látum í okkur heyra því fyrir svona hegðun líð ég ekki og mun ég ávallt standa upp og segja frá. En það sem að mig langar hér með að óska eftir er að FC Árbær komi með opinbera afsökunarbeiðni og útskýri mál sitt til hins ýtrasta. Fyrir mér sýna þeir sitt rétta andlit hvort sem þeir koma með afsökunarbeiðnina eða ekki. Davíð Guðmundsson
Bréf Davíðs til FC Árbæjar Komið þið sæl, eins og margir vita þá fyrr í sumar dæmdi ég leik Skallagríms og FC Árbær. Í fréttum eftir leikinn þá var birt að ég væri skráður í Skallagrím og hafði æft með klúbbnum í þó mörg ár. Ég gengst við því að þess vitandi átti ég alls ekki að vera neinn partur af þessum leik nema áhorfandi. En það sem að því fylgdi er ástæða þess að ég skrifa þetta. Nokkrum dögum og vikum eftir leikinn þá byrjaði að hrynja inn á Instagram reikning minn "vinabeiðnir" frá FC Árbæ sem að ég tók ekki mikið til mín. En einnig þá fékk ég "vinabeiðnir" frá fólki sem að tengdist klúbbnum eða tengdust leikmönnum FC Árbæs á einhvern hátt. Fylgjandi þessu er að stutt var í seinni leik FC Árbæs og Skallagríms þá koma inn á Instagram reikningin þeirra myndbirtingar af mér í treyju merktur Skallagrím og leikmönnum Árbæs. Ekki skeði þetta einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum, birtu þeir myndir á reikning sínum til að þeirra sögn "promóta" leikinn. Meðfylgjandi myndir sína þetta. Einnig birta þeir á "story" hjá sér niðrandi orð til Skallagríms og mín. Þeir hafa birt allt þetta án leyfis frá mér. Vegna þessa myndbirtinga hef ég orðið fyrir áróðri fólks sem ég ekki þekki er ég hef verið á opinberum stöðum, meðal annars verið sagt mig vera svindlara og svikara. Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu en áróður eftir áróður varð til þess að ég ferðaðist ekki til Reykjavíkur í nokkra mánuði vegna hræðslu um að verða fyrir einhverjum áreiti almennings og átti ég erfitt með einbeitingu er ég var við vinnu. En ég var ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á þeim heldur heyrði ég að það urðu 2 strákar sem spila með Skallagrím fyrir slæmum áróðri frá FC Árbæ, þeir gerðu Skallagrím að athlægi með því að birta mig undir þeirra merkjum sem og setja inn niðrandi orð í þeirra garð á Instagram story og frétti ég að í seinni leik FC Árbæ - Skallagríms í Árbæ þá hafa verið niðrandi orð og blótsyrði kallað inná völlinn sem voru beind að leikmönnum Skallagríms úr áhorfendapöllunum. Hef ég haft samband við KSÍ sem eru nú með málið á sínu borði og munu höndla málið innan sambandsins. KSÍ sendir póst til FC Árbæ og óska eftir svörum. Í óbeinum orðum sem ég fékk þá átti ég einfaldlega að hafa samband við klúbbinn og óska eftir fjarlægingu mynda sem þeir notuðu af mér í leyfisleysi, þó það hefði verið gert hefði það ekki tekið frá þann áróður og athlægi sem ég hafði orðið þegar fyrir. Myndirnar sem þeir birtu af mér hafa nú verið fjarlægðar af Instagram reikning klúbbsins sem og myndir sem vistuð voru í story hjá þeim. Mér hefur verið bent á að það sem ég hef orðið fyrir að hálfu FC Árbær er einhvað sem varir við brotum á lögum alþýðunnar gagnvart minni persónuvernd. Ég skrifa þetta því að enginn og ég meina enginn á að þurfa að fá svona áreiti á sig, þannig að ég vill standa upp fyrir þá dómara og aðra sem lent í svona hafa og segja frá er félög, leikmenn eða aðrir níðast á ykkur og ykkar persónulega lífi. Látum í okkur heyra því fyrir svona hegðun líð ég ekki og mun ég ávallt standa upp og segja frá. En það sem að mig langar hér með að óska eftir er að FC Árbær komi með opinbera afsökunarbeiðni og útskýri mál sitt til hins ýtrasta. Fyrir mér sýna þeir sitt rétta andlit hvort sem þeir koma með afsökunarbeiðnina eða ekki. Davíð Guðmundsson
Fótbolti Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira