Nakamura nýr heimsmeistari í Fischer-slembiskák Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. október 2022 22:42 Nakamura (t.v.) og Nepomniachtchi lentu í fyrsta og öðru sæti á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák. FIDE/Lennart Ootes Stórmeistarinn Hikaru Nakamura frá Bandaríkjunum er nýr heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Heimsmeistaramótið hefur farið fram hér á landi seinustu daga og nú er sigurvegarinn ljós. Nakamura sigraði mótherja sinn Ian Nepomniachtchi á endanum en fjögurra skáka einvígi stórmeistarana tveggja fór 2-2 og grípa þurfti til bráðabana sem Nakamura vann. Heimsmeistarinn í skák,Magnus Carlsen lenti í þriðja sæti á mótinu eftir einvígi sitt við Abdusattorov sem Carlsen vann 3-1. Aftur á móti lenti ríkjandi heimsmeistari í Fischer-slembiskák, Wesley So, í sjötta sæti á mótinu. Þar að auki lenti Hjörvar Steinn Grétarsson, eini íslenski þátttakandi mótsins, í áttunda sæti af átta möglegum. Nýi heimsmeistarinn er af japönskum og bandarískum uppruna og er 34 ára gamall. Hann var talinn undrabarn í skák og árið 2003 er hann sagður hafa orðið sá yngsti sem hafði þá orðið stórmeistari í Bandaríkjunum, þá fimmtán ára gamall. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fór Nakamura að tefla meira við fólk um allan heim í gegnum internetið og streyma skákunum á YouTube, hann hafði áður streymt skákum sínum á Twitch en hann sérhæfir sig í hraðskák. Auðævi Nakamura eru sögð metin á tæpar fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða um sjö milljarða íslenskra króna. HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Tengdar fréttir Carlsen dottinn út og Hjörvar keppir um sjöunda sætið Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun. 29. október 2022 22:56 „Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07 Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Heimsmeistaramótið hefur farið fram hér á landi seinustu daga og nú er sigurvegarinn ljós. Nakamura sigraði mótherja sinn Ian Nepomniachtchi á endanum en fjögurra skáka einvígi stórmeistarana tveggja fór 2-2 og grípa þurfti til bráðabana sem Nakamura vann. Heimsmeistarinn í skák,Magnus Carlsen lenti í þriðja sæti á mótinu eftir einvígi sitt við Abdusattorov sem Carlsen vann 3-1. Aftur á móti lenti ríkjandi heimsmeistari í Fischer-slembiskák, Wesley So, í sjötta sæti á mótinu. Þar að auki lenti Hjörvar Steinn Grétarsson, eini íslenski þátttakandi mótsins, í áttunda sæti af átta möglegum. Nýi heimsmeistarinn er af japönskum og bandarískum uppruna og er 34 ára gamall. Hann var talinn undrabarn í skák og árið 2003 er hann sagður hafa orðið sá yngsti sem hafði þá orðið stórmeistari í Bandaríkjunum, þá fimmtán ára gamall. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fór Nakamura að tefla meira við fólk um allan heim í gegnum internetið og streyma skákunum á YouTube, hann hafði áður streymt skákum sínum á Twitch en hann sérhæfir sig í hraðskák. Auðævi Nakamura eru sögð metin á tæpar fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða um sjö milljarða íslenskra króna.
HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Tengdar fréttir Carlsen dottinn út og Hjörvar keppir um sjöunda sætið Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun. 29. október 2022 22:56 „Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07 Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Carlsen dottinn út og Hjörvar keppir um sjöunda sætið Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun. 29. október 2022 22:56
„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar“ Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák. 26. október 2022 12:07
Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30