Stórliðið átti erfitt uppdráttar gegn Fredericia í dag en gestirnir mættu með kassann úti og gerðu heimamönnum einkar erfitt fyrir. Staðan í hálfleik var jöfn, 21-21, en mikið var skorað í leik dagsins.
Í síðari hálfleik sýndu heimamenn gæðin sem þeir búa yfir og tóku á endanum yfir leikinn. Aron skoraði fjögur mörk og lagði upp fimm til viðbótar í liði Álaborgar, lokatölur 44-39.
Arn og Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar eru sem fyrr á toppi deildarinnar en liðið hefur ekki enn tapað leik. Eftir 8 leiki er Álaborg með 15 stig á meðan GOG er í öðru sæti með 14 stig. Fredericia er með 9 stig í sjöunda sæti.