Gísli markahæstur hjá Magdeburg í Meistaradeild og með lygilega nýtingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 12:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og þessa dagana. getty/Frederic Scheidemann Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur heldur betur farið vel af stað með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann er markahæsti leikmaður liðsins í keppninni og með frábæra skotnýtingu. Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Magdeburg gerði jafntefli við Veszprém á útivelli í gær, 35-35. Aðeins félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði meira, eða átta mörk. Gísli hefur skorað 24 mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í vetur og er sextándi markahæsti leikmaður keppninnar. Enginn leikmaður Magdeburg hefur skorað meira. Það sem meira er þá er Gísli með framúrskarandi skotnýtingu en hann hefur skorað úr 24 af 29 skotum sínum í Meistaradeildinni. Það gerir 82,8 prósent skotnýtingu sem þykir gott fyrir línumann, hvað þá leikstjórnanda. Gísli hefur einnig spilað vel í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Í sjö leikjum hefur hann skorað 24 mörk og gefið 24 stoðsendingar. Ómar Ingi er langmarkahæstur í liði Magdeburg í þýsku deildinni með 48 mörk, þrátt fyrir að hafa misst af einum leik. Hann hefur einnig gefið 27 stoðsendingar. Í Meistaradeildinni hefur Ómar Ingi skorað 21 mark í fjórum leikjum. Hann hefur jafnframt gefið fimmtán stoðsendingar. Aðeins ellefu leikmenn hafa gefið fleiri stoðsendingar í keppninni en Selfyssingurinn. Gísli og Ómar Ingi léku báðir stórvel þegar Magdeburg tryggði sér heimsmeistaratitil félagsliða með sigri á Barcelona, 41-39, eftir framlengdan leik á sunnudaginn. Ómar Ingi skoraði tólf mörk, þar af tvö síðustu mörk Magdeburg í leiknum, og Gísli var með sex mörk. Slóveninn Aleks Vlah hjá Celje er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur með 41 mark. Pólski línumaðurinn Kamil Syprzak hjá Paris Saint-Germain kemur næstur með 35 mörk og svo Mikkel Hansen hjá Álaborg með 33 mörk. Magdeburg er í 3. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém eru á toppi hans með níu stig. Bjarki skoraði eitt mark í leiknum gegn Magdeburg í gær. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk úr átta skotum þegar Magdeburg gerði jafntefli við Veszprém á útivelli í gær, 35-35. Aðeins félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði meira, eða átta mörk. Gísli hefur skorað 24 mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í vetur og er sextándi markahæsti leikmaður keppninnar. Enginn leikmaður Magdeburg hefur skorað meira. Það sem meira er þá er Gísli með framúrskarandi skotnýtingu en hann hefur skorað úr 24 af 29 skotum sínum í Meistaradeildinni. Það gerir 82,8 prósent skotnýtingu sem þykir gott fyrir línumann, hvað þá leikstjórnanda. Gísli hefur einnig spilað vel í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Í sjö leikjum hefur hann skorað 24 mörk og gefið 24 stoðsendingar. Ómar Ingi er langmarkahæstur í liði Magdeburg í þýsku deildinni með 48 mörk, þrátt fyrir að hafa misst af einum leik. Hann hefur einnig gefið 27 stoðsendingar. Í Meistaradeildinni hefur Ómar Ingi skorað 21 mark í fjórum leikjum. Hann hefur jafnframt gefið fimmtán stoðsendingar. Aðeins ellefu leikmenn hafa gefið fleiri stoðsendingar í keppninni en Selfyssingurinn. Gísli og Ómar Ingi léku báðir stórvel þegar Magdeburg tryggði sér heimsmeistaratitil félagsliða með sigri á Barcelona, 41-39, eftir framlengdan leik á sunnudaginn. Ómar Ingi skoraði tólf mörk, þar af tvö síðustu mörk Magdeburg í leiknum, og Gísli var með sex mörk. Slóveninn Aleks Vlah hjá Celje er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur með 41 mark. Pólski línumaðurinn Kamil Syprzak hjá Paris Saint-Germain kemur næstur með 35 mörk og svo Mikkel Hansen hjá Álaborg með 33 mörk. Magdeburg er í 3. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém eru á toppi hans með níu stig. Bjarki skoraði eitt mark í leiknum gegn Magdeburg í gær.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti