Lélegt lið Lakers enn án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 10:30 Los Angeles Lakers geta bókstaflega ekki neitt þessa dagana. Jamie Schwaberow/Getty Images Alls fóru tíu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers er enn án sigurs en liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni. Philadelphia 76ers máttu einnig þola tap sem og Brooklyn Nets sem mætti Milwaukee Bucks. Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks Körfubolti NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Lakers heimsótti Denver Nuggets í nótt en að þessu sinni gat stuðningsfólk LeBron James og félaga ekki kennt Russell Westbrook um tapið þar sem hann er meiddur aftan á læri og spilaði ekki að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var staðan 54-54 þegar flautað var til hálfleiks. Það virðist sem hálfleiksræða Darvin Ham hafi hreinlega slökkt á Lakers-liðinu en gestirnir voru ömurlegir í þriðja leikhluta töpuðu í raun leiknum þar. Denver skoraði 32 stig gegn aðeins 17 hjá Lakers og fór það svo að Denver vann á endanum 11 stiga sigur, lokatölur 110-99. Nikola Jokić var að venju allt í öllu hjá Nuggets en hann var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bruce Brown Jr. með 18 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 22 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan LeBron skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. The Joker had it ALL flowing in the @nuggets win! 31 PTS (12/17 FGM) | 13 REB | 8 AST | 4 STL pic.twitter.com/x7lfvIJEHg— NBA (@NBA) October 27, 2022 Slæmur fyrri hálfleikur hjá 76ers þýddi að liðið tapaði á endanum með 10 stiga mun gegn Toronto Raptors, lokatölur þar 119-109. Lið 76ers var talið til alls líklegt á undirbúningstímabilinu en er með aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum tímabilsins. Gary Trent Jr. var stigahæstur í liði Raptors með 27 stig en hann tók hvorki frákast né gaf stoðsendingu í leiknum. Pascal Siakam skoraði 20 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hjá 76ers voru Joel Embiid og Tyrese Maxey báðir með 31 stig en James Harden skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 7 fráköst. my goodness @gtrentjr pic.twitter.com/6M4BV1I6JK— Toronto Raptors (@Raptors) October 27, 2022 Eftir allt dramað í kringum Brooklyn Nets í sumar var ljóst að það myndi eflaust taka liðið smá tíma að slípa sig saman. Það kom því ekki á óvart að Bucks hafi unnið 11 stiga sigur þegar liðin mættust í nótt, lokatölur 110-99. Bucks hafa byrjað tímabilið á þremur sigrum í röð á meðan Nets hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum. Giannis Antetokounmpo var illviðráðanlegur í leik næturinnar en hann skoraði 43 stig og tók 14 fráköst ásamt því að gefa 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bobby Portis með 20 stig og 11 fráköst. It was All Systems Go for Giannis in the Bucks win! #FearTheDeerpic.twitter.com/vEyEsG6n6J— NBA (@NBA) October 27, 2022 Hjá Nets skoraði Kevin Durant 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 27 stig, 9 fráköst og eina stoðsendingu. Önnur úrslit New York Knicks 134-131 Charlotte Hornets [Eftir framlengingu] Portland Trail Blazers 98-119 Miami HeatChicago Bulls 124-109 Indiana PacersMinnesota Timberwolves 134-122 San Antonio SpursUtah Jazz 109-101 Houston RocketsCleveland Cavaliers 103-92 Orlando Magic Detroit Pistons 113-118 Atlanta Hawks
Körfubolti NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira