Bílaleiga Akureyrar með sjö þúsund bíla og 300 starfsmenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 20:01 Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar er mjög ánægður með hvað rekstur fyrirtækisins gengur vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsvif Bílaleigu Akureyrar hafa aldrei verið eins mikil og í ár en fyrirtækið er með yfir sjö þúsund bíla í leigu og starfsfólkið fór yfir þrjú hundruð í sumar. Þá styttist óðum í fimm hundraðasta rafmagnsbílinn. Menn kvarta ekki hjá Bílaleigu Akureyrar því sumarið var það allra besta í sögu fyrirtækisins og nú á fyrirtækið yfir sjö þúsund bílaleigubíla. Bílaleigubílarnir eru af öllum stærðum og gerðum og tegundaúrvalið er líka fjölbreytt. Höfuðstöðvar bílaleigunnar eru á Akureyri en það eru útibú á tæplega tuttugu stöðum víðsvegar um landið, þau stærstu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. „Sumarið var mjög gott, þetta var bara met sumar og við fórum yfir sjö þúsund bíla og mikil eftirspurn. Það var svo, sem handleggur að ná bílum en það gekk að lokum,“ segir Steingrímur Birgisson. forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Hvaða fólk er helst að leigja bíla af ykkur? „Stærsti markaðurinn er í ferðamönnum frá Bandaríkjunum og mið Evrópa, Þýskaland, Sviss og Frakkland og svo eru við mjög sterk á heimamarkaðnum með öll þessi útibú hringinn í kringum landið.“ Steingrímur segir að númer eitt, tvö og þrjú sé að vera með trausta og örugga bíla og að þjónustan sé alltaf í topp standi við viðskiptavini. „Við erum búin að kaupa yfir tvö þúsund nýja bíla á þessu ári , endurnýja flotann, það minnkaði aðeins endurnýjunin þarna í Covidinu en það þurfti að slá í klárinn bæði í fyrra og í ár, þannig að við erum búin að endurnýja flotann nánast algjörlega,“ segir Steingrímur. Bílaleigan passar upp á að hafa alla bíla hreina og fína, sem hún leigir út til sinna viðskiptavina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rafmagnsbílum fjölgar og fjölgar hjá bílaleigunni. „Já, við erum alveg að detta í það að fara að kaupa rafmagnsbíl númer 500 hjá okkur. Við eigum 460 rafbíla og ég held að 27 til 28 prósent af flotanum er orðinn umhverfisvænn hjá okkur.“ Það styttist óðum í 50 ára afmæli Bílaleigu Akureyrar ogÞá segir Steingrímur að blásið verði í herlúðra með fjölbreyttum uppákomum. En er forstjórinn á bílaleigubíl? „Annar slagið já, það kemur fyrir en ég á reyndar minn bíl en það kemur fyrir að ég er á bílaleigubíl,“ segir Steingrímur skellihlægjandi. Akureyri Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Menn kvarta ekki hjá Bílaleigu Akureyrar því sumarið var það allra besta í sögu fyrirtækisins og nú á fyrirtækið yfir sjö þúsund bílaleigubíla. Bílaleigubílarnir eru af öllum stærðum og gerðum og tegundaúrvalið er líka fjölbreytt. Höfuðstöðvar bílaleigunnar eru á Akureyri en það eru útibú á tæplega tuttugu stöðum víðsvegar um landið, þau stærstu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. „Sumarið var mjög gott, þetta var bara met sumar og við fórum yfir sjö þúsund bíla og mikil eftirspurn. Það var svo, sem handleggur að ná bílum en það gekk að lokum,“ segir Steingrímur Birgisson. forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Hvaða fólk er helst að leigja bíla af ykkur? „Stærsti markaðurinn er í ferðamönnum frá Bandaríkjunum og mið Evrópa, Þýskaland, Sviss og Frakkland og svo eru við mjög sterk á heimamarkaðnum með öll þessi útibú hringinn í kringum landið.“ Steingrímur segir að númer eitt, tvö og þrjú sé að vera með trausta og örugga bíla og að þjónustan sé alltaf í topp standi við viðskiptavini. „Við erum búin að kaupa yfir tvö þúsund nýja bíla á þessu ári , endurnýja flotann, það minnkaði aðeins endurnýjunin þarna í Covidinu en það þurfti að slá í klárinn bæði í fyrra og í ár, þannig að við erum búin að endurnýja flotann nánast algjörlega,“ segir Steingrímur. Bílaleigan passar upp á að hafa alla bíla hreina og fína, sem hún leigir út til sinna viðskiptavina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rafmagnsbílum fjölgar og fjölgar hjá bílaleigunni. „Já, við erum alveg að detta í það að fara að kaupa rafmagnsbíl númer 500 hjá okkur. Við eigum 460 rafbíla og ég held að 27 til 28 prósent af flotanum er orðinn umhverfisvænn hjá okkur.“ Það styttist óðum í 50 ára afmæli Bílaleigu Akureyrar ogÞá segir Steingrímur að blásið verði í herlúðra með fjölbreyttum uppákomum. En er forstjórinn á bílaleigubíl? „Annar slagið já, það kemur fyrir en ég á reyndar minn bíl en það kemur fyrir að ég er á bílaleigubíl,“ segir Steingrímur skellihlægjandi.
Akureyri Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira