Fjölbreyttari málverk í Valhöll Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann skrifar 1. nóvember 2022 07:31 Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim gengur að vísu fremur illa að útskýra í hverju þessar breytingar ættu að felast, að öðru leyti en því að nafn formanns flokksins breyttist úr Bjarna Benediktssyni í Guðlaug Þór Þórðarson. Málverk af enn einum miðaldra karlinum yrði hengt upp í Valhöll, innan um alla hina miðaldra karlana. Þar er ekki að finna eina einustu konu, enda hefur kona aldrei gegnt formennsku í flokknum frá stofnun hans árið 1929. Í röðum flokksins eru nú tvær skeleggar ungar konur sem hafa undanfarin ár safnað mikilvægri reynslu sem þingmenn og ráðherrar, fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum um langa hríð áður en þær urðu kjörnir fulltrúar. Svo enginn vafi leiki á er hér rætt um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Báðar eru þær formannsefni framtíðarinnar og því kann Guðlaugur Þór illa, enda hefur hann undirbúið framboð sitt í formannsstólinn frá því að hann gekk í flokkinn fyrir um fjórum áratugum síðan, eða þar um bil. Guðlaugur Þór veit sem er að hans tími er liðinn og að hann á litla möguleika á sigri taki hann slaginn við aðra hvora þessara kvenskörunga. Ef æskudraumur hans á að rætast þá er það núna eða ekki, enda yrði auðveldara að verja stólinn en að sækja hann. Þetta er ástæða þess að Guðlaugur Þór fipast og vill ekki ræða málefnalegar áherslur. Hann hefur ekki sýnt að hann hafi burði til að sækja fylgi út fyrir hópinn sinn, líkt og glögglega má sjá ef rýnt er í tölur úr kjördæmi hans - þar sem hann missti þingmann einn oddvita flokksins - og myndir af einsleitum hópi sem sótti framboðsfund hans. Í öllum sínum málflutningi beinir Guðlaugur Þór sjónum að fortíðinni, gömlum slagorðum og sigrum þeirra sem á undan honum gengu, sigrum sem ekki eru hans eigin. Hans stærsti sigur er enda að hafa rétt marið Áslaugu Örnu í oddvitakjöri fyrir síðustu kosningar, með örfáum atkvæðum. Ég vil frekar horfa til framtíðar. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki framtíð Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir. Þau sem vilja raunverulegar breytingar á flokknum og sækja aukið fylgi fá það ekki með atkvæði greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, svo mikið er víst. Höfundur er ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er formlega hafinn formannsslagur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um komandi helgi. Guðlaugur Þór og fylgisveinar hans ganga nú hrópandi á torgum að þeir vilji breytingar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim gengur að vísu fremur illa að útskýra í hverju þessar breytingar ættu að felast, að öðru leyti en því að nafn formanns flokksins breyttist úr Bjarna Benediktssyni í Guðlaug Þór Þórðarson. Málverk af enn einum miðaldra karlinum yrði hengt upp í Valhöll, innan um alla hina miðaldra karlana. Þar er ekki að finna eina einustu konu, enda hefur kona aldrei gegnt formennsku í flokknum frá stofnun hans árið 1929. Í röðum flokksins eru nú tvær skeleggar ungar konur sem hafa undanfarin ár safnað mikilvægri reynslu sem þingmenn og ráðherrar, fyrir utan að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum um langa hríð áður en þær urðu kjörnir fulltrúar. Svo enginn vafi leiki á er hér rætt um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Báðar eru þær formannsefni framtíðarinnar og því kann Guðlaugur Þór illa, enda hefur hann undirbúið framboð sitt í formannsstólinn frá því að hann gekk í flokkinn fyrir um fjórum áratugum síðan, eða þar um bil. Guðlaugur Þór veit sem er að hans tími er liðinn og að hann á litla möguleika á sigri taki hann slaginn við aðra hvora þessara kvenskörunga. Ef æskudraumur hans á að rætast þá er það núna eða ekki, enda yrði auðveldara að verja stólinn en að sækja hann. Þetta er ástæða þess að Guðlaugur Þór fipast og vill ekki ræða málefnalegar áherslur. Hann hefur ekki sýnt að hann hafi burði til að sækja fylgi út fyrir hópinn sinn, líkt og glögglega má sjá ef rýnt er í tölur úr kjördæmi hans - þar sem hann missti þingmann einn oddvita flokksins - og myndir af einsleitum hópi sem sótti framboðsfund hans. Í öllum sínum málflutningi beinir Guðlaugur Þór sjónum að fortíðinni, gömlum slagorðum og sigrum þeirra sem á undan honum gengu, sigrum sem ekki eru hans eigin. Hans stærsti sigur er enda að hafa rétt marið Áslaugu Örnu í oddvitakjöri fyrir síðustu kosningar, með örfáum atkvæðum. Ég vil frekar horfa til framtíðar. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki framtíð Sjálfstæðisflokksins. Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir. Þau sem vilja raunverulegar breytingar á flokknum og sækja aukið fylgi fá það ekki með atkvæði greiddu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, svo mikið er víst. Höfundur er ung sjálfstæðiskona.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun