Umfjöllun og viðtöl: Þór - KR 118-121 | KR-ingar komnir á blað eftir sigur í framlengingu Andri Már Eggertsson skrifar 28. október 2022 21:50 vísir/Diego KR vann sinn fyrsta leik í Subway deildinni í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn 118-121. Eftir að hafa verið að elta allan leikinn náðu heimamenn að kreista út framlengingu en KR gerði betur í framlengingunni og vann þriggja stiga sigur 118-121. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum í deildinni tóku bæði lið þá ákvörðun að breyta sínum leikmannahópum. KR skipti um Bandaríkjamann þar sem Michael Mallory lék sinn síðasta leik í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn og í hans stað kemur EC Matthews en beðið er eftir leikheimild fyrir hann. Þór Þorlákshöfn lét Alonzo Anthony Walker og Josep Pérez Tomás fara. Í staðinn kom Bandaríkjamaðurinn, Vinnie Shahi, miðað við sögurnar sem fara af Vinnie Shai má búast við afar öflugum leikmanni. Gangur leiksins Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi stöðva hraðann sóknarleik KR. Lárus varð ekki fyrir ósk sinni þar sem KR keyrði strax yfir heimamenn og Lárus tók leikhlé eftir tvær og hálfa mínútu sjö stigum undir. Sóknarleikur KR-inga var nánast óaðfinnanlegur á fyrstu tíu mínútum þar sem KR gerði 39 stig. KR var með 69 prósent skotnýtingu og voru gestirnir sautján stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. Það var allt annað að sjá Þórsara í öðrum leikhluta. Heimamenn spiluðu töluvert betri vörn sem skilaði sér á hinum endanum í auðveldum körfum. Þór Þorlákshöfn minnkaði forskot KR niður í fjögur stig þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 47-52. Bæði lið áttu sína spretti í þriðja leikhluta. Þórsarar byrjuðu á að komast auðveldlega að hringnum en eftir því sem leið á seinni hálfleik náðu gestirnir að loka teignum betur og Þórsarar þurftu að taka erfiðari skot fyrir vikið. KR vann þriðja leikhluta með þremur stigum og voru með tíu stiga forskot fyrir síðasta fjórðung. Tómas Valur Þrastarson reyndi að halda sínum mönnum inni í leiknum til að byrja með í fjórða leikhluta þegar hann gerði sex af fyrstu níu stigum heimamanna. Lokamínúturnar í fjórða leikhluta voru æsispennandi. Þórsarar voru alltaf að elta skottið á KR. Styrmir Snær var við það að klúðra tækifærinu þegar hann klikkaði á víti þegar 34 sekúndur voru eftir og gestirnir þremur stigum yfir. Þór Þorlákshöfn fékk lokasóknina tveimur stigum undir. Davíð Arnar tók sóknarfrákast og rétt náði að koma boltanum ofan í áður en tíminn rann út og framlengja þurfti leikinn. KR var sterkari á svellinu í framlengingunni. Dagur Kár Jónsson sýndi leiðtogahæfni sína í framlengingunni þar sem hann setti Vesturbæinn á bakið á sér. Dagur gerði ellefu af fimmtán stigum KR í framlengingunni. KR vann á endanum þriggja stiga sigur 118-121. Af hverju vann KR? Fyrsti leikhluti KR-inga var ótrúlegur þar sem allt gekk upp. Eftir kröftuga byrjun var KR í bílstjórasætinu allan leikinn. Með þrjósku og baráttu náði Þór Þorlákshöfn að jafna leikinn þegar 0.4 sekúndubrot voru eftir. Í framlengingunni náði KR að gera fimm stig í röð og var því með yfirhöndina það sem eftir var leiks og vann verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Dagur Kár Jónsson fór á kostum í kvöld. Dagur sýndi leiðtogahæfni sína í framlengingunni þar sem hann gerði 11 af 15 stigum liðsins. Dagur gerði 35 stig og skilað 34 framlagspunktum. Jordan Semple var allt í öllu hjá gestunum. Hann gerði 29 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Jordan skilaði einnig 35 framlagspunktum. Hvað gekk illa? Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn hörmulega sem gerði það að verkum að heimamenn voru að elta allan leikinn. Þór Þorlákshöfn komst aldrei yfir í leiknum. Adam Rönnqvist var afar litlaus í kvöld. Adam gerði 8 stig, tók 1 frákast og gaf 2 stoðsendingar á 34 mínútum. Hvað gerist næst? KR fær Hött í heimsókn næsta föstudag klukkan 18:15. Þór Þorlákshöfn fer í Origo-höllina næsta fimmtudag og mætir Val klukkan 19:15. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var svekktur eftir fjórða tapið í röð. „Mér fannst við sýna hjarta að hafa komið til baka. Við byrjuðum leikinn afar illa og KR komst á bragðið. Eftir það vorum við að elta allan leikinn og með betri um miðjan fjórða leikhluta náðum við að koma leiknum í framlengingu,“ sagði Lárus Jónsson í viðtali eftir leik. Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa þar sem KR gerði 39 stig í fyrsta leikhluta og heimamenn voru sautján stigum undir eftir fyrsta fjórðung. „Við náðum ekki að klukka þá í vörninni, vorum seinir á fótunum, þeir komust auðveldlega framhjá okkur og við vorum að gefa þeim opin skot.“ Þór Þorlákshöfn er eina liðið sem hefur ekki unnið leik í Subway deildinni eftir fjórar umferðir og Lárus Jónsson hefur áhyggjur af stöðunni. „Menn þurfa að fara ná sigri upp á sjálfstraustið að gera svo mönnum líði betur en það styttist í sigurinn,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Þór Þorlákshöfn KR
KR vann sinn fyrsta leik í Subway deildinni í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn 118-121. Eftir að hafa verið að elta allan leikinn náðu heimamenn að kreista út framlengingu en KR gerði betur í framlengingunni og vann þriggja stiga sigur 118-121. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum í deildinni tóku bæði lið þá ákvörðun að breyta sínum leikmannahópum. KR skipti um Bandaríkjamann þar sem Michael Mallory lék sinn síðasta leik í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn og í hans stað kemur EC Matthews en beðið er eftir leikheimild fyrir hann. Þór Þorlákshöfn lét Alonzo Anthony Walker og Josep Pérez Tomás fara. Í staðinn kom Bandaríkjamaðurinn, Vinnie Shahi, miðað við sögurnar sem fara af Vinnie Shai má búast við afar öflugum leikmanni. Gangur leiksins Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi stöðva hraðann sóknarleik KR. Lárus varð ekki fyrir ósk sinni þar sem KR keyrði strax yfir heimamenn og Lárus tók leikhlé eftir tvær og hálfa mínútu sjö stigum undir. Sóknarleikur KR-inga var nánast óaðfinnanlegur á fyrstu tíu mínútum þar sem KR gerði 39 stig. KR var með 69 prósent skotnýtingu og voru gestirnir sautján stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. Það var allt annað að sjá Þórsara í öðrum leikhluta. Heimamenn spiluðu töluvert betri vörn sem skilaði sér á hinum endanum í auðveldum körfum. Þór Þorlákshöfn minnkaði forskot KR niður í fjögur stig þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 47-52. Bæði lið áttu sína spretti í þriðja leikhluta. Þórsarar byrjuðu á að komast auðveldlega að hringnum en eftir því sem leið á seinni hálfleik náðu gestirnir að loka teignum betur og Þórsarar þurftu að taka erfiðari skot fyrir vikið. KR vann þriðja leikhluta með þremur stigum og voru með tíu stiga forskot fyrir síðasta fjórðung. Tómas Valur Þrastarson reyndi að halda sínum mönnum inni í leiknum til að byrja með í fjórða leikhluta þegar hann gerði sex af fyrstu níu stigum heimamanna. Lokamínúturnar í fjórða leikhluta voru æsispennandi. Þórsarar voru alltaf að elta skottið á KR. Styrmir Snær var við það að klúðra tækifærinu þegar hann klikkaði á víti þegar 34 sekúndur voru eftir og gestirnir þremur stigum yfir. Þór Þorlákshöfn fékk lokasóknina tveimur stigum undir. Davíð Arnar tók sóknarfrákast og rétt náði að koma boltanum ofan í áður en tíminn rann út og framlengja þurfti leikinn. KR var sterkari á svellinu í framlengingunni. Dagur Kár Jónsson sýndi leiðtogahæfni sína í framlengingunni þar sem hann setti Vesturbæinn á bakið á sér. Dagur gerði ellefu af fimmtán stigum KR í framlengingunni. KR vann á endanum þriggja stiga sigur 118-121. Af hverju vann KR? Fyrsti leikhluti KR-inga var ótrúlegur þar sem allt gekk upp. Eftir kröftuga byrjun var KR í bílstjórasætinu allan leikinn. Með þrjósku og baráttu náði Þór Þorlákshöfn að jafna leikinn þegar 0.4 sekúndubrot voru eftir. Í framlengingunni náði KR að gera fimm stig í röð og var því með yfirhöndina það sem eftir var leiks og vann verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Dagur Kár Jónsson fór á kostum í kvöld. Dagur sýndi leiðtogahæfni sína í framlengingunni þar sem hann gerði 11 af 15 stigum liðsins. Dagur gerði 35 stig og skilað 34 framlagspunktum. Jordan Semple var allt í öllu hjá gestunum. Hann gerði 29 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Jordan skilaði einnig 35 framlagspunktum. Hvað gekk illa? Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn hörmulega sem gerði það að verkum að heimamenn voru að elta allan leikinn. Þór Þorlákshöfn komst aldrei yfir í leiknum. Adam Rönnqvist var afar litlaus í kvöld. Adam gerði 8 stig, tók 1 frákast og gaf 2 stoðsendingar á 34 mínútum. Hvað gerist næst? KR fær Hött í heimsókn næsta föstudag klukkan 18:15. Þór Þorlákshöfn fer í Origo-höllina næsta fimmtudag og mætir Val klukkan 19:15. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var svekktur eftir fjórða tapið í röð. „Mér fannst við sýna hjarta að hafa komið til baka. Við byrjuðum leikinn afar illa og KR komst á bragðið. Eftir það vorum við að elta allan leikinn og með betri um miðjan fjórða leikhluta náðum við að koma leiknum í framlengingu,“ sagði Lárus Jónsson í viðtali eftir leik. Þór Þorlákshöfn byrjaði leikinn afar illa þar sem KR gerði 39 stig í fyrsta leikhluta og heimamenn voru sautján stigum undir eftir fyrsta fjórðung. „Við náðum ekki að klukka þá í vörninni, vorum seinir á fótunum, þeir komust auðveldlega framhjá okkur og við vorum að gefa þeim opin skot.“ Þór Þorlákshöfn er eina liðið sem hefur ekki unnið leik í Subway deildinni eftir fjórar umferðir og Lárus Jónsson hefur áhyggjur af stöðunni. „Menn þurfa að fara ná sigri upp á sjálfstraustið að gera svo mönnum líði betur en það styttist í sigurinn,“ sagði Lárus Jónsson að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti