„Vægt til orða tekið mjög óánægður með þessa breytingu“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 11:00 Valsmenn fögnuðu frábærum sigri gegn Ferencváros í frumraun sinni í Evrópudeildinni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er hundóánægður með þá staðreynd að Valsmenn skuli ekki hafa fengið að spila leik á milli sigursins gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í síðustu viku, og leiksins við Benidorm á Spáni í kvöld. Handboltalið Vals kom til Benidorm á laugardaginn og freistar þess í kvöld að fylgja eftir sterkum sigri á Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Valsmenn léku ekki í Olís-deildinni um helgina, þar sem leik þeirra við Gróttu var frestað til 19. desember en Gróttumenn drógust inn í fyrstu umferð bikarkeppninnar og léku í henni síðasta fimmtudag. „Ég var vægt til orða tekið mjög óánægður með þessa breytingu. Þetta hentar okkur verr að mínu mati sem þjálfara. En það getur vel verið að þetta henti okkur ágætlega núna, enda voru menn mjög hátt uppi eftir fyrsta leik í keppninni,“ sagði Snorri í viðtali við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „En fegurðin og áskorunin fyrir mig sem þjálfara eru þessir leikir á milli Evrópuleikja, og ég hefði viljað sjá okkur glíma við það. Auðvitað hefði þá verið tækifæri fyrir Gróttu í þessu tilviki að vinna okkur, á meðan að menn voru enn hátt uppi, en ég hefði bara viljað spila. Mér finnst þetta ekkert mikið betra upp á þennan leik hérna úti. Maður getur farið í of marga hringi bara sem þjálfari, ofhugsað hlutina, og allt í einu er maður farinn að búa til einhver kerfi sem við notum ekkert. Mín reynsla er að það sé betra að gera það vel sem þú ert vanur og góður í,“ sagði Snorri og er greinilega ekki sömu skoðunar og margir fótboltaþjálfarar sem vilja fá hlé á milli leikja í Evrópukeppnum. Viðtal Arnars Daða við Snorra má heyra í nýjasta þætti Handkastsins hér að neðan. Snorri segir erfitt að segja til um það við hvernig leik megi búast af hálfu Benidorm í kvöld: „Ég býst bara við þessu öllu. Það er mjög erfitt að undirbúa sig. Það var það líka fyrir leikinn við Ungverja sem spila mikið 7 gegn 6 heima í Ungverjalandi. En þetta er allt öðruvísi mótherji, sem er eðlilegt í Evrópukeppni. Mér finnst erfitt að rýna í leiki úr öðrum deildum, kannski er það eitthvað reynsluleysi, en það er alla vega vont að slá einhverju föstu út frá því. Það er rosalega margt sem við þurfum að varast og vera tilbúnir í,“ sagði Snorri. Benedorm - Valur í Evrópudeildinni í kvöld. 19:45 Stöð2 Sport#handbolti pic.twitter.com/nDhWm8hy7O— HSÍ (@HSI_Iceland) November 1, 2022 „Óttast það að hlaupa einhvern tímann á vegg“ „Mér finnst þeir mjög góðir „maður á mann“. Þeir eru mjög snöggir, „litlir“ og ná ágætis floti með boltann. Ég er stundum hissa á því hvað þeir nota mikið „7 á 6“ í sókn því mér finnst þeir ekki þurfa á því að halda, en það er bara mín skoðun. Að sama skapi spila þeir 7 á 6 ágætlega. En ég myndi frekar óttast að þeir spili á okkur 6 á 6, verði mjög beinskeyttir og fari á okkur maður á mann,“ bætti hann við. Valsmenn eru nú í fyrsta sinn með í Evrópudeildinni, sem er næststerkasta keppni Evrópu, og vita að við ramman reip verður að draga. „Ég er ekki sigurviss [fyrir kvöldið] en ég er alveg bjartsýnn,“ sagði Snorri og bætti við: „Ég hef trú á að við getum náð í úrslit hérna. Það er sama tilfinning að koma og fyrir leikinn við Ungverjana. Það er smá óvissa, og maður óttast það að hlaupa einhvern tímann á vegg og hugsanlega gerum við það í þessari keppni. Ég á aðeins erfitt með að meta styrkleika þeirra [leikmanna Benidorm] og hvar við stöndum gagnvart þeim. Ég er því ekki sigurviss en bjartsýnn á að með okkar besta leik getum við náð úrslitum.“ Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:30 í kvöld. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Handboltalið Vals kom til Benidorm á laugardaginn og freistar þess í kvöld að fylgja eftir sterkum sigri á Ferencváros í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Valsmenn léku ekki í Olís-deildinni um helgina, þar sem leik þeirra við Gróttu var frestað til 19. desember en Gróttumenn drógust inn í fyrstu umferð bikarkeppninnar og léku í henni síðasta fimmtudag. „Ég var vægt til orða tekið mjög óánægður með þessa breytingu. Þetta hentar okkur verr að mínu mati sem þjálfara. En það getur vel verið að þetta henti okkur ágætlega núna, enda voru menn mjög hátt uppi eftir fyrsta leik í keppninni,“ sagði Snorri í viðtali við Arnar Daða Arnarsson í Handkastinu. „En fegurðin og áskorunin fyrir mig sem þjálfara eru þessir leikir á milli Evrópuleikja, og ég hefði viljað sjá okkur glíma við það. Auðvitað hefði þá verið tækifæri fyrir Gróttu í þessu tilviki að vinna okkur, á meðan að menn voru enn hátt uppi, en ég hefði bara viljað spila. Mér finnst þetta ekkert mikið betra upp á þennan leik hérna úti. Maður getur farið í of marga hringi bara sem þjálfari, ofhugsað hlutina, og allt í einu er maður farinn að búa til einhver kerfi sem við notum ekkert. Mín reynsla er að það sé betra að gera það vel sem þú ert vanur og góður í,“ sagði Snorri og er greinilega ekki sömu skoðunar og margir fótboltaþjálfarar sem vilja fá hlé á milli leikja í Evrópukeppnum. Viðtal Arnars Daða við Snorra má heyra í nýjasta þætti Handkastsins hér að neðan. Snorri segir erfitt að segja til um það við hvernig leik megi búast af hálfu Benidorm í kvöld: „Ég býst bara við þessu öllu. Það er mjög erfitt að undirbúa sig. Það var það líka fyrir leikinn við Ungverja sem spila mikið 7 gegn 6 heima í Ungverjalandi. En þetta er allt öðruvísi mótherji, sem er eðlilegt í Evrópukeppni. Mér finnst erfitt að rýna í leiki úr öðrum deildum, kannski er það eitthvað reynsluleysi, en það er alla vega vont að slá einhverju föstu út frá því. Það er rosalega margt sem við þurfum að varast og vera tilbúnir í,“ sagði Snorri. Benedorm - Valur í Evrópudeildinni í kvöld. 19:45 Stöð2 Sport#handbolti pic.twitter.com/nDhWm8hy7O— HSÍ (@HSI_Iceland) November 1, 2022 „Óttast það að hlaupa einhvern tímann á vegg“ „Mér finnst þeir mjög góðir „maður á mann“. Þeir eru mjög snöggir, „litlir“ og ná ágætis floti með boltann. Ég er stundum hissa á því hvað þeir nota mikið „7 á 6“ í sókn því mér finnst þeir ekki þurfa á því að halda, en það er bara mín skoðun. Að sama skapi spila þeir 7 á 6 ágætlega. En ég myndi frekar óttast að þeir spili á okkur 6 á 6, verði mjög beinskeyttir og fari á okkur maður á mann,“ bætti hann við. Valsmenn eru nú í fyrsta sinn með í Evrópudeildinni, sem er næststerkasta keppni Evrópu, og vita að við ramman reip verður að draga. „Ég er ekki sigurviss [fyrir kvöldið] en ég er alveg bjartsýnn,“ sagði Snorri og bætti við: „Ég hef trú á að við getum náð í úrslit hérna. Það er sama tilfinning að koma og fyrir leikinn við Ungverjana. Það er smá óvissa, og maður óttast það að hlaupa einhvern tímann á vegg og hugsanlega gerum við það í þessari keppni. Ég á aðeins erfitt með að meta styrkleika þeirra [leikmanna Benidorm] og hvar við stöndum gagnvart þeim. Ég er því ekki sigurviss en bjartsýnn á að með okkar besta leik getum við náð úrslitum.“ Allir leikir Vals í Evrópudeildinni eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:30 í kvöld.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira