Skattakóngur Íslands nýr forstjóri Annata Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 12:48 Magnús Norðdahl. Aðsend Magnús Norðdahl hefur verið ráðinn forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Annata og mun hefja störf 1.janúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að Magnús taki við af Jóhanni Ólafi Jónssyni, einum af stofnendum Annata, en Jóhann hefur verið forstjóri Annata frá stofnun félagsins árið 2001. Magnús, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri LS Retail, rataði i fréttirnar fyrr á árinu þegar hann varð skattakóngur Íslands. Í tilkynningu frá Annata segir að samhliða ráðningu Magnúsar muni Jóhann taka við stjórnarformennsku félagsins af Magnúsi sem gengt hefur þeirri stöðu frá því að VEX I og meðfjárfestar keyptu helmingshlut í Annata í byrjun árs 2022. „Magnús starfaði áður sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail til 11 ára þar sem hann tók þátt í að byggja upp félagið á alþjóðavísu. Magnús hefur 30 ára stjórnunarreynslu innan hugbúnaðarþróunar, upplýsingatækni og lyfjaiðnaðarins á heimsvísu, meðal annars hjá EJS, DAC og Tech Data. Þá hefur Magnús jafnframt setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Men & Mice, Artasan og Advania í Svíþjóð.“ Haft er eftir Magnúsi að starfsfólk Annata hafi náð aðdáunarverðum árarangri í byggja upp félag sem sé leiðandi á heimsvísu í hugbúnaðargerð fyrir framleiðendur, dreifingaraðila og seljendur bifreiða og vinnuvéla. „Vöxtur á undanförnum árum hefur verið um og yfir 50% og félagið hefur byggt upp árangursríkt samstarf við mörg af helstu vörumerkjum í heimi, s.s. Toyota, Volvo, Volkswagen, Citroen, Claas, Scanina, Hitachi, Yamaha, Komatsu, Izuzu o.fl. Það er því mikill heiður að fá að leiða Annata áfram á þeirri vegferð vaxtar sem fram undan er. Fráfarandi forstjóri Annata, Jóhann Jónsson, sem leitt hefur fyrirtækið frá upphafi mun hafa stólaskipti við mig sem stjórnarformaður Annata, og munum við því halda áfram að vinna þétt og náið saman í þessu skemmtilega verkefni.“ Jóhann Jónsson verður stjórnarformaður Annata.Aðsend Mikill fengur Þá er haft eftir Jóhanni Jónssyni að það sé mikill fengur fyrir félagið að fá Magnús í stól forstjóra. „Við höfum fylgst með honum leiða og byggja upp einn mikilvægasta samstafsaðila Microsoft á sviði iðngreinalausna og átt farsælt samstarf í gegnum tíðina, ekki síst eftir að hann settist í stól stjórnarformanns félagsins. Ég gæti því ekki verið ánægðari með arftaka minn. Magnús kemur inn í félagið á mikilvægum tímapunti og mun ásamt ört vaxandi hópi stjórnenda og starfsfólks víða um heim leiða félagið áfram til frekari vaxtar. Framundan eru spennandi tímar, Annata hefur náð góðri fótfestu meðal margra af stærstu og mikilvægustu vörumerkjum heims í bíl- og vinnuvélagreininni og mun halda áfram að spila stórt hlutverk í stafrænni umbyltingu í þeim iðnaði. Ég er afar spenntur fyrir framtíðinni og mínu nýja hlutverki og hlakka til að vinna áfram með Magnúsi og fagfólkinu hjá VEX að framgangi Annata.” Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Magnús taki við af Jóhanni Ólafi Jónssyni, einum af stofnendum Annata, en Jóhann hefur verið forstjóri Annata frá stofnun félagsins árið 2001. Magnús, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri LS Retail, rataði i fréttirnar fyrr á árinu þegar hann varð skattakóngur Íslands. Í tilkynningu frá Annata segir að samhliða ráðningu Magnúsar muni Jóhann taka við stjórnarformennsku félagsins af Magnúsi sem gengt hefur þeirri stöðu frá því að VEX I og meðfjárfestar keyptu helmingshlut í Annata í byrjun árs 2022. „Magnús starfaði áður sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail til 11 ára þar sem hann tók þátt í að byggja upp félagið á alþjóðavísu. Magnús hefur 30 ára stjórnunarreynslu innan hugbúnaðarþróunar, upplýsingatækni og lyfjaiðnaðarins á heimsvísu, meðal annars hjá EJS, DAC og Tech Data. Þá hefur Magnús jafnframt setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Men & Mice, Artasan og Advania í Svíþjóð.“ Haft er eftir Magnúsi að starfsfólk Annata hafi náð aðdáunarverðum árarangri í byggja upp félag sem sé leiðandi á heimsvísu í hugbúnaðargerð fyrir framleiðendur, dreifingaraðila og seljendur bifreiða og vinnuvéla. „Vöxtur á undanförnum árum hefur verið um og yfir 50% og félagið hefur byggt upp árangursríkt samstarf við mörg af helstu vörumerkjum í heimi, s.s. Toyota, Volvo, Volkswagen, Citroen, Claas, Scanina, Hitachi, Yamaha, Komatsu, Izuzu o.fl. Það er því mikill heiður að fá að leiða Annata áfram á þeirri vegferð vaxtar sem fram undan er. Fráfarandi forstjóri Annata, Jóhann Jónsson, sem leitt hefur fyrirtækið frá upphafi mun hafa stólaskipti við mig sem stjórnarformaður Annata, og munum við því halda áfram að vinna þétt og náið saman í þessu skemmtilega verkefni.“ Jóhann Jónsson verður stjórnarformaður Annata.Aðsend Mikill fengur Þá er haft eftir Jóhanni Jónssyni að það sé mikill fengur fyrir félagið að fá Magnús í stól forstjóra. „Við höfum fylgst með honum leiða og byggja upp einn mikilvægasta samstafsaðila Microsoft á sviði iðngreinalausna og átt farsælt samstarf í gegnum tíðina, ekki síst eftir að hann settist í stól stjórnarformanns félagsins. Ég gæti því ekki verið ánægðari með arftaka minn. Magnús kemur inn í félagið á mikilvægum tímapunti og mun ásamt ört vaxandi hópi stjórnenda og starfsfólks víða um heim leiða félagið áfram til frekari vaxtar. Framundan eru spennandi tímar, Annata hefur náð góðri fótfestu meðal margra af stærstu og mikilvægustu vörumerkjum heims í bíl- og vinnuvélagreininni og mun halda áfram að spila stórt hlutverk í stafrænni umbyltingu í þeim iðnaði. Ég er afar spenntur fyrir framtíðinni og mínu nýja hlutverki og hlakka til að vinna áfram með Magnúsi og fagfólkinu hjá VEX að framgangi Annata.”
Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira