Foreldrar skapi tíma fyrir samverustundir án snjalltækja Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2022 16:01 Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman halda viðburði á morgun til að vekja foreldra til umhugsunar. Aðsent „Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Á þessum orðum hefst pistill sem birtist á Vísi í tilefni af símalausa deginum sem fer fram næsta sunnudag. Höfundar greinarinnar eru einnig höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. „Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki.“ Margar klukkustundir á dag Þær benda á að ný rannsókn Rannsókna og greiningar hafi sýnt að 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. „Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum.“ Í greininni fara þær yfir skuggahliðar snjalltækjanna. „Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann.“ Skuggahliðar snjallsímanna Svefnskortur getur valdið kvíða og vanlíðan sem getur orðið að erfiðum vítahring. „Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika.“ Þær segja mikilvægt að foreldrar setji heilbrigð mörk á snjallsímanotkun til að passa upp á heilsu, samskipti, svefn og líðan. „Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum.“ Símalaus sunnudagur Benda þær líka á að foreldrar eru sjálfir fyrirmyndir. „Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama.“ Í greininni tala þær um kosti skjálausra samverustunda „Til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru.“ Einnig sé gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Nánari upplýsingar má finna á vefnum Símalaus. Á morgun, laugardaginn 29. október verða Unnur, Hrafnhildur og Ingrid með viðburð í Eymundsson í Smáralind og á Akureyri þar sem þær ætla að vekja foreldra til vitundar um hvernig hægt er að auka vellíðan barna. „Við verðum með stór plaköt með æfingum sem miða að því að draga úr snjalltækjanotkun með því að fjölga gæða- og samverustundum fjölskyldunnar.“ Greinina má lesa í heild sinni hér á Vísi en þær ræddu viðfangsefnið líka í viðtali á Bylgjunni sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. 27. október 2022 08:31 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Höfundar greinarinnar eru einnig höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. „Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki.“ Margar klukkustundir á dag Þær benda á að ný rannsókn Rannsókna og greiningar hafi sýnt að 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. „Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum.“ Í greininni fara þær yfir skuggahliðar snjalltækjanna. „Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann.“ Skuggahliðar snjallsímanna Svefnskortur getur valdið kvíða og vanlíðan sem getur orðið að erfiðum vítahring. „Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika.“ Þær segja mikilvægt að foreldrar setji heilbrigð mörk á snjallsímanotkun til að passa upp á heilsu, samskipti, svefn og líðan. „Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum.“ Símalaus sunnudagur Benda þær líka á að foreldrar eru sjálfir fyrirmyndir. „Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama.“ Í greininni tala þær um kosti skjálausra samverustunda „Til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru.“ Einnig sé gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Nánari upplýsingar má finna á vefnum Símalaus. Á morgun, laugardaginn 29. október verða Unnur, Hrafnhildur og Ingrid með viðburð í Eymundsson í Smáralind og á Akureyri þar sem þær ætla að vekja foreldra til vitundar um hvernig hægt er að auka vellíðan barna. „Við verðum með stór plaköt með æfingum sem miða að því að draga úr snjalltækjanotkun með því að fjölga gæða- og samverustundum fjölskyldunnar.“ Greinina má lesa í heild sinni hér á Vísi en þær ræddu viðfangsefnið líka í viðtali á Bylgjunni sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. 27. október 2022 08:31 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. 27. október 2022 08:31