Ungstirnið Volpato kom Rómverjum til bjargar á ögurstundu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2022 19:46 Nemanja Matić og Cristian Volpato fagna marki þess síðarnefnda. Emmanuele Ciancaglini/Getty Images Lærisveinar José Mourinho í Roma eru komnir upp í fjórða sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir 3-1 útisigur á Hellas Verona í kvöld. Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Leikur kvöldsins var enginn dans á rósum fyrir gestina frá Róm. Paweł Dawidowicz kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fór úr hetju í skúrk á mettíma þar sem hann nældi sér í rautt spjald tæpum tíu mínútum síðar fyrir gróft brot. Dawidowicz tæklaði þá Nicolò Zaniolo illa en sá síðarnefndi átti eftir að koma við sögu síðar í leiknum. Það virtist sem Dawidowicz myndi sleppa við rauða spjaldið en á endanum fór dómari leiksins, Juan Luca Sacchi, í skjáinn og lyfti rauða spjaldinu í kjölfarið. Það nýttu Rómverjar sér og jafnaði Zaniolo sjálfur metin með marki af stuttu færi en hann var fyrstur að átta sig á stöðu mála eftir að Tammy Abraham hafði átt skot í stöng. Staðan orðin jöfn 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að sækja sigurinn. Mourinho gerði fjölda skiptinga og var það innkoma hins 18 ára gamla Cristian Volpato sem gerði gæfumuninn. Hún var þó ekki jákvæð þar sem Zaniolo fór meiddur af velli í staðinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þá gaf Nemanja Matić á Volpato sem skoraði með þrumuskoti og gestirnir komnir 2-1 yfir. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Volpato svo sendingu á Stephan El Shaarawy sem skoraði með glæsilegri vippu. Lokatölur 3-1 og Rómverjar komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur minna en Atalanta sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira