Býður sig fram gegn Kjartani Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2022 09:06 Guðmundur Ari Sigurjónsson. Aðsend Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag. Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent