Ók næstum því á lögreglubíl Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 07:21 Flest mál á borði lögreglunnar virðast hafa snúið að akstri fólks undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Sjö voru vistaðir í fangageymslu. Flest mál á borði lögreglunnar virðast hafa snúið að akstri fólks undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var stöðvaður vegna þess hann var að nota farsíma við aksturinn og reyndist hann sömuleiðis ekki vera með gild ökuréttindi. Annar sem stöðvaður var í miðbænum var ekki með ökuskírteini, slökkt ljós, virti ekki biðskyldu og var næstum því búinn að aka á lögreglubíl. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Sautján ára ökumaður var mældur á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Í dagbók lögreglu segir að sterkan áfengisþef hafi lagt frá vitum unga mannsins en áfengismælar hafi sýnt hann undir refsimörkum. Málið var unnið með aðkomu móður hans og tilkynning send til Barnaverndar. Þá var tilkynnt um slys í miðbænum í nótt þar sem ungur maður féll af rafhlaupahjóli. Honum blæddi úr vör og nefi og var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Lögregluþjónar höfðu einnig afskipti af tveimur veitingastöðum í miðbænum í nótt þar sem opnunartími var ekki virtur. Gestir voru því reknir út og stöðunum lokað. Þá barst lögreglunni tilkynning um konu í annarlegu ástandi á veitingastað um klukkan fjögur í nótt. Hún var handtekin grunuð um brot á lögreglusamþykkt og vistuð í fangaklefa vegna ástands. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Flest mál á borði lögreglunnar virðast hafa snúið að akstri fólks undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var stöðvaður vegna þess hann var að nota farsíma við aksturinn og reyndist hann sömuleiðis ekki vera með gild ökuréttindi. Annar sem stöðvaður var í miðbænum var ekki með ökuskírteini, slökkt ljós, virti ekki biðskyldu og var næstum því búinn að aka á lögreglubíl. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Sautján ára ökumaður var mældur á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Í dagbók lögreglu segir að sterkan áfengisþef hafi lagt frá vitum unga mannsins en áfengismælar hafi sýnt hann undir refsimörkum. Málið var unnið með aðkomu móður hans og tilkynning send til Barnaverndar. Þá var tilkynnt um slys í miðbænum í nótt þar sem ungur maður féll af rafhlaupahjóli. Honum blæddi úr vör og nefi og var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Lögregluþjónar höfðu einnig afskipti af tveimur veitingastöðum í miðbænum í nótt þar sem opnunartími var ekki virtur. Gestir voru því reknir út og stöðunum lokað. Þá barst lögreglunni tilkynning um konu í annarlegu ástandi á veitingastað um klukkan fjögur í nótt. Hún var handtekin grunuð um brot á lögreglusamþykkt og vistuð í fangaklefa vegna ástands.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira