Innlent

Stór skjálfti í Bárðarbungu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bárðarbunga í fjarska.
Bárðarbunga í fjarska. Vilhelm Gunnarsson

Stór skjálfti varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 

Klukkan 14:56 varð skjálfti 2,7 að stærð í Bárðarbungu og einungis einni mínútu seinna varð annar á sama stað sem mældist 4,2 að stærð.

Hér má sjá áhrifasvæði stærri skjálftans.ShakeMap

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist. 

Örfáum mínútum síðar, á slaginu þrjú, varð skjálfti að stærðinni 3,2 norður af Herðubreið. Einnig hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt honum. 

Stórir skjálftar hafa mælst bæði í Bárðarbungu og norður af Herðubreið. Stjörnurnar á kortinu sýna skjálfta yfir 3 á stærð.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×