Veðjað á rangan hest Guðný Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun