Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi framseldur heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2022 10:37 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins. Dómsmál Lettland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins.
Dómsmál Lettland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira