Viðar í banni í kvöld vegna háttsemi sinnar Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 15:02 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór yfir strikið eftir leik gegn Njarðvík að mati aganefndar KKÍ. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson fær ekki að stýra Hetti í leiknum við Tindastól í kvöld vegna þeirra orða sem hann lét falla eftir tapið gegn Njarðvík, í Subway-deild karla í körfubolta fyrir tveimur vikum. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér. Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér.
Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira