Viðhaldsmeðferðir manneskjulegar en örugg umgjörð nauðsynleg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2022 06:25 Valgerður Rúnarsdóttir, Marín Þórsdóttir og Steinunn Þórðardóttir. „Við erum ekki að tengja saman einstaklinga og lækna. Rauði krossinn gerir ekki svoleiðis. Við höfum enga sérþekkingu til að gera það og höfum ekkert utanumhald til að styðja við einstaklinga í viðhaldsmeðferð.“ Þetta segir Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins, spurð að því hvort starfsmenn Frú Ragnheiðar hafi komið að því að benda læknum á langt leidda vímuefnaneytendur sem gætu haft gagn af svokallaðri „viðhaldsmeðferð“, sem felst í því að skrifa upp á ákveðinn skammt af vímuefnum til að bæta lífsgæði þeirra. Tilefnið er aðsend grein sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag, eftir Árna Tómas Ragnarsson lækni, þar sem hann fjallar um skaðaminnkun og það úrræðaleysi sem fíknisjúklingar mæta í heilbrigðiskerfinu. Í greininni segir Árni meðal annars: „Ég og nokkrir aðrir læknar tókum upp samstarf við Frú Ragnheiði og fengum ábendingar um það hverjir væru mest veikir og vel treystandi. Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika. Þetta hefur verið hálfgert feimnismál, en það hefur verið sannfæring okkar að með þessu séum við að minnka skaðann fyrir þessa skjólstæðinga okkar – rétt eins og fyrir aðra.“ Getur verið til góða en umgjörðin þarf að vera til staðar Árni Tómas segir þetta hafa gefist vel en fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem koma að þjónustu við vímuefnaneytendur, sem segja aðferðafræðina orka tvímælis. Helsta gagnrýnin snýr að því sem Árni Tómas vekur sjálfur athygli á; að engin yfirstjórn eða skipulag sé á meðferðinni, sem þurfi að breytast. Skorar hann á landlæknisembættið að bæta úr málum. Marín segir viðhaldsmeðferðir þekktar víða um heim og þær séu sannarlega mörgum til góða. „Fólki eru þá gefin lyfin sem það þarf og er alltaf að fá sama skammtinn. Ná jafnvægi, sem efnin á götunni geta ekki komið á því þar er þetta ekki alltaf rétta skammtastærðin. En það er ekki nóg að gefa lyfin, það þarf líka að vera til staðar félagslegur stuðningur og við eigum langt í land með það á Íslandi að geta komið viðhaldsmeðferðum á laggirnar,“ segir hún. Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi úrræði. Í bifreið Frú Ragnheiðar er þjónusta veitt á vettvangi. Í bifreið Ylju, sem er færanlegt neyslurými, geta þeir sem nota vímuefni neytt efnanna í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum einstakling.Rauði krossinn Marín segist vita til þess að starfsmenn Rauða krossins hafi fylgt skjólstæðingum til lækna sem skrifa upp á lyf á borð við morfín, eins og Árni Tómas segist gera, en aðeins sé um fylgd að ræða. Fólkinu sé einnig fylgt í önnur heilbrigðis- og félagsleg úrræði og Marín ítrekar mikilvægi alhliða þjónustu. Hún segir fíknisjúkdóminn margslunginn og það hafi ekki hjálpað að hingað til hafi verið litið á hann sem félagslegt fyrirbæri en ekki vandamál heilbrigðiskerfisins. Fólk sé enn að fela vandann til að verða ekki fyrir fordómum þegar kemur að þjónustu; til að mynda séu margir með fíknivanda í gistiskýlum í stað þess að vera á hjúkrunarheimilum þar sem ættu miklu frekar heima. „Þetta er manneskjulegt“ Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði frásögn Árna Tómasar koma sér á óvart; hún hefði ekki heyrt af því áður að læknar væru að skrifa upp á stóra skammta af morfíni fyrir einstaklinga í neyslu. Hún sagði landlæknisembættið hins vegar verða að svara til um lögmæti uppáskriftanna. „Þetta er ein leið til að sinna fólki sem er með alvarlega fíkn; að gera eins mikið og við treystum okkur til þess að minnka lífshættulegar afleiðingar,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, aðspurð um framtak Árna Tómasar og félaga. Hún tekur í sama streng og Marín með það að í öðrum ríkjum sé langt leiddum einstaklingum gefin vímuefni en umgjörðin og stefnan þurfi að vera afar skýr. Um sé að ræða lokaúrræði þegar verið sé að glíma við alvarlegan fíknivanda og mörg skref séu stigi áður en að þessu kemur. „Þetta er manneskjulegt,“ segir Valgerður, ef samfélagið vill grípa til úrræða á borð við þetta, en hún ítrekar að það þurfi að vanda mjög vel til verka, þar sem meðferð af þessu tagi getur verið hættuleg. Valgerður vill ekki tjá sig um þetta tiltekna mál en vísar, líkt og Steinunn, á landlæknisembættið. Hún segir þennan mjög svo langt leidda hóp sem betur fer fámennan og best sé að geta gripið inn í mun fyrr. Þess ber að geta að fréttastofa hefur leitað viðbragða landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Þetta segir Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins, spurð að því hvort starfsmenn Frú Ragnheiðar hafi komið að því að benda læknum á langt leidda vímuefnaneytendur sem gætu haft gagn af svokallaðri „viðhaldsmeðferð“, sem felst í því að skrifa upp á ákveðinn skammt af vímuefnum til að bæta lífsgæði þeirra. Tilefnið er aðsend grein sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag, eftir Árna Tómas Ragnarsson lækni, þar sem hann fjallar um skaðaminnkun og það úrræðaleysi sem fíknisjúklingar mæta í heilbrigðiskerfinu. Í greininni segir Árni meðal annars: „Ég og nokkrir aðrir læknar tókum upp samstarf við Frú Ragnheiði og fengum ábendingar um það hverjir væru mest veikir og vel treystandi. Við fórum því að skrifa út lyfseðla með stórum skömmtum af morfíni, sem fíklarnir gátu sótt í apótek, einn dagskammt í einu af hreinu efni í stöðluðum styrkleika. Þetta hefur verið hálfgert feimnismál, en það hefur verið sannfæring okkar að með þessu séum við að minnka skaðann fyrir þessa skjólstæðinga okkar – rétt eins og fyrir aðra.“ Getur verið til góða en umgjörðin þarf að vera til staðar Árni Tómas segir þetta hafa gefist vel en fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem koma að þjónustu við vímuefnaneytendur, sem segja aðferðafræðina orka tvímælis. Helsta gagnrýnin snýr að því sem Árni Tómas vekur sjálfur athygli á; að engin yfirstjórn eða skipulag sé á meðferðinni, sem þurfi að breytast. Skorar hann á landlæknisembættið að bæta úr málum. Marín segir viðhaldsmeðferðir þekktar víða um heim og þær séu sannarlega mörgum til góða. „Fólki eru þá gefin lyfin sem það þarf og er alltaf að fá sama skammtinn. Ná jafnvægi, sem efnin á götunni geta ekki komið á því þar er þetta ekki alltaf rétta skammtastærðin. En það er ekki nóg að gefa lyfin, það þarf líka að vera til staðar félagslegur stuðningur og við eigum langt í land með það á Íslandi að geta komið viðhaldsmeðferðum á laggirnar,“ segir hún. Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi úrræði. Í bifreið Frú Ragnheiðar er þjónusta veitt á vettvangi. Í bifreið Ylju, sem er færanlegt neyslurými, geta þeir sem nota vímuefni neytt efnanna í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum einstakling.Rauði krossinn Marín segist vita til þess að starfsmenn Rauða krossins hafi fylgt skjólstæðingum til lækna sem skrifa upp á lyf á borð við morfín, eins og Árni Tómas segist gera, en aðeins sé um fylgd að ræða. Fólkinu sé einnig fylgt í önnur heilbrigðis- og félagsleg úrræði og Marín ítrekar mikilvægi alhliða þjónustu. Hún segir fíknisjúkdóminn margslunginn og það hafi ekki hjálpað að hingað til hafi verið litið á hann sem félagslegt fyrirbæri en ekki vandamál heilbrigðiskerfisins. Fólk sé enn að fela vandann til að verða ekki fyrir fordómum þegar kemur að þjónustu; til að mynda séu margir með fíknivanda í gistiskýlum í stað þess að vera á hjúkrunarheimilum þar sem ættu miklu frekar heima. „Þetta er manneskjulegt“ Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, sagði frásögn Árna Tómasar koma sér á óvart; hún hefði ekki heyrt af því áður að læknar væru að skrifa upp á stóra skammta af morfíni fyrir einstaklinga í neyslu. Hún sagði landlæknisembættið hins vegar verða að svara til um lögmæti uppáskriftanna. „Þetta er ein leið til að sinna fólki sem er með alvarlega fíkn; að gera eins mikið og við treystum okkur til þess að minnka lífshættulegar afleiðingar,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, aðspurð um framtak Árna Tómasar og félaga. Hún tekur í sama streng og Marín með það að í öðrum ríkjum sé langt leiddum einstaklingum gefin vímuefni en umgjörðin og stefnan þurfi að vera afar skýr. Um sé að ræða lokaúrræði þegar verið sé að glíma við alvarlegan fíknivanda og mörg skref séu stigi áður en að þessu kemur. „Þetta er manneskjulegt,“ segir Valgerður, ef samfélagið vill grípa til úrræða á borð við þetta, en hún ítrekar að það þurfi að vanda mjög vel til verka, þar sem meðferð af þessu tagi getur verið hættuleg. Valgerður vill ekki tjá sig um þetta tiltekna mál en vísar, líkt og Steinunn, á landlæknisembættið. Hún segir þennan mjög svo langt leidda hóp sem betur fer fámennan og best sé að geta gripið inn í mun fyrr. Þess ber að geta að fréttastofa hefur leitað viðbragða landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði